Fréttablaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 82
54 29. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR
Sænska söngkonan Carola, sem
vann Eurovision-keppnina 1991
með laginu Fångad av en Storm-
vind, heldur
aukatónleika í
Grafarvogskirkju
20. desember.
Uppselt varð á
fyrri tónleika
hennar sem
hefjast klukkan
20 og því var
ákveðið að bæta
aukatónleikum
við sem hefjast
sama kvöld
klukkan 22.
Carola ætlar að
flytja efni af
nýrri jólaplötu sinni sem nefnist I
denna natt blir världen ny – Jul i
Betlehem II og inniheldur margar
þekktar jólaperlur. Því má búast
við hlýlegri jólastemningu í
Grafarvogskirkju rétt fyrir jólin.
Miðasala á aukatónleikana er
hafin í Fíladelfíu og á hljomar.is.
Tónleikum
bætt við
CAROLA Sænska
söngkonan
Carola heldur
tvenna tónleika í
Grafarvogskirkju
20. desember.
Leikarinn Jonathan Rhys Mayers
þolir ekki þegar leikkonur neita
að afklæða sig fyrir framan
myndavélina. Mayers leikur
breska konunginn Hinrik VIII í
sjónvarpsþáttunum vinsælu The
Tudors sem sýndir eru á Stöð 2.
„Leikkonur sem tuða og vilja
ekki fara úr fötunum þótt það
standi í handritinu gera mig
brjálaðan! Mig langar að skera af
þeim eyrun,“ segir Mayers.
Vonandi mun ekki koma til þess
þegar íslenska leikkonan Aníta
Briem gengur til liðs
við leikhópinn, en hún
mun fara með
hlutverk þriðju
eiginkonu Hinriks,
Jane Seymore, í
næstu þáttaröð.
Vill leikkon-
ur fáklæddar
JONATHAN RHYS
MEYERS Langar
að skera eyrun
af leikkonum
sem neita að
fækka fötum
framan við
myndavélina.
Næsta plata bandarísku hljóm-
sveitarinnar Weezer heitir ekki
Tout Ensemble og kemur ekki út
22. apríl á næsta ári. Fregnir um
plötuna birtust nýverið á heima-
síðunni albumsix.com og áttu þær
ekki við rök að styðjast. „Weezer
og Geffen Records tengjast
albumsix.com á engan hátt. Nýja
Weezer-platan heitir ekki Tout
Ensemble og það hefur ekkert
verið ákveðið með útgáfudag,“
sagði í yfirlýsingu á heimasíðu
Weezer.
Fólkið á bak við albumsix.com
hefur viðurkennt að um gabb hafi
verið að ræða. Notaði það einnig
tækifærið á síðu sinni til að
kynna nýtt spjallsvæði fyrir
aðdáendur Weezer.
Aðdáendur
gabbaðir
WEEZER Næsta plata hljómsveitarinnar
Weezer kemur ekki út 22. apríl.
Rapparinn Poetrix hefur frestað
útgáfu á fyrstu sólóplötu sinni,
Fyrir lengra komna, þar til í febrú-
ar. „Ég ákvað að vera ekki með í
þessu jólaflóði, ég bara nennti því
ekki,“ segir Poetrix, sem heitir
réttu nafni Sævar Daníel Kolanda-
velu. „Ég vil að fólk kaupi plötuna
af því að það langi að hlusta á hana
en ekki til að gefa litla barninu
sínu pakka. Ég er að gera tónlist
sem nær til fólks og er ekki hluti
af hugmyndafræðilegu oki um það
hvernig best er að hafa markaðs-
setninguna. Ég er kominn með
ógeð á því að fólk sé að kaupa
ímyndir en ekki plötur,“ segir
Poetrix. „Að sjálfsögðu er ég líka
að reyna að koma hip hopinu úr
þessari rotþró sem það hefur verið
í undanfarin ár.“
Platan átti upphaflega að koma
út í byrjun október en þá var
ákveðið að „mastera“ hana og
hljóðblanda á nýjan leik. Hún
kemur til landsins í þessari viku
en þrátt fyrir það ætlar Poetrix að
liggja á henni eins og ormur á
gulli. „Ég er orðinn svo vanur því
að fresta henni. Þetta er eins og
maður sé búinn að vera óléttur í
tvö ár,“ segir hann en platan tók
tvö ár í vinnslu. Við gerð hennar
fékk hann til liðs við sig einvala lið
tónlistarmanna, þar á meðal
Bubba Morthens, Einar Ágúst,
Davíð Þór Jónsson, Steve Samp-
ling, Rósu úr Sometime og Smára
„Tarf“. „Það var stórfengleg upp-
lifun af vinna með þeim. Þetta er
ótrúlega gott fólk í alla staði,“
segir Poetrix, sem lauk nýlega
upptökum á myndbandi við lagið
Draumar sem hann syngur með
Rósu. Er það væntanlegt í spilun í
febrúar. - fb
Frestar sólóplötunni
Vinurinn fyrrver-
andi, Matthew
Perry, leikur
mann sem vaknar
upp einn daginn
sem sautján ára
unglingur í
gamanmyndinni
17. Myndin sækir
hugmynd sína að
einhverju leyti til
hinnar vinsælu
Big frá níunda
áratugnum með
Tom Hanks í aðalhlutverki. Í 17
ákveður hinn sautján ára Perry
að skrá sig í skóla barna sinna svo
hann geti verið nálægt þeim.
