Fréttablaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 2
2 29. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR
HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðisstofn-
anir í nágrenni Reykjavíkur verða
styrktar með auknum fjárfram-
lögum upp á tugi eða hundruð
milljóna króna á fjárlögum ársins
2008. Stefnt er að því að flytja
verkefni frá Landspítala til að
létta álagi.
Þetta mun koma fram í breyt-
ingartillögum á fjárlagafrum-
varpinu, sem mælt verður fyrir
við aðra umræðu um frumvarpið
á Alþingi í dag. Um er að ræða
stofnanir í svokölluðum Kraga, til
dæmis Heilbrigðisstofnun Suður-
lands, Sjúkrahúsið á Akranesi og
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Gunnar Svavarsson, formaður
fjárlaganefndar, staðfestir að
rætt sé um að styrkja rekstrar-
grunn stofnana í nágrenni Reykja-
víkur í samræmi við hugmyndir
um færslu verkefna.
Upplýst verður í dag hversu
háar upphæðir er um að ræða, en
Gunnar segir um verulegar upp-
hæðir að ræða, tugi eða hundruð
milljóna króna aukningu á fjár-
framlögum til rekstrar sjúkra-
stofnananna miðað við þær upp-
hæðir sem kynntar voru í
upphaflegu fjárlagafrumvarpi.
„Til þess að umræddar stofnan-
ir geti tekið við verkefnum þurfa
þær auknar fjárveitingar,“ segir
Gunnar.
Heilbrigðisráðuneytið sendi
heilbrigðisstofnunum í nágrenni
borgarinnar bréf seint í október
þar sem spurt er hvort stofnan-
irnar geti sinnt auknum verkefn-
um.
Magnús Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Heilbrigðisstofn-
unar Suðurlands, segir að hann
hafi tekið jákvætt í erindi ráðu-
neytisins, verið sé að byggja við
stofnunina en mögulega þurfi að
ráða starfsfólk til að sinna aukn-
um verkefnum.
Magnús Pétursson, forstjóri
Landspítalans, segist hafa heyrt
af áformum um að styrkja fjár-
hag sjúkrahúsanna í Kraganum til
þess að þau geti tekið við verkefn-
um. Ekki sé þó farið að ræða
hvaða verkefni væri best að
flytja.
„Auðvitað liggur nærri hendi að
tala um sjúklinga úr heimahéraði,
að það verði gert allt sem hægt er
heima fyrir,“ segir Magnús Pét-
ursson. Við það megi svo bæta
öðrum verkefnum sem þessar
stofnanir treysti sér til að taka að
sér.
Sjúkrahúsin í nágrenni Reykja-
víkur hafa undanfarið tekið að sér
ýmis verkefni. Þannig hefur
Sjúkrahúsið á Akranesi til að
mynda gert fjölda liðskiptaað-
gerða undanfarið til að stytta bið-
lista á Landspítalanum.
brjann@frettabladid.is
Til þess að umræddar
stofnanir geti tekið við
verkefnum þurfa þær auknar
fjárveitingar.
GUNNAR SVAVARSSON
FORMAÐUR FJÁRLAGANEFNDAR
RÚSSLAND, AP Kosningabaráttan fyrir forsetakjör í
Rússlandi hófst formlega í gær, aðeins fjórum
dögum fyrir þingkosningarnar sem verða á sunnu-
daginn.
Ekki er enn vitað hver verður frambjóðandi
Sameinaðs Rússlands, flokks Vladimírs Pútín
forseta. Hann getur sjálfur ekki verið í framboði
vegna þess að stjórnarskráin heimilar ekki að
forseti sitji lengur en tvö kjörtímabil í röð.
Vinsældir Pútíns eru þó það miklar að í raun getur
hann valið arftaka sinn. Nokkuð öruggt þykir að
frambjóðandi flokksins, hver svo sem hann verður,
muni sigra þann 2. mars næstkomandi, rétt eins og
öruggt þykir að Sameinað Rússland beri sigur úr
býtum í þingkosningunum um helgina.
Margir aðrir hafa þó boðað forsetaframboð, þar á
meðal Garrí Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í
skák, sem nú situr í fangelsi í Moskvu fyrir að hafa
skipulagt mótmæli gegn Pútín um síðustu helgi.
