Fréttablaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 94
66 29. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. strit 6. sjúkdómur 8. segi upp 9. nagdýr 11. komast 12. stó 14. faðma 16. tímaeining 17. einkar 18. tal 20. tveir eins 21. sjúkdómur. LÓÐRÉTT 1. formóðir 3. rykkorn 4. fræðslu 5. hallandi 7. súrsað grænmeti 10. taug 13. nudda 15. bor 16. tunna 19. í röð. LAUSN LÁRÉTT: 2. baks, 6. ms, 8. rek, 9. mús, 11. ná, 12. arinn, 14. knúsa, 16. ár, 17. all, 18. mál, 20. uu, 21. asmi. LÓÐRÉTT: 1. amma, 3. ar, 4. kennslu, 5. ská, 7. súrkrás, 10. sin, 13. núa, 15. alur, 16. áma, 19. lm. „Ég fæ mér skyrdrykk og kaffi- bolla á morgnana.“ Guðjón Sigmarsson (Gaui litli). „Það er nefnilega styttra í töffara- skapinn hjá manni en fólk heldur,“ segir Gísli Einarsson, annar umsjónarmanna Laugardagslag- anna í Ríkissjónvarpinu. En í síð- asta þætti ráku margir áhorfenda upp stór augu þegar Gísli beraði myndarlegt húðflúr á upphand- leggnum. „Húðflúrið er ekki glænýtt, ég fékk það í Kaupmannahöfn fyrir þremur eða fjórum árum. Lét þá gamlan draum rætast,“ segir Gísli. „Maður er bara alltaf svo vel klæddur að þetta sést ekkert.“ Gísli var einmitt staddur í Kaupmanna- höfn um síðustu helgi. „Ég gekk framhjá húðflúrstofunni á Nýhöfn og dauðlangaði í annað en tími gafst því miður ekki til. Dríf bara í því næst þegar ég fer út!“ segir Gísli. Húðflúrið sem Gísli skartar er mynd af sverði og skildi. „Ég las allar Íslendingasögurnar sem krakki og hef alltaf haft mikið dálæti á öllu sem tengist víking- um,“ segir Gísli. Næsta húðflúr segist hann helst vilja að verði mynd af þórshamri, og kallar þrumuguðinn Þór fyrsta alvöru töffarann. „Þá ætla ég líka að setja það á meira áberandi stað, til dæmis framhandlegginn. Svo ég þurfi ekki að vera nakinn til að það sjáist,“ segir Gísli hlæjandi. „Svo vildi ég alveg bæta enn fleiri húðflúrum við seinna. Þetta er töff, ef það er í hófi.“ -eá Gísla langar í fleiri húðflúr LEYNITÖFFARI Sjónvarpsmaðurinn Gísli Einarsson skartar þessu forláta húðflúri á upphandleggnum. Hann stefnir að því að fá sér fleiri húðflúr í framtíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Mér líst bara vel á þetta. Þetta var persónu- legt boð frá Letiziu Moratti, borgarstjóra í Mílanó,“ segir Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri sem verður viðstaddur árlega opnun Scala-óperunnar í Mílanó hinn 7. desember næstkomandi. Dagur heldur í byrjun næsta mánaðar til Ítalíu. Þar verður hann viðstadd- ur ráðstefnu á vegum Youth in Europe, sameiginlegs forvarnaverkefnis evrópskra borga. Dagur hefur lagt sitt af mörkum fyrir Youth in Europe en markmið verkefnisins er að berjast gegn misnotkun ungmenna á vímuefnum og áfengi. Nýtt leikár Scala-óperunnar hefst jafnan hinn 7. desember og er opnunin mikill viðburður. Þangað er boðið ítölsku mektar- fólki og ráðamönnum víðs vegar að úr Evrópu. Í fyrra var Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á meðal kunnra gesta sem og fatahönnuðurinn Donatella Versace. Dagur B. Eggertsson segir að hann geti seint talist mikill óperuunnandi en hann hlakkar þó til. „Ég viðurkenni það fúslega að ég hef ekki farið oft í óperuna. Þetta verður þó áreiðanlega mjög skemmtileg upplifun enda er Scala óperuhús á heimsmælikvarða.“ Heimsókn Dags í Scala-óperuna verður þó enginn skottúr. Frumsýningarverkið er Tristan og Ísold eftir sjálfan Wagner. Hermt er að frumsýningardagskráin standi í næstum fimm klukkustundir. „Já, þetta er Wagner. Þetta er nú ekki beint af léttustu gerð,“ segir Dagur. - hdm Borgarstjóri í fimm tíma óperuveislu DAGUR Í SCALA Borgarstjóri verður viðstaddur árlega opnun Scala-óperunnar. Arna Dögg Einarsdóttir, kona hans, verður með í för. