Fréttablaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 78
50 29. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR
maturogvin@frettabladid.is
Vinsældir jólaglöggs aukast ár frá
ári, og þeir eru margir sem eru
farnir að bjóða vinum og vanda-
mönnum upp á þennan kryddaða,
heita rauðvínsdrykk. Á netinu er
að finna aragrúa af uppskriftum,
og samkvæmt hefðinni er iðulega
boðið upp á piparkökur með jóla-
drykknum góða. Það má þó breyta
út af henni.
Sumir matgæðingar mæla með
því að bæta osti ofan á piparkök-
urnar. Blámygluostar eins og gor-
gonzola eða roquefort eru þar
fremstir í flokki, og fara afar vel
með glögginni. Geitaostur er held-
ur ekki óvinsæll, og súkkulaði með
hnetum og rúsínum ku einnig
passa vel við drykkjarföngin. Þá
má einnig prófa að krydda ávexti
eins og perur með jólalegu bragði
sem fengið er úr kanilsykri og
heslihnetum. Það er um að gera að
prófa sig áfram og gera glöggina
að enn ánægjulegri samveru-
stund.
Hefð fyrir jólaglöggi
JÓLAKRYDDUÐ GLÖGG Blámygluostar
og piparkökur eru gott meðlæti með
kryddaðri jólaglögginni.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Þeir eru eflaust margir sem svitna
af tilhugsuninni um allar hitaein-
ingarnar sem bíða handan við
hornið, í smákökubakstri, tertu-
boðum, konfektgerð og öllu til-
heyrandi. Maður lifandi hyggst
þess vegna bjóða upp á námskeið
um gerð heilsusamlegra eftir-
rétta.
„Við verðum með alls konar
hollar jólauppskriftir; tertur og
deserta og konfekt og fleira. Það
verður farið í hvernig hægt er að
gera baksturinn hollan, án þess að
fórna nokkru í fegurð eða gæðum,“
útskýrir Auður Ingibjörg Kon-
ráðsdóttir, einn meistarakokka
Manns lifandi og leiðbeinandi á
námskeiðinu, sem er fyrsta eigin-
lega jólanámskeiðið sem Maður
lifandi stendur fyrir.
Á námskeiðinu verður til dæmis
farið í konfektgerð úr lífrænum
og hollum hráefnum. „Það hleypir
ekki blóðsykrinum í uppnám eins
og venjulegt konfekt. Fólk hefur
fyrir vikið meiri orku og nýtur
jólanna betur,“ útskýrir Auður.
Fyrsta námskeiðið fer fram í
kvöld, en öðru hefur verið bætt
við 6. desember næstkomandi.
Námskeiðin fara fram í húsnæði
Manns lifandi í Borgartúni, en
hægt er að skrá sig á madurlif-
andi@madurlifandi.is. - sun
Hollur jólabakstur
Trönuber …
… eru ómissandi í hátíða-
haldi vestanhafs. Auðveld-
ara er að nálgast trönu-
berjasafa hér á landi, en
hann er oft notaður í
kokkteila. Blandaðu
honum við sódavatn og
sítrónusafa og fáðu þér
fagurrauðan svala-
drykk í skammdeginu.
Konfektgerð landsmanna fer óðum
að hefjast. Úr ýmsu er að velja í
þeim efnum, enda óteljandi upp-
skriftir til að girnilegu konfekti.
Hafliði Ragnarsson súkkulaði-
meistari hefur staðið fyrir nám-
skeiðum í konfektgerð fyrir þá sem
vilja fikra sig upp úr súkkulaði-
hjúpuðu marsípani og í eitthvað
aðeins flóknara. Hann segir fólk
helst eiga í vandræðum með að
vinna með gott súkkulaði, sem hann
mælir þó hiklaust með.
„Það er því miður ekki til nein
töfralausn á því að finna rétt hita-
stig á súkkulaðinu. Temprunin er
aðalvandamálið, og það er ekki eitt-
hvað sem maður gerir bara einu
sinni og getur svo alltaf gert,“ segir
Hafliði. „Þegar fólk er að gera þetta
heima og kaupir gott súkkulaði sem
kostar kannski svolítinn pening er
ekkert leiðinlegra en þegar allt fer
í vaskinn,“ segir hann.
Hafliði mælir með því að þeir
sem eru að hefja vinnu með lúxus-
súkkulaði forðist því að steypa
mola í mót. „Það er mun auðveldara
að rúlla fyllingum upp úr súkkulaði
eða hjúpa þær. Þá þarftu ekki að
bíða eftir að það losni úr mótum og
því um líkt,“ útskýrir hann.
Ef allt annað bregst er svo alltaf
hægt að renna við í Mosfellsbakaríi
og kaupa eitthvað af konfekti Haf-
liða. - sun
Mælir með ekta súkkulaði
EKTA SÚKKULAÐI ERFITT Hafliði segir
fólk helst eiga í vandræðum með að
finna rétt hitastig á súkkulaðinu þegar
það vinnur með ekta súkkulaði.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Óskar Guðjónsson tónlistarmaður er mikill
áhugamaður um mat, þegar hann hefur
tíma til. Hann kann að meta einfaldleika og
tilraunir.