Aðrir frambjóðendur verða meðal annars Gennadí
Sjúganov, leiðtogi Kommúnistaflokksins, Mikhaíl
Kasjanov, sem var fyrsti forsætisráðherra Pútíns en
er nú í stjórnarandstöðu, Grígorí Javlinskí, leiðtogi
frjálslynda flokksins Yabloko, og Vladimír Búkov-
skí, andófsmaður frá tímum Sovétríkjanna sem nú
býr í London. - gb
VILL KASPAROV LAUSAN Boris Nemtsov, leiðtogi Bandalags
hægriafla, krafðist þess að Garrí Kasparov yrði látinn laus.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Kosningabarátta fyrir forsetakjör formlega hafin í Rússlandi:
Pútín getur valið arftaka sinn
LÍFEYRISMÁL „Þetta gengur ekki
upp. Mér sýnist að þessar 100 millj-
ónir séu um þriðjungur af því sem
við þyrftum til að fresta skerðing-
unni,“ segir Vilhjálmur Egilsson,
stjórnarformaður lífeyrissjóðsins
Gildis.
Félagsmálaráðherra hefur í sam-
ráði við fjármálaráðuneytið boðið
lífeyrissjóðunum 100 milljónir
króna, gegn því að sjóðirnir fresti
skerðingu lífeyris hundruða
öryrkja um eitt ár. Afsvar lífeyris-
sjóðanna var boðsent til félags-
málaráðuneytisins í gær. Hrannar
B. Arnarson, aðstoðarmaður ráð-
herra, staðfestir að afsvarið hafi
borist.
Níu lífeyris-
sjóðir, þar sem
Gildi er stærstur,
hyggjast skerða
greiðslur til
öryrkja úr sjóðun-
um um mánaða-
mótin. Matthildur
Hermannsdóttir,
framkvæmda-
stjóri Greiðslu-
stofu lífeyrissjóð-
anna, bendir á að
greiðslur til um 200 manns hækki.
„Það eru bæði plúsar og mínusar í
þessu.“
Greiðslur til um 1.600 einstakl-
inga verða skertar. Eftir því sem
Fréttablaðið kemst næst nemur
tekjutap sumra vegna þessa á milli
40 og 70 þúsund krónum á mánuði.
Sigursteinn Másson, formaður
Öryrkjabandalags Íslands, segir
þetta ósvífið af lífeyrissjóðunum.
„Miðað við nýjustu tölur um hagn-
að þá yrði Gildi tvo til þrjá daga að
vinna þetta upp,“ segir Sigursteinn.
„Þessar upphæðir koma lítið við líf-
eyrissjóðina, en þetta skipti fólkið
sem verður fyrir skerðingunni öllu
máli.“
„Ef við samþykkjum tilboð
félagsmálaráðherra, þá erum við
að skaða sjóðinn og við höfum ekki
heimildir til þess,“ segir Vilhjálm-
ur. - ikh
Níu lífeyrissjóðir ætla að skerða greiðslur til öryrkja um mánaðamótin:
Hafna tilboði félagsmálaráðherra
VILHJÁLMUR
EGILSSON
BELGÍA, AP Bresk kona, Ann
Gordon, lést eftir að átta villi-
hundar réðust á hana þegar hún
var úti að ganga með hund sinn
skammt fyrir utan þorpið
Nedyalsko í Búlgaríu á þriðjudag.
Dánarorsök var fjölmörg
hundsbit og er talið að Gordon,
sem var 56 ára gömul, hafi látist á
staðnum.
Börn sem heyrðu Gordon kalla
á hjálp reyndu að koma henni til
hjálpar en hundarnir réðust þá
einnig á þau. Þau sakaði þó ekki.
Villihundar eru algengt
vandamál í Búlgaríu og er talið að
35.000 villihundar gangi lausir í
höfuðborg landsins, Sofiu. - sdg
Nálægir reyndu að hjálpa:
Kona lést eftir
árás villihunda
MIKIÐ ÓSKAPLEGA
ER ÞETTA GÓÐUR
SKÁLDSKAPUR
– KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR, KILJAN
„JÓN KALMAN ER KOMINN
Í RÖÐ OKKAR MESTU OG
MIKILVÆGUSTU HÖFUNDA“
– PÁLL BALDVIN, FRÉTTABLAÐIÐ
„ÞETTA ER FRÁBÆR SKÁLDSAGA“
–JÓN INGVI, ÍSLAND Í DAG
UTANRÍKISMÁL „Þetta er spennandi
en í þessu felst auðvitað mikil
ábyrgð,“ segir Valgerður Sverris-
dóttir þingmaður en hún hélt til
Rússlands í gærmorgun þar sem
hún mun starfa við kosningaeftir-
lit næstu daga á vegum þing-
mannasambands Öryggis- og
samvinnustofnunar Evrópu.