Perry sést næst á hvíta tjaldinu
í myndinni The Laws of Motion
þar sem hann leikur á móti Hilary
Swank, Ben Foster og Ginnifer
Goodwin.
Breytist í 17
ára ungling
MATTHEW PERRY
Perry breytist í
sautján ára ungl-
ing í myndinni
17.
Önnur skáldsaga Ara
Trausta Guðmundssonar,
Land þagnarinnar, segir frá
stálpuðum dreng sem spyr
fjölskyldumeðlimi sína um
fortíðina án þess að fá skýr
svör. Fáir vita að um sjálfs-
ævisögulegt verk er að ræða
og að Ari Trausti eyddi, líkt
og sögupersóna bókarinnar,
þremur árum í að leita afa
síns í Þýskalandi.
„Þetta eru eiginlega tvær sögur.
Annars vegar saga af dreng sem
fer að pæla í því af hverju hann
eigi ekki afa eins og önnur börn.
Smám saman kemst hann að því að
enginn veit neitt um afann – ekki
einu sinni amman sem þó átti barn
með honum,“ segir Ari Trausti en
umrætt barn er móðir Ara.
„Drengurinn kemst auk þess að
því að pabbi hans hafi fyrst verið
giftur ömmu hans og síðar mömm-
unni sem var stjúpdóttir hans. Með
henni bjó hann drenginn til og öll
hans systkini. Mæðgunum kynnt-
ist hann þar sem hann var við nám
í Þýskalandi og þær fluttu með
honum hingað til Íslands. Pabbinn
deyr ungur og öllu er þessu lýst í
bókinni, leit drengsins að sjálfum
sér og því hvernig fjölskyldan
hagar sér í tengslum við það sem
ekki má tala um. Inn í þetta fléttast
að pabbinn á fleiri börn,“ segir Ari
Trausti en eitt af umræddum börn-
um er listamaðurinn Erró þótt
nafni hans hafi verið breytt í bók-
inni. Faðir Ara Trausta og Errós
var Guðmundur frá Miðdal.
„Ég fór ekki út í það að nota hin
eiginlegu nöfn og ég leyfði ekki
endilega öllum þeim persónum að
lifa í bókinni sem eru til í raun-
veruleikanum. Samtöl og ýmislegt
annað er skáldskapur en þessir
grófu drættir eru raunverulegir.
Ég fór þá leið að skrifa skáldsögu
til þess að hafa aukið frelsi. Allt
þetta fólk er á lífi ef frá eru talin
foreldrar mínir og amma. Það hefði
verið leiðinlegt að segja rangt frá
eða þurfa að halda aftur af ein-
hverju.“
Ekki er þó öll sagan sögð hér því
inn á milli kafla er fylgst með leit
drengsins, sem þá er orðinn full-
orðinn, að afa sínum í Þýskalandi.
„Þar má sjá bréfaskriftir og tölvu-
póst þar sem drengurinn reynir að
komast að því hver hinn dularfulli
afi var. Hann fannst að lokum en
var þá látinn. Saga afans er mikil
og flókin. Hann lenti til að mynda
í gyðingaofsóknum og bjargaði
sjálfum sér og öðru barni sínu frá
dauða. Það er hálfsystir móður
minnar sem er á lífi í dag en þær
vissu ekki hvor af annarri.“
Ari Trausti eyddi þremur árum í
að leita afa síns. „Í raun var ég ekki
með neitt í höndunum nema nafn.
Það er erfitt að leita að manneskju
í Mið-Evrópu, sem ég gat sagt mér
að væri dáin, með það eitt að vopni.
En margar tilviljanir urðu til þess
að hann fannst. Inn í söguna koma
til dæmis þýskir embættismenn
sem fóru á svig við embættisskyld-
ur sínar með því að hjálpa mér. Ef
ekki hefði verið fyrir þá og aðstoð
fjölskyldunnar hefði ég líklega
aldrei lokið leitinni.“
sigrunosk@frettabladid.is
Ari Trausti fann afa sinn
eftir þriggja ára leit
POETRIX
Rapparinn
Poetrix hefur
frestað útgáfu
á fyrstu plöt-
unni sinni þar
til í febrúar.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/VILH
ELM
PABBINN VAR GIFTUR ÖMMUNNI Ari Trausti
Guðmundsson gefur út eina áhugaverð-
ustu bók ársins, Land þagnarinnar, þar
sem hann setur sína eigin fjölskyldusögu í
skáldskaparbúning. Sagan er bæði marg-
brotin og flókin en inn í hana fléttast leit
söguhetjunnar að afa sínum.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/VA
LLI