Fréttablaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 62
BLS. 10 | sirkus | 26. JANÚAR 2007 BÆKUR SEM GEYMA ÞROSKASÖGU BARNANNA ÞRIGGJA „Þeir hlutir sem ég hef líklega tengst mestum tilfinningaböndum erum þrjár bækur sem hafa að geyma þroskasögu barna okkar þriggja,“ segir Tinna Gunnlaugsdóttir Þjóðleikhússtjóri og bætir við að bækurnar séu þeir veraldlegu hlutir sem henni þykir vænst um. „Þær færa mig aftur til þess tíma og hugsana sem voru þá,“ segir hún og bætir við að börnunum þyki einnig gaman að glugga í þessar bækur sem mamma þeirra hefur ritað. „Þetta eru stórar möppur fullar af skemmtilegum sögum og myndum af börnunum frá fyrstu dögum þeirra upp að 10-12 ára aldri, eftir þann aldur verður þetta aðeins slitróttara. Við hjónin höfum líka smám saman eignast talsvert safn mynda af lifandi og liðnum forfeðrum og mæðrum sem prýða vegginn fyrir ofan píanóið. Þetta er fjölskylduveggurinn okkar. Mér þykir vænt um þetta safn og finnst gott að vita af þeim sem á undan eru gengnir, finna fyrir samhenginu í tilverunni með þessum hætti. Upp á píanóinu er líka mynd af aðaldjásninu í fjölskyldunni um þessar mundir, fyrsta ömmu- og afabarninu sem er að verða þriggja mánaða,“ segir Tinna og bætir við að hún eigi í raun ekki marga hluti sem hún tengist tilfinningalega. „Ég á nokkur málverk úr einkasafni föður míns heitins sem ég met mikils og örfáa hluti úr dánarbúi afa og ömmu sem mér þykir sömuleiðis vænt um.“ Dýrmætasta djásnið mitt Sirkus talaði við sex glæsilegar íslenskar konur og spurði um dýrmætasta djásnið þeirra. Konurnar eru allar sammála um að dýrmætasti hluturinn þurfi að búa yfir sögu og sál. Vörumerki og hátt verð lúti í lægra haldi fyrir lítilli gjöf frá ástvini og myndum af börnum þeirra. Það er því óhætt að segja að þessar konur eru með forgangsröðina á hreinu. STÓLLINN FRÁ LANGÖMMU Í UPPÁHALDI „Mér þykir mest vænt um stól sem langamma mín átti og svo mynda- albúmin mín,“ segir Eva Dögg Sigurgeirsdóttir athafnakona og bætir við að hún sé ekki mikið fyrir að safna að sér veraldlegu dóti. „Stóllinn og myndirnar mínar eru einu dauðu hlutirnir sem ég vildi alls ekki missa. Ég tengist hlutum ekki auðveldlega tilfinninga- lega og er ekki mikið fyrir að safna að mér dóti, vil frekar safna að mér góðu fólki, það er mikilvægast,“ segir Eva Dögg. Stólinn góða fékk Eva í arf frá langmömmu sinni á Staðarhóli sem hún hélt mikið upp á. „Þessi langamma mín var mikil fyrirmynd mín. Hún var algjör súper- kona og mikill kvenskörungur og við vorum miklar vinkonur. Amma mín fékk stólinn þegar langamma lést en nú er hann kominn í mína umsjón. Mér þykir alveg rosalega vænt um hann en þekki ekki sögu hans nógu vel en veit að hann er mjög gamall. Áklæðið er orðið gamalt og slitið en ég tími ekki að skipta, stóllinn er sjarmerandi eins og hann er.“ Eva Dögg segir að þótt henni þyki gaman að fylgjast með því sem er efst á baugi í húsgögnum og tísku þurfi hún alls ekki að eignast alla fallegu hlutina. „Ég veit fyrir víst að þeir gefa manni ekki hamingjuna þó svo að það sé vitaskuld gaman að líta vel út og að hafa fallegt í kringum sig. Ég myndi ekki ganga með dýra fylgihluti á raðgreiðslum né kaupa mér flatskjá enda finnst mér lífið ekki snúast um að eignast dýra hluti.“ PLASTHÁLSFESTIN TENGDI FJÖLSKYLDUNA SAMAN „Ég get ekki gert upp á milli tveggja djásna sem eru mér bæði mjög dýrmæt af ólíkum ástæðum. Annars vegar er það hálsmen úr plastperlum sem Einar eldri sonur minn gerði handa mér þegar hann var að byrja í skóla og ég var heima í fæðingarorlofi með yngri bróðir hans Elmar,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, fram- kvæmdastjóri Já, og bætir við að hún gleymi aldrei hversu gaman Elmar hafði af hálsmeninu. „Hitt djásnið eignaðist ég svo nýlega en það er Blackberry-tæki frá Símanum. Með þessu tæki get ég nálgast tölvupóstinn minn og allar mikilvægustu upplýsingarnar utan skrifstofunnar án þess að þurfa að kveikja á fartölvunni og finna netsamband,“ segir Sigríður Margrét og bætir aðspurð við að hún tengist ekki hlutum tilfinningalega nema þeir hafi eitthvað ákveðið tilfinningalegt gildi. „Bara með því að hugsa um þessa plasthálsfesti man ég hvað hún tengdi okkur fjölskylduna saman og það sama er með Blackberry-tækið. Tíminn minn með fjölskyldunni er mér afar dýrmætur og nú þarf ég ekki lengur að fara á skrifstofuna til að nálgast upplýsingar. Með tækinu tekur þetta enga stund og því þykir mér vænt um það, miklu heldur en einhverjar fínar töskur og demantshringa.