Óskar deilir uppskrift að kartöflugrat-
íni með lesendum Fréttablaðsins að
þessu sinni. Þar sameinast einfaldleiki
og tilraunastarfsemi. „Einfaldleikinn í
uppskriftinni er sá að þetta er í
rauninni bara gratín, úr sætum kartöfl-
um og rjóma. Síðan getur maður hins
vegar farið með þetta í þá átt sem
maður vill, bara eftir stemningu. Ég
uppgötvaði það þegar ég fór að prófa
mig áfram og henti ofan í þetta annarri
uppskrift sem ég geri stundum. Þá
fylli ég döðlur af gráðaosti og vef utan
um þær beikoni. Ég prófaði að setja
þetta bara með kartöflunum, og út frá
því hef ég prófað mig áfram,“ útskýrir
Óskar. Á stundum notar hann ristaðar
furuhnetur eða kókosflögur, og
stundum allt saman. „Þetta er eins
auðvelt eða flókið og maður vill hafa það,“ segir hann.
Óskar kveðst vera mikill áhugamaður um mat þegar
tími vinnst til „Ég vil gefa mér tíma í þetta.
Ég er ekki mikið fyrir að kaupa mér eitthvað
tilbúið, ég er svolítið snobbaður að því leytinu til,“
segir hann og hlær við. „Þegar
maður hefur tíma í matreiðslu er
þetta líka að stórum hluta bara
hugleiðsla og afslöppun, og
árangurinn sést vel. Þegar þú ert
afslappaður kemur maturinn vel
út. Ef þú ert hins vegar stressað-
ur verður allt seigt og ógeðslegt,“
bætir hann við. Óskar hefur haft
lítinn tíma til eldamennsku að
undanförnu, enda nóg að gera í
tónlistinni.
Í næstu viku kemur svo út
diskurinn Ó, ó, Ingibjörg, þar sem
hann og systkini hans tvö leiða
saman hesta sína.
Kartöflugratínið hentar sem
meðlæti með ýmsum mat, en það
má eins bera fram með salati og
góðu brauði ef svo ber undir.
Tímabundinn áhugamaður
HUGLEIÐSLA Í ELDHÚSINU Óskar Guðjónsson segir góðan skurk í eldhúsinu jafnast á við hugleiðslu og afslöppun.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
SÆTT KARTÖFLUGRATÍN
sætar kartöflur
rjómi
gráðostur
döðlur
steikt beikon í bitum
ristaðar furuhnetur eða möndluspænir
hvítlaukur
rauðlaukur
dijon sinnep
smá ostur
Sætar kartöflur afhýddar og skornar í
meðalstóra bita. Komið fyrir í eldföstu
móti, svo þær fylli vel út í það. Rjóma
hellt í mótið þannig að hálffylli það.
Eldað í ofni á 200 gráðu hita í allt frá
30 mínútum til 60 mínútna, eftir magni.
Fylgist með því að ekkert brenni.
ORKUMEIRI UM JÓLIN Auður Ingibjörg
Konráðsdóttir segir lífrænt konfekt úr
hollum hráefnum hafa margt til brunns
að bera. FRÉTTABLAÐIÐ/
Hvaða matar gætirðu síst verið án?
Banana, súkkulaðis og nýmjólkur.
Besta máltíð sem þú hefur fengið:
Í tilefni af fertugsafmæli mannsins míns snæddum við
á Kong Hans kælder við Víngarðsstræti í Kaupmanna-
höfn á föstudagskvöldið. Maturinn samanstóð meðal
annars af trufflum, svína- og andakjöti. Mér skilst að
vínlistinn hafi slegið Lágt muldur þrumunnar út í fegurð.
Er einhver matur sem þér finnst vondur?
Ó já, slátur, nýru, lifur, hjörtu og þess konar innmatur.
Leyndarmál úr eldhússkápnum:
Það hljóta að vera hveitibjöllurnar sem eitt sinn hreiðr-
uðu þar um sig svo kalla þurfti til meindýraeyði.
Hvað borðar þú til að láta þér líða betur?
Ég hef aldrei hallað mér að mat af tómri vanlíðan.
Heldur gripi ég til svefnsins.
Hvað áttu alltaf til í ísskápnum?
Mjólk, skyr, ost og svo auðvitað fullt af naglalökkum!
Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvað tækirðu með
þér?
Ég hlýt að mega nefna Jack, ráðagóða lækninn úr
Lífsháskaþáttunum. Hann yrði ekki lengi að verða
mér úti um steikur eða jafnvel koma mér í burtu af
þessari eyju. Þangað til nösluðum við í fríhafnarna-
mmið mitt.
Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað?
Ég hef aldrei borðað neitt skrítið, held ég, en
í fyrra bauð ég tattúveruðum starfsmanni á
Kastrup að borða miðann, sem á stóð að ég
ætti að greiða 7.000 kr. í yfirvigt, ef ég slyppi
við það. „Venjulega þoli ég ekki Íslendinga
en þú ert skemmtileg,“ sagði maðurinn, þreif
af mér miðann, vöðlaði honum saman og
henti honum.
MATGÆÐINGURINN GERÐUR KRISTNÝ GUÐJÓNSDÓTTIR RITHÖFUNDUR
Hjörtu, nýru og lifur versti maturinn