Fréttablaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 4
4 29. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR
DÓMSMÁL Tomas Malakauskas neit-
ar sök í ákærulið sem varðar brot á
lögum um útlendinga en viður-
kennir brot sitt þess efnis að hann
hefði verið með fíkniefni. Hann
var í gær ákærður fyrir Héraðs-
dómi Reykjaness.
Malakauskas er einn þriggja
manna sem sættu fangelsi vegna
líkfundarmálsins svokallaða í Nes-
kaupstað. Honum er gefið að sök
að hafa brotið gegn lögum um
útlendinga með því að hafa í byrj-
un september komið hingað til
lands með óþekktu farþegaflugi og
dvalið hér fram til þriðjudags-
kvöldsins 20. nóvember. Þá stöðv-
aði lögregla för ákærða í bifreið í
Hafnarfirði. Með þessu braut
Malakauskas gegn ákvörðun
Útlendingastofnunar frá 19. sept-
ember 2006, sem staðfest var með
úrskurði dóms- og kirkjumálaráðu-
neytis 16. apríl 2007, um brottvísun
hans úr landi og endurkomubann
til landsins næstu tíu ár.
Þá er Malakauskas ákærður
fyrir brot gegn lögum um ávana-
og fíkniefni, þar sem hann hafði í
fórum sínum rúm 52 grömm af
amfetamíni þegar lögreglan hafði
afskipti af honum. Efnin fundust
við leit á Malakauskas á lögreglu-
stöðinni við Flatahraun í Hafnar-
firði eftir handtöku hans. Hann
neitaði sök varðandi brot á lögum
um útlendinga fyrir dómi í gær og
kvaðst ekki hafa vitað að hann væri
í endurkomubanni.
MALAKAUSKAS Var einn þriggja lík-
fundarmanna og huldi ætíð andlit sitt í
dómssal.
Tomas Malakauskas ákærður fyrir Héraðsdómi Reykjaness:
Neitar sök um brot á útlendingalögum
Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val
á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18.
Opið virka daga: 10-18
Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500
MANSAL Mannréttindastofa bendir
á að í aðgerðaáætlun ríkisstjórn-
arinnar gegn ofbeldi á heimilum
og kynferðislegu ofbeldi frá árinu
2006 vanti
aðgerðir til að
koma í veg
fyrir mansal.
Undanfarið
hafi komið
fram vísbend-
ingar um að
mansal sé að
skjóta rótum
á Íslandi að
því er kemur
fram í
áskorun Mannréttindastofu til
ríkisstjórnarinnar.
Þá hafi vændi nýlega verið
lögleitt og því sé enn brýnna en
áður að grípa til aðgerða til að
koma í veg fyrir að þeir sem
standi að mansali nái fótfestu hér
á landi og tryggja að engar konur
á Íslandi búi við kynlífsþrælkun,
kúgun og ofbeldi. - eb
Mansal á Íslandi:
Vantar áætlun
um aðgerðir
GUÐRÚN DÖGG
GUÐMUNDSDÓTTIR
FÉLAGSMÁL Heimili fyrir heimilis-
lausa karla á Njálsgötu hefur
fengið samþykki byggingarfull-
trúans í Reykjavík.
Það var Velferðarsvið Reykja-
víkurborgar sem sótti um leyfi
fyrir breyttri notkun hússins
Njálsgötu 74 þannig að í stað
gistiheimilis verði húsnæðið nýtt
til heimilishalds fyrir karlmenn.
Njálsgötuheimilið var tekið í
notkun fyrir stuttu. Þar geta búið
átta karlar í senn. Starfsmaður er
þar öllum stundum. Fjölmargir
nágrannar mótmæltu rekstri
heimilisins á þessum stað en um
tilraunaverkefni er að ræða til
eins árs. - gar
Heimilið á Njálsgötu 74:
Heimilið fær
staðfestingu
NJÁLSGATA 74 Heimili átta útigangs-
manna.
HEILBRIGÐISMÁL „Við höfum áhyggj-
ur af því að fólk sé að kaupa fölsuð
lyf á netinu. Möguleikinn á því að
fólk geti valdið sér skaða er vissu-
lega fyrir hendi,“ segir Sigurður
Guðmundsson landlæknir. „Þetta
er nánast eins og rússnesk rúlletta
að kaupa lyf á þennan hátt.“ Dreif-
ing falsaðra lyfja er orðin eitt
aðaláhyggjuefni heilbrigðisyfir-
valda í Evrópu, þar á meðal í
Þýskalandi og Bretlandi.
Sigurður segir erfitt að leggja
mat á hversu mikið af fölsuðum
lyfjum eru í umferð á Íslandi.
Hann segir að verslun með fölsuð
lyf sé þekkt vandamál um allan
heim. „Þetta tröllríður ýmsum
svæðum jarðar og þetta er gríðar-
lega mikill og vaxandi iðnaður.“
„Fölsuð lyf geta verið lyfleysa,
en líka eitthvað annað með mjög
alvarlegum aukaverkunum,“ segir
Sigurður. „Þeir sem falsa lyf geta
til dæmis sett of mikið af virku efni
í töfluna. Taka má dæmi um stinn-
ingarlyf sem getur verið banvænt
ef sá sem neytir slíks lyfs er með
kransæðasjúkdóm. Svo getur verið
eitthvað allt annað í lyfinu með
ófyrirséðum afleiðingum fyrir
hvern þann sem kaupir lyf á þenn-
an hátt.“ Sigurður telur vandann
ekki einangraðan við einstaka lyfja-
flokka og skiljanlegt að fólk falli
fyrir gylliboðum óprúttinna ein-
staklinga í ljósi þess að lyfin séu
mun ódýrari en fólk á að venjast.
