Fréttablaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 90
62 29. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR FÓTBOLTI Ólafur Jóhannesson stýrði sínum fyrsta landsleik í síð- ustu viku er Ísland tapaði fyrir Dönum 3-0 á Parken. Ólafur hefur verið spar á allar yfirlýsingar hingað til og lítið viljað tjá sig um málefni landsliðsins. Fréttablaðið settist niður með Ólafi á Hilton- hótelinu í gær og rak úr honum garnirnar með ætlanir sínar, hið meinta agaleysi landsliðsins, Eið Smára og margt fleira. „Ég var mjög sáttur með þessa fyrstu ferð mína. Ég var ánægður með leikmennina sem mér fannst gefa mikið af sér. Læknalið lands- liðsins er frábært og það kom mér þægilega á óvart slíkir fagmenn þeir eru. Það var flest jákvætt en við sem erum í þjálfarateyminu ætlum að búa til okkar umgjörð í kringum liðið þannig að það verða einhverjar breytingar hvað það snertir. Ég hef ákveðnar hug- myndir og væntingar um hvað ég vil gera og það byrja allir með hreint borð hjá mér,“ sagði Ólafur um sína fyrstu reynslu með lands- liðinu en á hvað leggur hann mesta áherslu? Munum alltaf spila 4-5-1 hjá mér „Að sjálfsögðu varnarleikinn enda hefur hann ekki verið nógu góður. Við munum spila 4-5-1 allt- af undir minni stjórn en þó með einhverjum áherslubreytingum hverju sinni. Við munum oftar en ekki vera með tvo djúpa miðju- menn sem verjast. Það hefur í gegnum tíðina verið vandamál hjá landsliðinu hvað við eigum að gera þegar við erum með boltann. Við ætlum að reyna að finna lausn á því og hún felst líklega í því að stilla upp mönnum sem eru flinkir og geta haldið boltanum. Fjórir fremstu menn eru okkar sóknar- menn en þeir hafa að sjálfsögðu varnarhlutverk líka. Grétar verð- ur til að mynda bara bakvörður hjá mér eins og AZ Alkmaar.“ Næsta verkefni landsliðsins er á Möltu í febrúar þar sem Ísland tekur þátt í fjögurra þjóða móti. Á hvað mun Ólafur leggja áherslu þar? „Það liggur ljóst fyrir að við getum ekki farið með alla atvinnu- mennina okkar þangað. Einn af dögunum er alþjóðlegur leikja- dagur og þá fæ ég alla sem ég vil. Uppistaðan verður annars leik- menn frá Íslandi og ég mun reyna að fá leikmennina á Norðurlönd- unum til að vera allan tímann en það verður erfitt enda hugsa félagsliðin fyrst og fremst um sjálft sig. Ég mun svo líka kíkja á yngri strákana sem eru að spila í Evrópu og ég hef áhuga á að skoða,“ sagði Ólafur sem ætlar að vera mjög duglegur að fara út og skoða íslensku strákana sem spila víðs vegar um Evrópu. Hef ekki trú á að agaleysi verði vandamál Það hefur mikið verið rætt um meint agaleysi í landsliðshópnum síðustu vikur. Hvernig hyggst Ólafur tækla það málefni? „Allir íþróttamenn vilja hafa aga og það gengur ekki upp að vera með agalausan íþróttamann. Þessir strákar lúta allir aga hjá sínum félagsliðum og hið sama verður upp á teningnum með landsliðinu. Ég hef ekki trú á að eitthvað agaleysi verði vandamál. Ég mun ekki rígbinda menn í ein- hverju og ég treysti á almenna skynsemi leikmanna. Ég ætla ekki að vera einhver fóstra fyrir leik- mennina. Ég verð að treysta leik- mönnunum og þeir verða að treysta mér. Annars næst ekki árangur. Mönnum verður líka að líða vel og leikmenn eiga að hlakka til að koma í landsliðsverkefni,“ sagði Ólafur en þó svo hann muni treysta leikmönnum þá muni hann ekki taka neinum vettlingatökum þá leikmenn sem brjóta agaregl- ur. „Í fyrsta lagi þá vona ég að ekki muni koma til þess að einhver brjóti reglurnar alvarlega og ég trúi ekki að það muni gerast. Ef einhver vitleysa er í gangi þá verður að sjálfsögðu tekið fast á slíkum málum og ég tel ekki mikl- ar líkur á því að ég myndi velja viðkomandi leikmann aftur í hóp- inn,“ sagði Ólafur. Gagnrýni vegna landsliðsvals hverju sinni fer ekki í taugarnar á Ólafi. Ólafur gerði litlar breyting- ar á landsliðshópnum fyrir Dana- leikinn en hann segir að breyting- arnar verði meiri í næstu verkefnum. „Ég geri ráð fyrir því. Ég vildi litlu breyta fyrir Danaleikinn en það verða klárlega meiri breyting- ar næst.