Fréttablaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 104

Fréttablaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 104
Það hefur mikið verið rætt um útlendinga- og kynþáttahatur í íslensku samfélagi, einkum eftir sérkennilegt upphlaup ákveðins flokks í sjálfsmyndarkrísu seint á síðasta ári. Það hafði umræðu í för með sér og sem betur fer var mikið af skynsömu og gáfuðu fólki sem þar tók til máls. er sú tegund útlendingahat- urs sem sjaldan er gagnrýnd og getur þó orðið mjög svæsin. Það er hin glórulausa andúð á Banda- ríkjamönnum og öllu sem frá þeim kemur. eru nefni- lega heimskir, þröngsýnir, hættu- legir offitusjúklingar og ofsa- trúarmenn. Ég þekki fullt af fólki sem myndi kinka kolli við hverja einustu af þessum staðhæfingum. Og það er allt fólk sem telur sig almennt víðsýna heimsborgara. hverju eru þessar hugmyndir byggðar? Annars vegar er það á utanríkisstefnu bandarískra stjórnvalda. Hún er vissulega ekki til þess fallin að afla Bandaríkja- mönnum vinsælda annars staðar í heiminum. En þó að stjórnvöld séu valin af þjóðinni, þá má ekki leggja þetta tvennt að jöfnu. Eða dettur einhverjum það fyrst í hug þegar hann hittir Dana á djamminu að rjúka á hann og saka um rasisma vegna innflytjendastefnu danskra stjórnvalda? Undir þessu mega bandarískir ferðamenn sitja ef þeir hætta sér út á lífið í Reykja- vík. vegar virðast mér hug- myndir margra um Bandaríkja- menn byggðar á þeim hluta spjall- þáttar Jay Leno sem kallast Jaywalking. Þá fer Jay út á götu og spyr vegfarendur spurninga um allt milli himins og jarðar. Síðan heldur hann með upptökurn- ar heim í klippiherbergi og klippir út alla með eitthvað milli eyrnanna, en sýnir okkur nokkra gæfulausa einstaklinga sem þekkja ekki mun- inn á hundi og ketti. Af því að það getur verið fyndið. En af hverju dettur nokkrum í hug að það sýni þverskurð af bandarísku þjóðinni? Myndi einhver Íslendingur vilja láta dæma sig út frá djammþátt- unum á Sirkus? er helber hræsni að úthrópa aðra sem útlendingahatara fyrir fordóma gagnvart Pólverjum og Víetnömum, en gera svo Banda- ríkjamenn að blóraböggli fyrir eigin útlendingahatur og líta á það sem einhvers konar pólitíska með- vitund og gagnrýna hugsun. Það er hægt að gagnrýna ýmislegt í öllum þjóðfélögum. En þetta er þjóðin sem færði heiminum djass- inn og rokkið, svo fátt eitt sé nefnt, og hún á ekki skilið slíka stefnu- lausa heift. Stefnulaus heift MARKAÐURINN á www.visir alla daga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.