Fréttablaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 18
18 29. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR Svona erum við fréttir og fróðleikur > Fjöldi veiddra laxa í ám á Suðurlandi. HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS 5. 66 5 3. 19 6 9. 07 2 1998 2002 2006 Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu tilkynnti nýlega að ekki yrðu sendir kosningaeftirlitsmenn til að fylgjast með forsetakosningunum í Rússlandi sem fram fara á sunnudaginn. Ástæðan var sögð sú að rússnesk yfirvöld hefðu dregið of lengi að gefa út vegabréfsáritanir og að þau hefðu einungis ætlað að leyfa 70 eftirlitsmenn. Hvað er kosningaeftirlit? Kosningaeftirlit er þegar sjálfstæðir aðilar, yfirleitt frá öðru landi eða stofnanir sem eru ekki á vegum stjórnvalda, fylgjast með að framkvæmd kosninga gangi eðlilega fyrir sig. Sérstök yfirlýsing um grunngildi og framkvæmd kosningaeftirlits var gerð árið 2005 sem yfir 20 stofnanir og samtök eru aðilar að. Yfirlýsingin var gerð að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna. Hverjir sinna kosningaeftirliti? Stærsta eftirlitsstofnunin er deild á vegum Sameinuðu þjóðanna sem sinnir aðstoð við kosningaframkvæmd, The United Nations Electoral Assistance Divison (EAD). Sérfræð- ingar á vegum EAD ferðast víða út um allan heim til að hafa eftirlit með kosningum. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) sinnir kosningaeftirliti í 56 aðildarríkjum stofnun- arinnar. Öll ríki Evrópu eiga aðild að ÖSE auk Bandaríkjanna, Kanada, Kasakstans, Kirgisíu, Tad- sjikistans, Túrkmenistans og Úsbekistans. Kosningaeftirlit fer einnig fram á vegum aðila á borð við Evrópusambandið og Afríku- bandalagið auk fleiri. Hvernig fer kosningaeftirlit fram? Kosningaeftirlitsmenn grípa ekki til beinna aðgerða verði þeir varir við kosningasvindl heldur felst aðhald þeirra í því að safna upplýsingum um það og greina síðan frá. Þeir starfa einkum á svæðum þar sem talið er að hætta geti verið á kosn- ingasvindli þar sem þeir fara í óvæntar heimsóknir á kjörstaði og skrá niður það sem þeir verða varir við. Heimild: www.wikipedia.org, www.osce.org, www.un.org. FBL-GREINING: KOSNINGAEFTIRLIT Aðhald felst í upplýsingaöflun eftirlitsaðila kokka.is Opið mán.- föstud. 10-18 og lau. 10-16 www.kokka.is kokka@kokka.is Á heimasíðunni deCODE - me.com getur fólk pantað rannsókn á erfðamengi sínu. Læknar hafa meðal annars áhyggjur af því að fólk rangtúlki upplýsing- arnar og þær kveiki í þeim sjúkdómahræðslu. Íslensk erfðagreining (ÍE) opnaði nýverið heimasíðuna, deCODEme. com. Þar getur fólk pantað rann- sókn á erfðamengi sínu og borið það saman við upplýsingar um erfðafræðilega áhættu á sautján sjúkdómum. Nú þegar hefur fjöldi fólks sótt um þjónustu deCODEme og fjölmargar fyrirspurnir borist. DeCODEme keppir við tvö önnur fyrirtæki, 23andMe, sem að hluta til er í eigu Google og Navig- enics, sem bæði eru staðsett í Bandaríkjunum. Erfðafræði og upplýsingar um erfðafræðilega gerð fólks vekur alltaf upp siðferðilegar spurning- ar. Þær spurningar sem vakna varðandi heimasíðu ÍE eru annars vegar hvernig Íslensk erfðagrein- ing getur tryggt öryggi upplýs- inga um erfðamengi viðskiptavina sinna. Hins vegar hvort upplýs- ingarnar séu gagnlegar, eða hvort þær geti reynst skaðlegar. Mikil umræða fer fram víða um heim um þessa þrjá gagnagrunna. Hver á tunguspaðann? Ekki er ljóst hvernig ÍE getur tryggt öryggi upplýsinganna sem þeim berast, eða hvort verið sé að gefa upp upplýsingar um við- skiptavininn sem borgar fyrir greininguna, eða einhvern annan. Þegar viðskiptavinur ÍE kaupir þjónustu deCODEme fær hann sendan tunguspaða sem hann notar til að safna DNA-sýni innan úr kinnunum. Tunguspaðann send- ir hann svo aftur til baka og fær greiningu á erfðamengi sínu. Erfðamengið ber hann sjálfur saman við gagnagrunn ÍE. ÍE getur ekki tryggt að DNA- sýnið á tunguspaðanum sé úr þeim sem sendir hann og mega við- skiptavinir ÍE notast við dulnefni, svo ekki einu sinni fyrirtækið veit hvern það skiptir við. Auk þess er hægt að senda DNA-sýni tveggja einstaklinga og bera þau saman. