Fréttablaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 89

Fréttablaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 89
Hin sígilda plata Stuðmanna, Tivoli, verður endurútgefin á mánudag. Platan kom út fyrst 1976 og er af mörgum talin ein besta poppplata Íslandssögunnar. Búið er að auka hljómgæðin á plötunni og gera veglegt umslag með upplýsingum um hvert lag plötunnar. Í inngangi segir m.a.: „Tívolí platan varð til á nokkrum sumarvikum árið 1976. Drjúgur hluti laga og texta var saminn í bílferð til Lundúna með viðkomu í ferjunni Norrænu og þar með í Færeyjum.“ Á meðal laga á plötunni eru Ólína og ég, Hr. Reykjavík og Bíólagið, auk þess sem sex auka- lög fylgja með. Voru þau flest tekin upp á tónleikum í Þjóðleik- húsinu árið 2002 en eitt lagið, Í stórum hring móti sól, var tekið upp í Royal Albert Hall árið 2005. Sígild endurútgáfa Bandaríska hljómsveitin Red Hot Chili Peppers mun koma fram á tónlistarhátíðinni Roskilde í Dan- mörku í sumar. Red Hot er fyrsta stóra nafnið sem hefur boðað komu sína hátíðina. Hljómsveitin sló fyrst almenni- lega í gegn árið 1991 með plötu sinni Blood Sugar Sex Magik og síðan þá hefur hún verið meðal fremstu rokkveita í heiminum. Þykir hún ótrúleg á sviði með bassaleikarann Flea (Michael Balzary) fremstan í flokki. Miðsalan á hátíðina er í fullum gangi á midi.is Nánari upplýsing- ar má finna á www.roskilde-festi- val.is. Red Hot á Hróarskeldu Tom Morello, gítarleikari Audioslave, gefur út sólóplötuna One Man Revolution hinn 24. apríl. Þetta er fyrsta sólóplata Morellos og verður hann jafnframt í fyrsta sinn fyrir framan míkrófóninn. Platan, sem hefur að geyma þrett- án lög í kassagítarsútsetningum, verður gefin út hjá útgáfufyrir- tæki Morellos, The Night- watchman. Ætlar kappinn í tónleikaferð um Bandaríkin í mars til að fylgja plötunni eftir. Fregnir af tónleikum Rage Against the Machine á Coachella- hátíðinni í Kaliforníu í apríl hafa komið mörgum á óvart. Sveitin hætti störfum fyrir sjö árum þegar söngvarinn Zach de la Rocha vildi einbeita sér að öðrum hlutum. Eftir það stofnaði Morello Audioslave með hljóðfæraleikur- um Rage auk söngvarans Chris Cornell. Sú sveit er í pásu um þess- ar mundir á meðan Cornell tekur upp sólóplötu sína. Mun hún því ekki fylgja eftir þriðju plötu sinni, Revelations, með tónleikaferð. Ekki er vitað hvort Rage Against the Machine ætli að taka upp þráðinn á nýjan leik en vitað er að söngvarinn de la Rocha er í góðu sambandi við fyrrverandi félaga sína úr sveitinni. Fyrsta sóló- platan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.