“ SKIL ALDREI TRÚLOFUNARHRINGINN VIÐ MIG „Það eru tveir hlutir sem ég skil aldrei við mig, annars vegar trúlofunarhringurinn og hins vegar gull- og hvíta- gullshálsmen sem Bubbi gaf mér,“ segir Hrafnhildur Hafsteinsdóttir. „Hálsmenið og hringurinn hafa mikið tilfinningalegt gildi fyrir mig en á hálsmeninu er fullt nafnið mitt skorið út ásamt fuglinum hrafninum sem ég lít á sem verndartáknið mitt. Mér finnst hálsmenið ótrúlega fallegt en ennþá fallegri finnst mér hugurinn og vinnan sem lá að baki þess,“ segir Hrafnhildur og bætir við að hún taki aldrei hringinn eða hálsmenið af sér. „En ef ég væri að hlaupa út úr brennandi húsi myndi ég hins vegar reyna að bjarga ljósmyndunum mínum. Myndirnar af dóttur minni eru mér sérstaklega dýrmætar,“ segir Hrafnhildur og bætir við að hlutir sem eiga sér sögu og sál hafa mikið gildi fyrir hana. „Amma mín gaf mér skenk sem er líka saumavél sem hefur fylgt henni frá því hún var ung kona. Mér þykir ótrúlega vænt um þennan skenk enda hefur hann yfir sinni sögu að búa. Ég safna dóti sem tengist mér tilfinningalega og geymi sérstaklega hluti sem tengjast dóttur minni. Ég geymi í kistli bandið sem Isabella dóttir mín fékk á fæðingardeildinni, fyrsta lokkinn sem ég klippti af henni, fyrstu myndina sem hún teiknaði hjá dagmömmunni, fyrstu skóna og þar fram eftir. Mamma hélt utan um allt sem tengdist mér í sérstakri bók og ég vil gera það sama handa dóttur minni og skrái því dagbók um það sem gerist í lífi hennar.“ ÞYKIR VÆNT UM KISTILINN SEM AMMA ÁTTI „Ég er hrifin af íslenskri skartgripa- hönnun og finnst við eiga fólk á heims- mælikvarða í þeim bransa. Mér þykir sérlega vænt um hálsmen sem maðurinn minn gaf mér fyrir líklega 15 árum, þegar hann hafði alls ekki efni á því að kaupa það,“ segir Steinunn Valdís Óskars- dóttir borgarfulltrúi og bætir við að hálsmenið sé hann- að af Ófeigi gullsmiði á Skólavörðustígnum á sínum tíma en menið er úr íslenskum sjávarsteini og keðjan og smíðin er úr oxíderuðu silfri. „Alla jafnan bind ég ekki bönd við dauða hluti en þetta tiltekna hálsmen hefur ákveðið tilfinningalegt gildi. Það er gamalt en stendur alltaf fyrir sínu,“ segir Steinunn Valdís og bætir við að hún myndi aldrei tengjast tilfinningaböndum við bíla eða álíka hluti. „Annar hlutur sem mér þykir mjög vænt um er gamall kistill sem amma mín átti en hún dó þegar ég var sjö ára. Ég var skírð í höfuðið á henni og á lokinu á kistlinum eru stafirnir hennar. Í kistlinum geymi ég svo alls kyns gamalt dót sem hefur ákveðið tilfinningalegt gildi fyrir mig frá því ég var lítil stelpa.“ HLUTIRNIR VERÐA AÐ HAFA SÁL „Mitt dýrmætasta djásn er yfir 100 ára gamalt hús vestur í Stykkishólmi,“ segir Unnur Steinsson verslunar- kona og bætir við að þau hjónin hafi verið að dunda sér við að gera húsið upp síðast liðin ár. „Þetta er hús með fallega sál og hefur skemmtilega sögu. Við erum langt í frá búin enda af nógu að taka sér í lagi þegar maður gerir allt sjálfur,“ segir Unnur og bætir við að bæjar- stæðið skemmi ekki fyrir töfrum hússins. „Ég vona að ég móðgi engan þótt ég segi að sá bær er sá fallegasti á landinu.“ Unnur segist ekki tengast dauðum hlutum auðveld- lega, ekki nema þeir hafi sál eins og gamla húsið. „Ég á náttúrulega töluvert safn af bréfum til jólasveinsins frá börnunum en það er ekki eitthvað sem maður dregur fram á hverjum degi. Ég fell ekki auðveldlega fyrir veraldlegum hlutum og er lítið glysgjörn svo ég á ekki marga skartgripi sem ég ber sterkar tilfinningar til. Hlutirnir verða að hafa sögu og sál á bak við sig annars hafa þeir engan tilgang. Ég held ég hafi alltaf verið svona gamaldags í hugunarhætti. Ég er jarðbundin og það tengist því.“ Unnur SteinssonSteinunn Valdís Óskarsdóttir Sigríður Margrét Oddsdóttir Eva Dögg Sigurgeirsdóttir Tinna Gunnlaugsdóttir Hrafnhildur Hafsteinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.