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, segir fyrirtækið ekki bera ábyrgð á því að sannreyna hvort tungu- spaðinn beri DNA-sýni úr við- skiptavininum eða öðrum manni. Þá segir hann ljóst að til þess að rangt DNA berist þurfi að koma til ofbeldis og lögbrota, sem fyrir- tækið getur ekki gengið í ábyrgð fyrir. Komi til þess að íslenska ríkið setji reglur um gagnagrunninn verði gerðar strangari kröfur um að upplýsingarnar komi frá rétt- um aðila, að mati Jóns Snædals, formanns siðfræðinefndar Lækna- félags Íslands. Reglurnar vantar Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra sagðist, í fyrir- spurnartíma á Alþingi, ætla að láta skoða reglusetningu um þjón- ustu Íslenskrar erfðagreiningar. Ráðherrann telur jákvætt að menn geti aflað upplýsinga um sjálfan sig og eigin heilsu, en hlutirnir væru flóknari þegar kæmi að nánum ættingjum og full ástæða væri til þess að kanna málið betur. Þá sagðist ráðherra hafa hugsað sér að kalla til aðila á borð við sið- fræðinefnd Læknafélags Íslands, sem áður hefur fjallað um málefni Íslenskrar erfðagreiningar. Ráðherra hafði ekki haft sam- band við Læknafélagið fyrr í vik- unni en siðfræðinefndin hafði tekið málið upp af sjálfsdáðum og hélt um það fund á þriðjudags- kvöld. Upplýsingum stolið Áhyggjuraddir heyrast um að erfðaupplýsingunum gæti verið stolið eða að tryggingafélög geti í framtíðinni nýtt upplýsingarnar með einhverjum hætti. Í vátryggingalögum er trygg- ingafélögum bannað að safna upp- lýsingum um heilsufar skjólstæð- inga sinna. Í umsögn Læknafélags Íslands um frumvarp til laga um vátryggingasamninga segir aftur á móti að ekki sé nægilega fast kveðið á um persónuvernd. Umræðan fer einnig fram í Bandaríkjunum. Hank Greely, lagaprófessor við Stanford- háskóla, segir í viðtali við Mer- cury News að fyrirtækin geti auð- veldlega afvegaleitt viðskiptavini sína. Upplýsingarnar séu ófull- komnar og geti valdið fólki óþarfa áhyggjum. Jón Snædal tekur undir með Greely. Hann segir lækna helst hafa áhyggjur af því að fólk rangtúlki upplýsingarnar og þær kveiki í fólki sjúkdómahræðslu, sem ýmsir séu illa haldnir af. Keppinautar deCODEme Keppinautar deCODEme eru tvö bandarísk fyrirtæki; 23andME og Navigenics. Erfðafræðisíðan 23andMe er að hluta til í eigu Google og er annar stofnenda síðunnar, Anne Woj- cicki, eiginkona Sergey Brin, eins stofnenda Google. Markmið 23and me er að safna nægilega miklum upplýsingum svo hægt sé að fram- kvæma stórar rannsóknir. Meðal fjárfesta í Navigenics er Kleiner Perkings, sem einnig teng- ist Google. Navigenics heldur því fram að fyrirtækið bjóði aðra þjónustu heldur en 23andMe, en hefur ekki útskýrt nánar í hverju munurinn felst. Upplýsingar frá deCODEme geta aukið sjúkdómahræðslu TUNGUSPAÐI Í PÓSTI Notendur deCODEme fá tunguspaða sendan í pósti og nota hann til þess að safna DNA. ERFÐARANNSÓKNIR Rannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar og annarra viðlíka fyrirtækja skapa gjarnan miklar umræður um sið- ferðileg málefni. FRÉTTASKÝRING EVA BJARNADÓTTIR eva@frettabladid.is Verð á dísilolíu og bensíni hefur aldrei verið hærra en nú. Lítrinn af dísilolíu fór í 142,4 krónur á mánudag. Runólfur Ólafsson er framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Ef olían er keypt með dollurum og krónan heldur áfram að styrkjast, hvers vegna hækk- ar olían svona mikið? „Það er einfald- lega vegna þess að hækkun á heimsmarkaði hefur verið meiri en gengisbreytingin á dollaranum.“ Hvað veldur þessari hækkun á heimsmarkaði? „Meginástæðurnar eru stóraukin eftirspurn, fyrst og fremst frá nýjum efnahagsveldum eins og Kína og Ind- landi. Síðan hefur órói í heimsmálum, eins og hugsanleg innrás Bandaríkja- manna í Íran, töluverð áhrif.“ Hvað er til ráða fyrir neytendur? „Á þessum tímapunkti er ástæða til að þrýsta á stjórnvöld að draga úr ofurgjöldum á eldsneyti, þegar meira en helmingur af hverjum seldum dropa fer í ríkissjóð. Svo getum við reynt að hafa áhrif á eyðsluna með breyttu aksturslagi og kauphegðun.“ SPURT & SVARAÐ HÆKKANDI VERÐ Á BENSÍNI OG OLÍU Aukin eftir- spurn og órói RUNÓLFUR ÓLAFSSON, framkvæmda- stjóri FÍB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.