Rannveig Gunnarsdóttir, for-
stjóri Lyfjastofnunar, tekur undir
áhyggjur landlæknis um kaup
falsaðra lyfja á netinu. „Það eru
staðfest dæmi um að fölsuð lyf
eru seld hjá netverslunum og því
höfum við varað við þessum við-
skiptum.“ Rannveig segir hættuna
jafnvel víðtækari. „Á Evrópska
efnahagssvæðinu eru fölsuð lyf
komin inn í löglega dreifingar-
kerfið. Komið hafa upp þrjú ný til-
felli í Bretlandi þar sem innkalla
þurfti lyf sem komust inn í lög-
legu dreifingarkeðjuna, sem
íslensk fyrirtæki gætu verið að
skipta við einnig.“ Rannveig tekur
fram að fyrirkomulag lyfjaversl-
unar sé gott á Íslandi en nauðsyn-
legt sé að fyrirtæki og heilbrigðis-
yfirvöld haldi vöku sinni fyrir
vandanum.
Rannveig segir nærtæk dæmi
um fölsuð lyf tengjast umræðunni
um fuglaflensu. „Á sama tíma og
skortur var á slíkum lyfjum voru
þau auglýst í stórum stíl á netinu.
Þau lyf voru fölsuð og það vissum
við því netverslanir höfðu ekki
aðgang að þessum lyfjum. Það
sama má segja um lífsstílslyf.“
svavar@frettabladid.is
Óttast fölsuð lyf sem
keypt eru á netinu
Landlæknir og forstjóri Lyfjastofnunar óttast fölsuð lyf sem hægt er að kaupa
á netinu. Fölsuð lyf flæða yfir Evrópu þar sem alvarleg tilfelli hafa komið upp.
„Möguleiki á að fólk valdi sér skaða er vissulega fyrir hendi,“ segir landlæknir.
ÚR APÓTEKINU Töluverðar líkur eru á að lyf sem
keypt eru á netinu séu fölsuð. Þetta getur átt
við um alla lyfjaflokka og er sívaxandi vandi um
allan heim. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON
Landlæknir.
Telur fyrirkomulag lyfja-
verslunar mjög öruggt hér
á landi. Hætturnar fylgi
lyfjaverslun á netinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Líkamsárás á skemmtistað
Karlmaður var sakfelldur í Héraðsdómi
Suðurlands í gær fyrir líkamsárás og
gert að greiða tvö hundruð þúsund
krónur í sekt og 140 þúsund krónur
í skaðabætur til brotaþola. Maðurinn
sló mann hnefahöggi í andlitið á
skemmtistað á Selfossi með þeim
afleiðingum að brotaþoli hlaut mikið
glóðarauga og eymsli í andliti.
DÓMSMÁL
STJÓRNMÁL Sjálfstæðismenn í
menntaráði Reykjavíkur segjast
undrast skiptingu fulltrúa milli
framboða meirihlutans í ráðum
borgarinnar. Sögðu þeir á fundi
ráðsins að mjög áhugavert væri
að Framsóknarflokkurinn sem
hafi aðeins 6 prósent atkvæða á
bak við sig séu með fulltrúa í
öllum nefndum en Frjálslyndi
flokkurinn sem fengið hafi 10
prósent atkvæða þurfi að láta sér
nægja áheyrnarfulltrúa. Fulltrúar
Samfylkingar, Vinstri grænna,
Framsóknar og F-lista sögðu
ágætt samkomulag vera um
skiptingu fulltrúa nýs meirihluta í
nefndir og ráð. - gar
Sjálfstæðismenn í Reykjavík:
Undrast ítök
Framsóknar
STANGVEIÐI Selur sem synt hafði
upp Ölfusá og þaðan upp Sogið
var skotinn ofan Álftavatns á
sunnudag. Að því er segir á vef
Stangaveiðifélags Reykjavíkur er
óvenjulegt að selur sé á ferðinni á
þessum slóðum svo síðla árs.
Skytta sem kölluð var til vann á
selnum.
„Hafa varð hraðar hendur að
þessu sinni þar sem selurinn var
kominn upp fyrir Álftavatn og á
hrygningastöðvar fyrir landi
Bíldsfells, nánar tiltekið á
Bíldsfellsbreiðu þar sem helstu
hrygningastöðvar Sogslaxins
eru,“ segir á vef Stangaveiðifé-
lagsins. - gar
Boðflenna á hrygningarslóð:
Selur skotinn
ofan Álftavatns
GENGIÐ 28.11.2007
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
122,1354
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
62,7 63,0
129,13 129,75
92,32 92,84
12,38 12,452
11,375 11,441
9,871 9,929
0,5741 0,5775
99,66 100,26
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
Í frétt blaðsins í gær um nýtt fram-
haldsskólafrumvarp kom fram að
lágmarksfjöldi eininga til stúdents-
prófs yrði 180, þar sem eitt ár sé
60 einingar. Þessi klausa var í þeirri
útgáfu frumvarpsins sem blaðamaður
notaði við vinnslu fréttarinnar, en
hafði verið tekin út í lokaútgáfu þess.
Í frumvarpinu er ekki kveðið á um lág-
marksfjölda eininga til stúdentsprófs.
LEIÐRÉTTING