Fréttablaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 6
6 29. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR
ÚRSKURÐARMÁL Meðlimir AA-sam-
takanna mega eftirleiðis ekki
reykja innandyra á fundarstað
sínum í Vestmannaeyjum.
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands
hafði veitt leyfi fyrir reykingum í
herbergi inn af eldhúsi í húsi sem
Vestmannaeyjabær á en AA-menn
hafa til umráða.
„Þetta verður ekki vinsælt hjá
okkar fólki. Af einhverjum ástæð-
um er það svo að flestir hérna
reykja og það er dálítið heilagt
fyrir þeim að fá að gera það óáreitt-
ir. En auðvitað hafa þeir sem ekki
reykja líka sinn rétt svo reykinga-
fólkið verður víst einfaldlega að
vera úti,“ segir oddviti AA-samtak-
anna í Vestmannaeyjum.
Einn félagsmanna í AA í Eyjum
óskaði eftir því í desember 2006 að
reykingar yrðu bannaðar í AA-hús-
inu. Heilbrigðiseftirlitið brást við
með því að mælast til þess við AA-
samtökin að banna reykingarnar.
Skömmu síðar barst Heilbrigðiseft-
irlitinu bréf frá samtökunum þar
sem fram kom að nú væri kvartað
undan því að ekki mætti reykja í
húsinu. Sú kvörtun var byggð á því
að margir ættu erfitt með að hætta
samhliða að drekka og reykja. Af
þessari ástæðu heimilaði Heilbrigð-
iseftirlitið reykingarnar.
Þessa niðurstöðu sætti félags-
maðurinn sig ekki við og kærði
Heilbrigðiseftirlitið til úrskurðar-
nefndar um hollustuhætti og meng-
unarvarnir. Fyrir úrskurðarnefnd-
inni kom fram það sjónarmið
Heilbrigðiseftirlitsins að reykher-
bergið inn af eldhúsinu væri ekki
hluti af þjónusturými hússins og að
„þar þyrfti enginn að fara inn nema
til að reykja,“ eins og segir í
umfjöllun úrskurðarnefndarinnar
sem fellst ekki á rök Heilbrigðis-
eftirlitsins í málinu.
Segir úrskurðarnefndin að sam-
kvæmt lögum um tóbaksvarnir séu
reykingar ekki leyfðar í þjónustu-
rými sem almenningur hefði
aðgang að og það ætti við um hús-
næði AA-samtakanna í Vestmanna-
eyjum:
„Úrskurðarnefnd telur að umrætt
herbergi tilheyri þjónusturými
húsnæðisins. Það er inn af eldhúsi
og líklegt að tóbaksreykur eigi
greiða leið um allt hús,“ segir í nið-
urstöðu nefndarinnar.
gar@frettabladid.is
Banna alkóhólistum
að reykja innandyra
Felld hefur verið úr gildi heimild fyrir AA-félaga að reykja í félagsheimilinu í
Vestmannaeyjum eftir að leyfið var kært. Samtökin segja erfitt fyrir marga að
hætta samtímis að drekka og reykja. Bannið verður óvinsælt, segir oddviti AA.
AA-HÚSIÐ Í EYJUM Reykingafólk meðal áfengissjúklinga í Vestmannaeyjum hefur átt
lítið athvarf í einu herbergjanna í félagshúsinu en er nú útlægt þaðan. MYND/ÓSKAR
Sekt vegna kjaftshöggs
Karlmaður í Sandgerði hefur verið
dæmdur í héraðsdómi í 200 þúsund
króna sekt til ríkissjóðs vegna kjafts-
höggs sem hann gaf manni. Honum
var gert að greiða fórnarlambinu 140
þúsund í skaðabætur.
DÓMSMÁL
Kennarar sækja í leikskóla
Grunnskólakennarar sækja nú í störf
í leikskólum borgarinnar þar sem
í boði eru hærri laun og ívilnanir í
formi dagvistunar fyrir börn starfs-
manna. Þetta segir áheyrnarfulltrúi
skólastjóra í menntaráði Reykjavíkur.
