Fréttablaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
HEILBRIGÐISMÁL „Það má segja að
lyfjakaup í gegnum netið séu rússn-
esk rúlletta“, segir Sigurður Guð-
mundsson landlæknir. Dreifing
falsaðra lyfja er sívaxandi vanda-
mál um allan heim. Fólk kaupir slík
lyf í góðri trú en getur verið í mik-
illi hættu með neyslu þeirra.
„Líkurnar á því að lyf sem keypt
eru á netinu séu fölsuð eru í mörg-
um tilfellum talsvert miklar. Þá er
verið að selja lyf undir ákveðnu
nafni með tiltekna verkun en inni-
haldið er einfaldlega ekki það sem
það er sagt vera“, segir Sigurður.
Fölsun á lyfjum er vaxandi iðn-
aður víða um heim og dreifing
þeirra er eitt aðal áhyggjuefni
heilbrigðisyfirvalda í Þýskalandi
og Bretlandi. Fölsuð lyf hafa
smeygt sér inn í löglega dreifing-
arkerfið á Evrópska efnahags-
svæðinu; kerfi sem íslensk lyfja-
fyrirtæki geta skipt við.
„Fölsuð lyf geta verið lyfleysa,
en líka eitthvað annað með mjög
alvarlegum aukaverkunum“, segir
Sigurður. Hann segir að í gegnum
netið sé opinn gluggi inn í landið
fyrir dreifingu lyfja sem allt í
senn geta haft enga virkni eða
innihalda efni sem eru stórhættu-
leg þeim sem þeirra neyta.
Rannveig Gunnarsdóttir, for-
stjóri Lyfjastofnunar, tekur undir
áhyggjur landlæknis um kaup fals-
aðra lyfja á netinu. „Það eru stað-
fest dæmi um að fölsuð lyf eru seld
hjá netverslunum.“
Rannveig segir að fyrirkomulag
lyfjaverslunar sé gott á Íslandi en
nauðsynlegt sé að fyrirtæki og
heilbrigðisyfirvöld haldi vöku
sinni gagnvart fölsuðum lyfjum.
- shá / sjá síðu 4
Sími: 512 5000
FIMMTUDAGUR
29. nóvember 2007 — 325. tölublað — 7. árgangur
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL.
Anna Beta Gísladóttir er mikil kjólastelpa.
Henni finnst gaman að gramsa í fataskáp
móður sinnar og hefur stundum fundið þar flíkur
sem hafa gengið í endurnýjun lífd
segir Anna Beta, sem er greinilega skynsöm stúlka
og lætur ekki stjórnast af tískustraumu
Anna Beta segi t
Alltaf verið kjólastelpa
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
LI
Kjóllinn er af móður Önnu Betu og náði hann upphaflega niður á miðja leggi.
PRENTIÐ VINSÆLTBrettafatnaður er orðinn að hátískuvöru sem ryður braut-ina þegar kemur að nýjum tískubylgjum, segir Björn Ólafsson, eigandi Brims.TÍSKA 2
SETIÐ VIÐ EYJUNABarstólar eru vinsælir eld-hússtólar og sjást á sífellt fleiri heimilum, sérstaklega þar sem heimilisfólk borðar við svokallaðar eyjur.
HEIMILI 4
VEÐRIÐ Í DAG
Fölsuð lyf geta verið
lyfleysa, en líka eitthvað
annað með mjög alvarlegum
aukaverkunum.
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON
LANDLÆKNIR
Sölusýning í Njarðvík
Listamenn styrkja kaup á gervilim-
um til Afríku í fyrsta sinn.
TÍMAMÓT 38
ÍSLENSKUR IÐNAÐUR
Stærsti iðnmennta-
skóli landsins
Sérblað um íslenskan iðnað
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
ANNA BETA GÍSLADÓTTIR
Gróf upp bláan kjól úr
fórum móður sinnar
tíska heimili heilsa
Í MIÐJU BLAÐSINS
Töffari inn við
beinið
Gísli Einarsson sjón-
varpsmaður er
með húðflúr og
vill fá sér fleiri.
FÓLK 66
VIÐSKIPTI Athafnamaðurinn Jón
Ólafsson stefnir á að gera
íslenska vatnið Icelandic Glacial
að stærsta vörumerki Íslend-
inga. Í ítarlegu viðtali við
Financial Times segir hann að
stefnan sé að slá út Icelandair.
Íslenska vatnið eigi að sigra
heiminn.
Jón gagnrýnir einnig markaðs-
setningu Íslendinga á eigin landi.