“ Vil spila á öllum alþjóðlegum leik- dögum KSÍ hefur fengið harða gagn- rýni fyrir hve illa sambandið hefur hlúð að landsliðinu enda hafi til að mynda vináttulandsleikir verið mjög fáir. Horfir nú til betri vegar í þeim málum og Ólafur segir að stefnan sé að spila eins mikið og hægt er. „Það er okkar markmið að fá leik á öllum alþjóðlegum lands- leikjadögum. Möltumótið er frá- bært framlag og ég vil að við tökum þátt í slíku á hverju ári ef við mögulega getum. Ég mun fara fram á það. Því fleiri leikir því betra,“ sagði Ólafur en mun hann verða frekur við Geir Þorsteins- son, formann KSÍ, fái hann sínu ekki framgengt? „Ég hef alltaf sagt að ég sé fínn í umgengni svo framarlega sem menn fara eftir mér. Annars get ég orðið hundfúll. Ég hef alltaf verið óhræddur við að segja mína skoðun og það breytist ekkert sama hvort mönnum líkar það betur eða verr. Við Geir ætlum samt að vinna þetta saman og erum sammála um þá leið sem nú á að fara. Mér líst bara vel á þetta.“ Eiður Smári er ekki að hætta Eiður Smári Guðjohnsen lands- liðsfyrirliði spilaði ekki gegn Dönum en Ólafur segir að ekkert sé hæft í orðrómi um að hann ætli að hætta með landsliðinu. „Eiður Smári er besti fótbolta- maður Íslands og ég vil að hann spili fyrir liðið. Ég talaði oft og mikið við Eið um daginn þar sem við ræddum ítarlega um landslið- ið. Hann gat því miður ekki komið til Danmerkur en ég var fullkom- lega sáttur við ástæðurnar sem hann gaf fyrir fjarverunni. Það er engin fýla í gangi og hann hefur ekki sagt við mig að hann ætli sér að hætta með landsliðinu,“ sagði Ólafur en hann segir að Eiður muni ekki fá neina sérmeðferð hjá sér. „Eiður er settur undir nákvæm- lega sama hatt og aðrir leikmenn landsliðsins. Hjá mér lúta allir sömu reglum og það er ein regla fyrir alla,“ sagði Ólafur Jóhannes- son landsliðsþjálfari. henry@frettabladid.is Landsliðsþjálfari en ekki fóstra Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari segir að sögusagnir um meint agaleysi í íslenska landsliðinu valdi honum ekki hugarangri. Hann segist treysta leikmönnum liðsins og þeirra skynsemi en tekur þó fram að hart verði tekið á þeim sem verða uppvísir að agabrotum innan landsliðshópsins. GOTT SAMSTARF Ólafur er ánægður með samstarfið við Pétur Pétursson. Þeir félagar sjást hér kátir á Parken á dögunum. NYHEDSAVISEN/MARTIN SYLVEST ÞAÐ LÚTA ALLIR SÖMU REGLUM Ólafur Jóhannesson segir að hvorki Eiður Smári né nokkur annar leikmaður landsliðsins muni fá sérmeðferð hjá sér. Það sé ein regla fyrir alla. Ólafur segir að ekkert sé hæft í þeim orðrómi að Eiður Smári ætli að hætta með landsliðinu. Hann hafi ekki nefnt neitt slíkt við sig. NYHEDSAVISEN/MARTIN SYLVEST FÓTBOLTI Manchester United tryggði sér efsta sætið í sínum riðli með 2-1 sigri á Sporting og leikmenn liðsins geta því farið afslappaðir í lokaleikinn á móti Roma á Ítalíu. Það kemur sér vel fyrir stjórann Sir Alex Ferguson því liðið mætir Liverpool á Anfield í ensku deildinni aðeins nokkrum dögum síðar. Ferguson gaf það til kynna að hann myndi hvíla lykilmenn í leiknum á móti Roma. „Þetta var mjög mikilvægur sigur því nú get ég notað allt mitt lið í síðasta leiknum. Það gæti jafnvel farið svo að einn til tveir leikmenn kæmu ekki með því okkar bíður mikilvægur leikur á móti Liverpool,“ sagði Ferguson. - óój Sir Alex Ferguson: Hvílir menn í lokaleiknum KÁTUR Sir Alex Ferguson var ánægður með úrslitin á móti Sporting. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Zlatan Ibrahimovic skoraði frábært mark í 3-0 sigri Inter á Fenerbahce en þetta var fimmta mark hans í keppninni. „Það var mjög mikilvægt að vinna leikinn og tryggja okkur sæti í 16 liða úrslitunum. Ég er mjög ánægður með markið sem og frammistöðu liðsins,“ sagði Zlatan. Mörgum þótt sem hann nældi sér viljandi í gult spjald korteri fyrir leikslok. Hann fékk það fyrir að tefja leikinn en hætti þá tvisvar sinnum við að taka aukaspyrnu. „Ég er ekkert leiður yfir gula spjaldinu eða leikbanninu. Það að ég skuli missa af lokaleiknum skiptir engu máli,“ sagði Zlatan í viðtali á heimasíðu Inter-liðsins eftir leikinn. - óój Zlatan Ibrahimovic: Reyndi hann að fá spjaldið? VILJANDI SPJALD? Zlatan var bara sáttur með að vera kominn í leikbann. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.