Fréttablaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 2
Hermann, er það rétt að þið Gróa á Leiti eigið barn saman? Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR BÍLL DAGSINS VOLVO S40 2.4I Nýskr. 08.04 - Sjálfskiptur - Ekinn 31 þús. km. - Allt að 100% lán. Verð 2.460 .000. - Par sem gerði sig heimakomið í heitu pott- unum í Laugardalslaug í fyrrinótt skildi þar eftir sig sprautu og vínflösku sem tók síðan á móti fyrstu sundlaugargestunum í bítið næsta dag. Fastagestur í Laugardalslaug segir að hann og fleiri hafi að venju verið mættir á staðinn þegar laug- in var opnuð klukkan hálf sjö í gær. Úti í heita potti hafi þeir bæði þurft að fiska upp Breezer-áfengis- flösku og sprautu. Hann segir að hylki hafi að vísu verið á sprautunálinni sjálfri en er undrandi á að ekki skuli vera betur fylgst með slíkum hættulegum hlut- um, sérstaklega fyrir berskjaldaða baðgesti. Hann segir jafnframt að í næsta potti hafi ung stúlka fund- ið einnota kveikjara. „Það var par hér um klukkan fimm um nóttina sem neitaði að hlýða næturverðinum og fara upp úr svo það þurfti að kalla til lögreglu,“ segir Logi Sigur- finnsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, um uppákomuna í fyrrinótt. „Þau fóru síðan mótþróa- laust með lögreglunni.“ Logi segir það fremur sjaldgæft að fólk stelist í laugina að næturlagi enda sé ávallt vörður á staðn- um. Heitu pottarnir voru ekki hreinsaðir sérstaklega eftir hina óboðnu næturgesti. Mælitæki sýni ef eitt- hvað sé athugavert við vatnið. „Hér er svo öflugt hreinsikerfi að vatnið hefur algerlega verið búið að endurnýja sig þegar fyrstu gestirnir mættu,“ segir forstöðumaðurinn. Landlæknisemb- ættinu barst bréf frá geðlækni hinn 16. janúar 2003 þar sem hann sagði frá því að hann hefði ítrekað heyrt frásagnir af ástarsambönd- um og kynferðissamböndum starfsmanna Byrgisins, bæði yfir- manna og meðferðaraðila, við vist- menn og sjúklinga sem þar dvöldu. Rannsókn á málefnum Byrgisins hófst hins vegar ekki fyrr en seint á síðasta ári, tæpum fjórum árum síðar. Aðspurður staðfesti Matthías Halldórsson, settur landlæknir, að embættinu hefði borist bréfið en sagði að því hefði ekki verið form- lega svarað. Talið hefði verið að málið væri embættinu hugsanlega óviðkomandi þar sem Byrgið heyrði ekki undir það. Að sögn Matthíasar eru ekki til nein gögn um að erindið hafi verið sent áfram til þeirra opinberu aðila sem fara með málefni Byrgisins. „Ég var í leyfi á þessum tíma og veit ekki nákvæmlega hvernig brugðist var við þessu. En auðvit- að er það þannig að það á að senda svona áfram til þess aðila sem hefur með málið að gera. Ég veit ekki af hverju það var ekki gert.“ Í 7. grein stjórnsýslulaga er fjallað um leiðbeiningarskyldu. Þar segir að „berist stjórnvaldi skriflegt erindi, sem ekki snertir starfssvið þess, ber því að fram- senda erindið á réttan stað svo fljótt sem unnt er“. Matthías viðurkennir að þótt Byrgið hafi ekki heyrt undir land- læknisembættið hefði það verið góð stjórnsýsla að senda bréfið áfram. Þegar hann var spurður um hvort embættið hefði mögu- lega brotið stjórnsýslulög vildi hann ekkert um það segja. Matthí- as segir að hann hafi rætt bréfið við Sigurð Guðmundsson land- lækni, sem er staddur í Malaví, í gær en að Sigurður hafi ekki munað eftir bréfinu. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- ráðherra segir að bréfið hafi ekki borist formlega í ráðuneytið en að ráðuneytinu hafi verið skýrt frá innihaldi þess í lok síðasta árs. „En ráðuneytinu var ekki sent bréfið þegar það barst. Ég hef rætt við settan landlækni um þetta og við erum sammála um að það hefði verið æskilegt að bregðast við á sínum tíma.“ Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi félagsmálaráðuneytisins, staðfesti að félagsmálaráðuneytinu hefði heldur aldrei borist bréfið. Embættið vissi af samböndum í Byrgi Landlæknisembættinu barst bréf frá geðlækni í janúar 2003 þar sem hann sagðist ítrekað hafa heyrt af kynferðissamböndum milli starfsmanna Byrgisins og vistmanna þess. Embættið brást hvorki við bréfinu né sendi það áfram. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands, og Bændasamtök Íslands undirrituðu í gær nýjan samning um starfsskilyrði sauðfjárræktar. Samningurinn gildir til sex ára og eru markmið hans meðal annars að efla sauðfjárrækt sem atvinnugrein, bæta afkomu sauðfjárbænda og styrkja búsetu í dreifbýli. Framlög ríkisins hækka um 300 milljónir króna og nema þannig 3.348 milljónum á fyrsta ári samningsins. Framlög- in lækka síðan í áföngum á samningstímanum. Styrkja á búsetu í dreifbýli Gera má ráð fyrir að ef erlent vinnuafl hefði ekki komið hingað til lands í miklum mæli væri verðbólga um tveimur prósentustigum hærri nú. Þetta er mat Eddu Rósar Karlsdóttur, forstöðumanns greiningardeildar Lands- bankans. „Til að meta áhrif erlends vinnuafls er til dæmis hægt að gefa sér að ekki sé minni þensla nú en í síðustu uppsveiflu. Þá hækkaði launakostnaður um sextán prósent þegar hann fór hæst. Hann hefur nú hækkað um ellefu prósent og er sennilega í hámarki,“ segir Edda Rós. Hún segir að í síðustu sveiflu hafi verðbólgan án húsnæðis hæst verið um tíu prósent, en nú sé hún 7,1 prósent. Með húsnæðisverði hafi hún hæst farið í 9,4 prósent síðast, og 8,6 prósent núna. Það sem hafi breyst sé fyrst og fremst vinnumarkaðurinn. Því megi segja að áhrifin sem erlent vinnuafl hafi haft séu að verðbólgan hafi orðið um tveimur prósentustigum lægri en hún hefði orðið án þessa erlenda vinnuafls. „Það er margt annað sem kemur inn í þetta, breytt peningastefna, gengi krónunnar og fleira slíkt, en í mínum huga er vinnumarkaðurinn gríðarlega mikilvægur í þessu,“ segir Edda Rós. „Það eru til tölur þar sem fram kemur að um sex- tán þúsund erlendir ríkisborgarar hafi verið við störf á Íslandi á síðasta ári, og þar eru ekki taldir með þeir sem hafa ríkisborgararétt. Þetta eru um tíu prósent af vinnuaflinu, þannig að þetta er gríðarlega hátt hlutfall og engin spurning að þetta starfsfólk hefur létt á pressunni.“ Erlent starfsfólk léttir pressu Hæstiréttur staðfesti fimm ára fangelsisdóm Héraðs- dóms Reykjavíkur yfir 22 ára gömlum pilti, Daníel Þór Gunnarssyni, fyrir tilraun til manndráps. Daníel stakk mann tvisvar sinnum með hnífi með þeim afleiðingum að lunga hans féll saman. Árásin var gerð í mars 2006 á skemmtistaðnum Gauki á Stöng. Í dómsorðum héraðsdóms, sem staðfest eru í Hæstarétti, segir að hnífstunga í brjósthol hljóti alltaf að teljast til þess fallin að valda dauða og því hafi Daníel hlotið að gera sér grein fyrir því að langlíklegast væri að maðurinn biði bana af atlögu hans. Daníel er gert að greiða fórnarlambi sínu 680 þúsund krónur í skaðabætur með dráttarvöxtum. Fimm ár fyrir hnífstungur Orkuveita Reykja- víkur mun kaupa fráveituna á Álftanesi og taka við uppbyggingu og rekstri fráveitumannvirkja í sveitarfélaginu. Orkuveitan rekur nú þegar fráveitu fyrir Reykjavík, Akranes og Borgarbyggð. Kaupverð fráveitunnar er 57,5 milljónir króna en með samning- unum skuldbindur Orkuveitan sig til að sjá um uppbyggingu hennar til samræmis við kröfur um umhverfisáhrif. Framkvæmdir í þessu skyni eru taldar nema um 340 milljónum. Við kaupin skuldbindur Orkuveitan sig til að leggja tíu milljónir króna til umhverfisseturs á Álftanesi. Kaupir fráveitu Álftaness Eina leiðin til að Ísraelar og Palestínumenn geti samið um frið er að viðræðurnar miði að tveimur ríkjum hlið við hlið, sagði utanríkisráðherra Ísraels, Tzipi Livni, í gær á hinu árlega heims- efnahagsþingi. Livni sagði að palestínskt ríki væri innan seilingar og hvatti alþjóðasamfélagið til að styðja við bakið á hófsömum öflum á Mið-Austurlöndum. Beindi hún orðum sínum sérstaklega til Mahmouds Abbas, forseta Palest- ínumanna, sem sagði í ávarpi fyrr um daginn að tími friðar á milli Palestínumanna og Ísraela væri kominn. Sagði hann að friðarsam- komulag myndi styrkja stöðu hófsamra afla gegn öfgahópum. Palestínuríki innan seilingar Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir að Byrgið hafi blekkt stofnunina þegar forsvarsmenn þess voru spurðir um leyfi fanga sem þar dvöldu. Í Fréttablaðinu á miðvikudag var sagt frá tveimur dæmdum ofbeldismönn- um sem afplánuðu hluta dóma sinna í Byrginu, en reyndust ganga frjálsir með leyfi Guðmundar Jónssonar þegar fangelsismálayfirvöld vitjuðu þeirra. Valtýr segir það ekki vera boðlegt að dæmdir ofbeldismenn gangi frjálsir. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sagði þjónustusamninginn milli Fangelsismálastofnunar og Byrgisins alfarið á ábyrgð þeirra aðila. Vorum blekktir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.