Fréttablaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 22
fréttir og fróðleikur Telur sundrað framboð óráð Hreinræktuð valdabarátta er nú um Frjálslynda flokk- inn og kemur hún til úrslita á laugardaginn. Fjölmiðla- menn og bloggarar hafa setið sveittir síðustu daga við að spá fyrir um klofning flokksins. Landsþing Frjálslynda flokksins verður sett í dag klukkan fjögur á Hótel Loftleiðum. Flokkurinn var stofnaður í nóvember 1998 en aldrei í sögu hans hefur verið jafn mikill áhugi og æsingur vegna landsþings og nú. Á þinginu mun enda ráðast hvort Margrét Sverrisdóttir verði valin sem vara- formaður eða Magnús Þór Haf- steinsson og næst þá niðurstaða úr langvinnum væringum. Verði Margréti hafnað af flokksmönnum er talið víst að hún segi skilið við Frjálslynda flokk- inn og fari í sérframboð, eða í samstarf við annan flokk. Hún mun vera velkomin í þá alla. Fari hins vegar svo að Margrét nái kosningu flækjast málin enn, því formaður flokksins, Guðjón Arnar Kristjánsson, hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við andstæðing hennar, Magnús Þór. Með kjöri hennar færu flokksmenn því gegn boðum skipstjórans. Utanfrá séð má greina fjögur óformleg bandalög innan Frjáls- lynda flokksins. Það elsta samanstendur af stofnendum flokksins. Þeirra frægust eru þau Sverrir Hermannsson og Margrét dóttir hans. Aðrir bandamenn Margrétar eru þau sem mest hefur borið á í kringum borgarstjórn og má þar nefna Ólaf F. Magnússon og Guðrúnu Ásmundsdóttur. Nýlega hefur einnig borið á Sól- borgu Öldu Pétursdóttur, kennara í Mosfellsbæ og miðstjórnarkonu Frjálslyndra til margra ára. Sól- borg býður sig fram til ritara á flokksþinginu og er einarður stuðningsmaður Margrétar. Aðrir óbreyttir miðstjórnarfélagar sem hafa stutt Margréti opinberlega og ekki hefur verið minnst á eru þau Svanur Sigurbjörnsson og Jóhanna Guðmundsdóttir, Guð- mundur Wiium, Kjartan Eggerts- son og Daníel Helgason. Bandamönnum Magnúsar Þórs má einnig skipta í tvo hópa. Annars vegar er sjálfur þingflokkurinn, en í honum eru Guðjón, Magnús og Sigurjón Þórðarson, ásamt nýjum þingmanni, Valdimar Leó Friðrikssyni. Valdimar, einn þing- manna, hefur ekki tekið opinbera afstöðu með Magnúsi. Aðrir bandamenn Magnúsar koma úr Nýju afli og efstir þar á lista eru þeir Jón Magnússon og Höskuldur Höskuldsson. Nýtt afl var í síðustu alþingis- kosningum rammasti andstæðing- ur Frjálslyndra og sameining flokkanna því góð pólitík, hefðu andstæðingarnir gerst samherjar. Hins vegar var Margrét mótfallin sameiningu og nokkuð klaufalega virðist hafa verið staðið að málum, þannig að ekki eru allir sáttir í miðstjórninni. Síðan á ágústfundi miðstjórnarinnar hefur verið sleg- ist leynt og ljóst um Nýtt afl. And- stæðingar Margrétar kalla skær- urnar hluta af kosningabaráttu hennar og hafa þeir barist mjög gegn henni í Útvarpi Sögu og víðar. Margrét hefur útilokað þátt- töku í flokki sem tekur mið af stefnu Nýs afls. En Magnús á einnig samherja í miðstjórn flokksins. Lægi beinast við að nefna alla þá sem ekki skrifuðu undir stuðningsyfirlýs- inguna handa Margréti. Það flækir þó málin að eitthvað er um að fólk velji Margréti sem vara- formann en kjósi að ögra ekki for- manninum. Hins vegar á Magnús marga fylgismenn í miðstjórninni og má þekktastan nefna Grétar Mar Jónsson, varaþingmann Magnúsar, en einnig Ásthildi Cesil Þórðardóttir garðyrkjukonu. Minnst þrír miðstjórnarmenn, fyrir utan þá sem þegar eru nefndir, munu vera á bandi Magnúsar. Þeir hafa þó ekki lýst því yfir opinberlega. Það er ef til vill til marks um sam- skiptaörðugleika frjálslyndra að síðustu daga hafa lykilmenn þurft að leiðrétta fréttaflutning. Sagt var á forsíðu Morgunblaðsins í fyrra- dag að Ólafur F. Magnússon væri „hálfvolgur“ í stuðningi sínum við Margréti. Ólafur sendi síðan frá sér tilkynningu í gær og áréttaði að borgarstjórnarflokkurinn stæði „heill og óskiptur“ með Margréti. Ríkisútvarpið sagði svo þann sama dag að formaðurinn vildi ekki svara spurningum um hvort hann gæti starfað með hverjum sem er að loknum kosningum. Guðjón sjálfur segir hins vegar að hann muni una niðurstöðum kosning- anna, hverjar sem þær verði. „Ég hef starfað með Margréti í átta ár, svo ég myndi bara gera það besta úr því,“ sagði Guðjón í viðtali við Fréttablaðið í gær. Samskiptaörðugleikar hafa lengi verið höfuðvandamál Frjáls- lynda flokksins og víst er að margt verður rætt á Loftleiðum um helg- ina. Því miður fyrir flokkinn er um seinan að sammælast. Baráttan um frjálslyndið Borgundarhólmsgranít á Fríkirkjuvegi GRAND PARMA ÞURRVERKAÐ GRÍSAKJÖT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.