Fréttablaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 33
Gráðaostur er aðalsmaður ostanna og góður í alls konar matargerð. Gráðaostur er ýmist kúa-, sauða- eða geitaostur sem pensilínbakteríum hefur verið bætt í svo að osturinn er með myglublettum eða æðum. Hann er yfirleitt látinn gerjast í hita- stýrðu umhverfi, til dæmis helli þar sem kjöraðstæður eru bæði fyrir ost og myglu. Gráðaostur er aðalsmaður ostanna og flestir erlendir gráðaostar eru vernduð vörumerki og eiga sér bæði sögu og heimalén. Franski Roquefort- osturinn er til dæmis sagður hafa verið fundinn upp árið 1070 og ítalski Gorgonzola-osturinn er enn eldri eða frá árinu 879. Enski Stil- ton-osturinn er frekar ungur í samanburðinum eða síðan á átj- ándu öld. Allir eru þessir ostar bundnir við ákveðna staði og héruð og má til að mynda enginn kalla ostinn sinn Stilton nema sá hinn sami sé búsettur og framleiði ostinn í Derbyshire, Leicestershire eða Nottinghams- hire í Englandi. Margir síðari tíma gráðaostar eru tilkomnir vegna þess að hinir svokölluðu „alvöru“ gráðaostar voru ekki á boðstólum, annaðhvort af landafræðilegum ástæðum eða pólitískum. Bragðið af gráðaosti er sterkt og stundum dálítið salt og lyktin hefur unnið þessum ostum virð- ingarheitið „táfýluostar“. Gráða- ost má borða einan sér en hann nýtist líka vel í alls konar matar- gerð. Gráðaostur er íslenska afbrigði Roquefort hins franska og er fyrsti íslenski mygluosturinn. Á seinni tímum hefur notkun hans í matargerð aukist verulega, eins og til dæmis í eftirrétti, súpur, sósur og salöt enda segja osta- kaupmenn á Íslandi að gráðaostur sé helsti jólaostur Íslendinga. Gráðaostur er einkar góður í sætu samhengi og ein frábær og einföld leið til að njóta hans felur jafnframt í sér að klára pipar- kökuafganga frá jólum. Bræðið saman í potti einhvern góðan gráðaost, rjómaost og rjómaslettu og búið til sósu. Dýfið piparkökun- um í og setjið síðan örlítið balsam- edik ofan á. Furðulegt og alveg himneskt. Gráðaostur góður er PANTAÐU Í SÍMA WWW.JUMBO.IS 554 6999 SAMLOKUBAKKI | TORTILLABAKKI | BLANDAÐUR BAKKI ÞÚ GETUR PANTAÐ GIRNILEGA VEISLUBAKKA FRÁ OKKUR MEÐ LITLUM FYRIRVARA 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.