Tugir þingmanna víðs vegar úr
Evrópu skipta liði milli borga og
héraða Rússlands. Valgerður
verður við störf í borginni
Rosdov. - kdk
Kosningar í Rússlandi:
Valgerður lítur
eftir Rússum
Verkefni verði færð
frá Landspítalanum
Styrkja á heilbrigðisstofnanir í nágrenni Reykjavíkur og færa til þeirra verkefni
til að létta á Landspítalanum. Fjárheimildir gætu aukist um hundruð milljóna
króna. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvaða verkefni muni færast.
LANDSPÍTALINN Til að hægt sé að létta álagi af Landspítalanum þarf að auka fjár-
framlög til annarra heilbrigðisstofnana um tugi eða hundruð milljóna króna.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
BÓKMENNTIR „Ég hef ekki lesið
bókina og sé ekki að ég muni hafa
tíma til þess á næstunni,“ segir
Halldór Ásgrímsson, um ævisögu
Guðna Ágústssonar, Guðni af lífi
og sál, sem nýlega kom út.
Halldór segist þó hafa heyrt
ýmislegt um bókina. Spurður
hvort hann telji frásögn Guðna
koma heim og saman við minning-
ar sínar segist hann ekki vilja tjá
sig um það fyrr en eftir lestur.
Spurður um hvort rétt hafi verið
að Guðna hafi lítið verið gefið um
fjölmiðlafrumvarpið sem lagt var
fram árið 2003 svaraði Halldór:
„ekki minnist ég nú þess,“ en vildi
ekki tjá sig frekar um málið að
sinni. - kdk
Halldór Ásgrímsson:
Hefur ekki lesið
bók Guðna
Fauk í MR-ingana?
„Nei þetta var afskaplega skemmti-
legt fólk og öll þreyta var fokin út í
veður og vind daginn eftir.“
Fimmtíu manna hópur gamalla
skólafélaga úr MR lenti í hrakningum á
sunnudaginn vegna óveðurs í Borgarnesi.
Unnur Halldórsdóttir, eigandi Hótels
Hamars, leyfði fólkinu að gista endur-
gjaldslaust hjá sér.
SLYS Maður á áttræðisaldri lést í
umferðarslysi á Suðurlandsvegi
nálægt Litlu kaffistofunni eftir
hádegi í gær. Fólksbíll sem
maðurinn ók austur fór yfir á
rangan vegarhelming og lenti
framan á vinstra horni vörubíls
sem var á leið vestur. Maðurinn
er talinn hafa látist samstundis.
Ökumaður vörubílsins slasaðist
óverulega, en báðir ökumenn
voru einir í bílum sínum. Suður-
landsvegi var lokað fram til hálf
sex, en á meðan var umferð beint
um gamla Suðurlandsveginn
austan við Sandskeið. Vegurinn
var blautur þegar slysið átti sér
stað en hálkulaus.
Þetta er fjórtánda banaslysið í
umferðinni á þessu ári. - sþs
Banaslys á Suðurlandsvegi:
Ók framan á
vörubíl og lést
HELLISHEIÐI Bíllinn endaði utan vegar
eftir áreksturinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR
FRAKKLAND, AP Nicolas Sarkozy
Frakklandsforseti hét því í gær að
refsa óeirðaseggjum sem skutu á
lögreglu í óeirðunum í úthverfum
Parísar eftir að hann heimsótti á
sjúkrahús einn lögreglumannanna
sem særðust. Lögregluyfirvöld
segja tíu lögreglumenn hafa særst
eftir að skotið var á þá úr hagla-
byssum á mánudagskvöld, en
verkalýðsfélög lögreglumanna
segja 30 hafa særst.
Mikill viðbúnaður lögreglu var í
gærkvöldi til að reyna að koma í
veg fyrir ofbeldi. Átökin hófust á
sunnudagskvöld eftir að tveir
unglingspiltar létust í árekstri
bifhjóls þeirra við lögreglubíl. - sdg
Refsa fyrir árás-
ir á lögreglu
VIÐ ÖLLU BÚNIR Lögreglumenn í
óeirðabúningi stóðu vaktina í gærkvöld í
úthverfum Parísar. NORDICPHOTOS/AFP
SPURNING DAGSINS