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Athafnamaðurinn Jón Ólafsson stefnir á að gera íslenska vatnið Icelandic Glacial að stærsta vöru- merki Íslendinga. Í ítarlegu viðtali við Financial Times segir hann að stefnan sé að slá út Icelandair. Íslenska vatnið eigi að sigra heim- inn. Eins og komið hefur fram í fjöl- miðlum hyggst Jón byggja verk- smiðju í Ölfusi sem á að geta fram- leitt þrjátíu þúsund flöskur á klukkustund og hefur þegar gert dreifingarsamning við stærsta dreifingarfyrirtæki Bandaríkj- anna, Anheuser-Busch. Jón hefur fulla trú á vörunni sinni þótt hann viðurkenni að þetta hafi reynst vera meiri vinna en hann bjóst við og þá ekki síst við að koma vatninu á framfæri í Banda- ríkjunum. „Þetta var virkilega erf- itt, mun erfiðara heldur en ég hélt,“ segir Jón við Financial Times. En athafnamaðurinn dó ekki ráðalaus og hafði samband við stærsta dreif- ingaraðila drykkjavara í Banda- ríkjunum sem reyndist vera Anheuser-Busch en fyrirtækið hafði ekkert vatn á sinni könnu. Og þar með fór boltinn að rúlla. „Fjöldi íslenskra fyrirtækja hefur reynt þetta en þau hafa öll gert sömu mistökin, með því að vera með ein- hverja fjöldaframleiðslu. Við erum með lúxusvöru í höndunum og ætlum því að höfða til þess mark- aðar,“ segir Jón. Hann óttast jafn- framt ekki keppinautana á þessu sviði og þótt hann geri ekki mikið af því að gagnrýna andstæðinga sína segist Jón ekki fá mikla fersk- leikatilfinningu þegar hann heyrir til að mynda Fiji. „Slíkt minnir mann bara á pálmatré og hita.“ Blaðamaður Financial Times rifjar upp skrautlega fortíð Jóns hér á landi og þar kemur fram að hann hafi hætt í skóla aðeins sex- tán ára gamall til að snúa sér að tónlist. Hann hafi síðan hrist ræki- lega upp í ljósvakahefð landsins með stofnun Stöðvar 2 en hrökkl- aðist að eigin sögn úr landi sökum pólitískra ofsókna. En nú er hann sem sagt kominn aftur. Og athafnamaðurinn hefur svo sannarlega munninn fyrir neðan nefið og gagnrýnir markaðssetn- ingu Íslendinga á eigin landi. Þannig hafi Egils til að mynda reynt að nota nekt og kynþokka í ímyndarauglýsingu fyrir vatnið sitt en Jón segir það einfaldlega hafa verið mistök. „Það er ekkert kynferðislegt við vatn heldur snýst það eingöngu um heilsu,“ segir Jón. „Ísland hefur verið selt eins og það sé Bangkok með tilheyrandi tilvísunum í kynlíf en það er algjör- lega röng aðferðafræði,“ segir Jón og rifjar upp víðfræga auglýsingu með þremur stúlkum sem voru klæddar í einni lopapeysu. Og bætir síðan við: „Stærsta vöru- merkið á Íslandi er Icelandair. Við ætlum okkur að verða stærri en það,“ segir hann. freyrgigja@frettabladid.is JÓN ÓLAFSSON: GAGNRÝNIR MARKAÐSSETNINGU ÍSLANDS Jón Ólafsson ætlar að verða stærri en Icelandair MÆTTUR AFTUR Jón Ólafsson segir það hafa verið meiri vinnu en hann bjóst við að koma Icelandic Glacial á framfæri í Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Margir af helstu tónleikahöldurum landsins fengu nýverið bréf frá umboðsmanni rokk- hljómsveitarinnar Rage Against the Machine sem tryllti lýðinn í Kaplakrika á Listahátíð í Hafnarfirði á síðustu öld. Umboðsmaðurinn ku víst vera sá sami og er með Chris Cornell á sínum snærum og voru meðlimir sveitarinnar ansi áhugasamir um að endurtaka tónleika hér á landi. Hins vegar verður lítið af því tónleikahaldi því marxistarnir í Rage eru víst nokk- uð dýrir og enginn tónleikahaldari treysti sér til að flytja þá inn. Pétur Þór Gunnarsson opnaði loks sitt nýja gallerí sem ber nafnið Gallerí Borg. Töluverður fjöldi lagði leið sína í Skipholtið á laugardag til að heilsa upp á Pétur og meðal þeirra voru nokkrir gamlir viðskiptavinir og vandamenn Péturs. Fyrsta sýningin í galleríinu voru myndir eftir Pétur Þór sjálfan og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa yfir tuttugu verk verið seld á þeim stutta tíma sem liðinn er síðan galleríið var opnað. Sjónvarpsþátturinn Mangó fer í loftið í kvöld á Stöð 2 Sirkus. Stjórn- endur þáttarins eru sigurvegararnir úr Leit Strákanna sem fram fór fyrr á þessu ári en þetta eru þau Hallur, Eiríkur og Sara. Sam- kvæmt lýsingu á þættinum verður hann með svipuðu sniði og Strákarnir. Knattspyrnumaðurinn Grétar Rafn Steinsson og fegurðardrottningin Manúela Ósk Harðardóttir gengu í hjónaband í Hollandi í fyrradag. Brúðkaupið var lítið og látlaust enda fór það fram hjá borgardómara og aðeins allra nánustu ættingjar voru viðstaddir. Brúðhjónin voru þó klædd í sitt fínasta púss, Manúela í hvítum, hlýralausum kjól og Grétar í svörtum jakka- fötum. Sonur Manúelu, Jóhann Grétar, var hringaberi. - fgg/sók FRÉTTIR AF FÓLKI Gnoðarvogi 44, s. 588 8686. Opið 10-18:15 laugardaga 11-14. Þú færð aðeins það besta hjá okkur STÓR HUMAR, HÖRPUSKEL, LÚÐA RISARÆKJUR, SKÖTUSELUR, LAX NÝLÖGUÐ SJÁVARRÉTTASÚPA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.