Fréttablaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 36
[ ] Björn Ólafsson, eigandi Brims á Laugavegi, segir brettafatn- að vera orðinn að hátískuvöru sem ryðji brautina þegar kemur að nýjum tísku- bylgjum. „Það sem er heitast í dag er að vera með rosalega mikið prent á öllum fatnaði,“ segir Björn og bætir við að hönn- unin gangi algjörlega út á prentið um þess- ar mundir. „Það er sama hvort það eru bolir, hettupeysur, fínni peysur eða annað. Þetta er allt með mismunandi prenti,“ segir hann og nefnir sem dæmi röndótt, köflótt, teinótt og tíglamunstur. „Það má segja að þetta sé flott tíska fyrir athyglissjúka því þetta gengur allt út á liti og prent. Á hinn bóginn er hægt að fá fatnað sem er alveg lát- laus en allt þarna á milli er ekki að gera sig í dag,“ segir Björn. Spurður hvaða litir séu mest í gangi núna segir Björn að sá svarti sé alltaf klassískur. „Dökk- grátt, brúnt og hvítt er voðalega vinsælt líka og rýkur út. Svo er rautt alltaf klassískt. Þetta eru í rauninni bara þessir hefð- bundnu litir sem eru alltaf nema bara í allt öðruvísi formi en venjulega.“ Um snið á fatnað- inum segir Björn að tvennt sé í gangi. „Helmingurinn er í svokölluðum „slim fit“ fatnaði en rest- in í þessari venju- legu þægilegu vídd,“ segir hann en almennt sé lagt upp með að brettafatnaðurinn sé þægi- legur. Björn segir brettafyrirtækin hafa elt tískulínurnar hér áður fyrr en nú sé það allt breytt því tísku- fyrirtækin séu farin að eltast við brettatískuna í dag. „Maður sér það greinilega þegar skoðað er í búðir að nú eru allir að eltast við prentið og fleira sem brettaframleiðendur byrjuðu með,“ segir Björn. Brim býður upp á yfir tuttugu brettamerki og þar af eru Element og Billabong vinsælust enda eru það risarnir í heimi brettatískunnar. Að sögn Björns er Brim með gríðar- lega stóran hóp viðskiptavina. „Það er langt frá því að við séum bara að selja brettafólki föt. Brettatískan er einfaldlega hátískan í dag.“ sigridurh@frettabladid.is Björn segir úlpurnar í Brim renna út eins og heitar lummur og hann hafi varla undan að panta fleiri. Reglan sé að panta aðeins fáar af hverri tegund til að fyrirbyggja að allir séu í eins úlpum. Hettupeysur eru eitt það vinsælasta í dag og hér er ein falleg með áprentuðu munstri. Björn Ólafsson, eigandi Brims, segir brettatískuna fyrst og fremst eiga að vera þægilega og er hún í dag hátískuvara. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR Jólakjólinn er gott að velja tímanlega svo maður lendi ekki í stressi og sitji kannski uppi með rándýran og ómögulegan kjól. Þá er betra að gefa sér tíma og velja vel og vandlega eða vera einfaldlega búin að ákveða að nota eitthvað sem til er. Brettatískan er hátíska Fullkominn fögnuður FÁGAÐUR EINFALDLEIKI, EINS OG COCO SJÁLF VILDI HAFA HANN. Nú fyrir jólin minnir franska tískuhúsið Chanel á ilminn Coco Mademois- elle í undurfagurri spiladós þar sem fagna hvor annarri í art deco-spegla- sal spiladósarinn- ar smækkuð út- gáfa bresku kvik- myndastjörnunnar Keiru Knightley, sem er nýtt andlit Coco Mademoiselle, og agnarsmá parfum- flaska af þessum ögr- andi, töfrandi aust- rænum ilmi sem lýst er eins og Coco Chanel var sjálf. Í sjónvarpsauglýs- ingum má sjá Keiru klæðast purpurarauð- um síðkjól sem Karl Lagerfeld sérhann- aði fyrir þetta tilefni, en Coco Mademois- elle er álitin mesta „ungfrúin” af Chanel- ilmvötnunum. - þlg SÚKKULAÐIVAX HAFRAVAX SÚKKULAÐISTRIMLAR FYRIR ANDLIT OG LÍKAMA Háreyðingavax sem hægt er að hita í örbylgjuofni og einnig vaxstrimlar ATH. Súkkulaðivax hentar vel fyrir viðkvæma líkamshluta ÚTSÖLUSTAÐIR: Árbæjarapótek, Fjarðakaup og Lyfjaval Margar gerðir af búningasilfri. Þetta er ódýrasta mynstrið. Allt sem þarf á upphlutinn, settið frá 90.530, kr. Allar upplýsingar um hefð og gerðir búninga eru veittar á staðnum. Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160. Sérverslun með kvensilfur Augnháralitur og augnbrúnalitur Tana® Cosmetics SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR NÝTT!! Plokkari með ljósi Bæjarlind 6 • s. 554 7030 Eddufelli 2 • s. 557 1730 Opið virka daga 10 - 18 Opið laugard. í Bæjarlind 10 - 16 og Eddufelli 10 - 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.