Þannig hafi Egils til að mynda
reynt að nota nekt og kynþokka í
ímyndarauglýsingu fyrir vatnið
sitt en Jón segir það einfaldlega
hafa verið mistök. „Það er ekkert
kynferðislegt við vatn heldur
snýst það eingöngu um heilsu,“
segir hann. - fgg / sjá síðu 66
Jón Ólafsson og íslenskt vatn:
Stefnir á að slá
út Icelandair
á laugardaginn
1. desember kl. 10–16
STÓR-
SÝNING
KIA
ostur.is
Gómsæt gjöf
fyrir sælkera
Kynnið ykkur úrvalið
af sælkeraostakörfum
á ostur.is
BT bæklingur fylgir Fréttablaðinu í dag
íslenskur iðnaður
FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007
SAMFÉLAGSMÁL Þótt Ísland tróni efst á lista Þróunar-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna yfir þau lönd þar
sem best er að búa er ekki þar með sagt að allir búi
vel hér á landi. Sævar Arnfjörð og kona hans, Ólína
Ragnheiður Gunnarsdóttir, hafa búið í tjaldi í
Laugardal í einn og hálfan mánuð. Þau búa þó ekki
ein því þau hafa ellefu hamstra hjá sér.
„Það fer alveg ágætlega um okkur hérna og
hamstrana líka,“ segir Sævar. „Það er reyndar
svolítið kalt núna en við reynum að hita þetta upp
með sprittkertum og svo erum við með þennan fína
prímus.“
Hann segir að þau hjónin kjósi frekar að búa í
tjaldi en að nýta þá aðstöðu sem þeim bjóðist hjá
borginni. „Við viljum frekar vera saman hér í
tjaldinu en að ég búi í Skýlinu og hún í Konukoti.
Það kólnar nefnilega ekkert í ástarglóðunum þótt
það verði svolítið napurt hérna,“ segir hann og
brosir. „Við höfum líka ofan af fyrir okkur með
ýmsu móti; tökum í spil og svo erum við með tvo
gítara í tjaldinu sem við glömrum stundum á og
tökum lagið.“
Síðast leigðu hjónin íbúð á Dalvík en urðu að
hverfa úr henni með skömmum fyrirvara þar sem
hún fór á uppboð.
Sævar hefur áður búið tvo vetur í tjaldi í
Öskjuhlíðinni og Ólína Ragnheiður einn. „Einn
daginn var tjaldið okkar bara tekið niður í Öskju-
hlíðinni af borgarstarfsmanni,“ rifjar Ólína upp.
„Þá gaukaði lögreglan því að okkur að Laugardalur-
inn væri eini staðurinn þar sem löglegt er að tjalda
þannig að við færðum okkur bara. Hér er stutt í
sund og við förum á klósett í Glæsibæ.“
En fleira stendur til hjá þeim til að bæta sinn
hag. „Ég viðurkenni að við erum drykkjufólk,“
segir Sævar og sýnir blaðamanni lítinn brúsa með
sótthreinsunarspritti. „Við reynum að drekka ekki
meira en þrjá á dag en svo vorum við einmitt að
tala um það að reyna að hætta þessari drykkju.“
- jse / sjá síðu 18
Hjón kjósa frekar tjaldlíf að vetri til en að þiggja aðstoð frá borginni:
Búa í tjaldi með hömstrum
KUNNA ÁGÆTLEGA VIÐ SIG Hjónin Sævar Arnfjörð og Ólína Ragnheiður Gunnarsdóttir hafa búið í tjaldi í Laugardal í einn og
hálfan mánuð. Þau vilja frekar vera saman í tjaldinu en hvort á sinni stofnuninni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
STORMUR Í KVÖLD - Í dag verð-
ur vaxandi austanátt, 18-23 m/s
í kvöld og nótt en heldur hægari
norðaustan og austan til. Stöku
skúrir eða él í dag. Rigning eða
slydda sunnan og vestan til í kvöld
annars stöku él. Hiti 0-6 stig.
VEÐUR
Lyfjakaup á netinu
eru rússnesk rúlletta
Landlæknir og forstjóri Lyfjastofnunar hafa miklar áhyggjur af lyfjakaupum á
netinu. Hættan á að lyfin séu fölsuð er veruleg og geta því verið stórhættuleg.
FÓTBOLTI Ólafur Jóhannesson
landsliðsþjálfari segir að sögur
um meint agaleysi íslenska
landsliðsins valdi sér ekki
hugarangri.
„Ég hef ekki áhyggjur af því að
agaleysi verði vandamál. Ég
treysti mínum leikmönnum og
þeir verða að treysta mér. Annars
náum við ekki árangri. Ég hef
ekki hugsað mér að vera einhver
fóstra fyrir leikmennina en þó er
ljóst að hart verður tekið á
agamálum komi þau upp,“ segir
Ólafur. - hbg / sjá síðu 62
Nýr landsliðsþjálfari:
Ekki áhyggjur
af agaleysi
ÓLAFUR JÓHANNESSON Mun treysta á
almenna skynsemi landsliðsmanna.
FRÉTTABLAÐIÐ/MARTIN SYLVEST
Nóg komið
Atvinnulífið þolir ekki lengur skerta
samkeppnisstöðu af völdum verð-
bólgu, hárra vaxta og óhóflegra
gengissveiflna, skrifar formaður
Samtaka atvinnulífsins.
UMRÆÐAN 34
Liverpool lifir í
voninni
Liverpool á enn möguleika
í Meistaradeildinni
eftir 4-1 sigur á
Porto.
ÍÞRÓTTIR 58