REYKJAVÍK
Bjartara skammdegi!
www.IKEA.is
1.990,-
GLÄNSA ljósakrans
hjarta B50, H42 cm
©
In
te
r I
KE
A
Sy
st
em
s B
.V
. 2
00
7
R
V
U
N
IQ
U
E
1
1
0
7
0
3
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
sala@rv.is • www.rv.is
Nr. 11
R
ekstra
Góðar
hugmyndir
Hagkvæmarvistvænar
mannvænarheildarlausnir
1982–2007
Rekstrarvörur25ára
Rekstrarvörulistinn
... er kominn út
A
u
g
lý
si
n
g
a
sí
m
i
– Mest lesið
Finnst þér að þingmenn eigi að
hafa aðstoðarmenn?
Já 25,5 %
Nei 74,5 %
Telur þú að það sé best að búa
á íslandi?
Segðu skoðun þína á vísir.is
VERSLUN Ný stórverslun Hag-
kaupa í Holtagörðum var opnuð á
hádegi í gær. Verslunin er 8.000
fermetrar að stærð eða litlu minni
en Hagkaupsverslunin í Smára-
lind. Boðið verður upp á allt að 50
þúsund vörunúmer og verslun-
inni skipt upp í nokkrar deildir,
sem hannaðar hafa verið með
þægindi viðskiptavina í huga.
Hagkaupsmenn segja að
stærsta kjötborð og salatbar á
Íslandi sé að finna í Holtagörðum
og sérstaklega er hugað að þeim
sem þurfa að slaka á. Hægt verð-
ur að setjast niður, glugga í blöð-
in, kíkja á boltann eða annað það
sem er í sjónvarpi. Verslunin mun
iða af lífi, mikið verður um kynn-
ingar og uppákomur.
Hugmyndafræðin á bak við
verslunina er að hægt sé að fá allt
á sama stað, í einni ferð. Þá skipti
engu hvort verslað sé í matinn
eða jólagjafirnar keyptar.
- shá
Ný stórverslun opnuð í Holtagörðum:
Þægindi fólks í fyrirrúmi
BANDARÍKIN Bandarískum dómara
var vikið frá störfum eftir að
hann lét fangelsa alla þá sem
voru í réttarsal hans þegar
enginn vildi gangast við því að
eiga farsíma sem hafði hringt
meðan á réttarhöldum stóð.
Nefnd sem tók fyrir mál
dómarans, Robert Restaino, sagði
hann hafa úrskurðað „án nokkurs
lagalegs grundvallar“ og hagað
sér eins og „lítilmótlegur
harðstjóri“ að því er fréttavefur
BBC greinir frá.
Dómarinn, sem sagðist hafa átt
í erfiðleikum í einkalífinu á
þessum tíma, hefur 30 daga til að
áfrýja úrskurði nefndarinnar. - sdg
Pirraður yfir símhringingu:
Fangelsaði alla
í réttarsalnum
SIGLINGAR Liðsmenn Landhelgis-
gæslunnar tóku yfir stjórn flutn-
ingaskipsins Axels í gær vegna
ótryggs ástands um borð. Að sögn
Georgs Lárussonar, forstjóra
Landhelgisgæslunnar, þótti áhöfn-
in ekki nægilega samtaka um
stjórn skipsins þegar því var siglt
frá Fáskrúðsfirði til Akureyrar.
Skipið var einnig farið að leka.
Flutningaskipið steytti á skeri
við Borgeyjarboða austan við
Hornafjarðarós á mánudagsmorg-
un. Það var á leið til Póllands með
fisk. Því var siglt til Fáskrúðsfjarð-
ar til skoðunar síðar um daginn.
Eftir skoðun var ákveðið að sigla
því til Akureyrar til viðgerða.
Fljótlega eftir að skipið lagði úr
höfn kom í ljós að leki var um borð
og dælubúnaðurinn hafði ekki
undan. Þar að auki virtist sem
ástandið um borð væri óöruggt.
Því var ákveðið að Landhelgis-
gæslan tæki yfir stjórnina og
sigldi skipinu til Akureyrar.
„Eftir samtöl við yfirmenn
skipsins og útgerð þótti okkur
ástandið á skipinu og almennt
ástand um borð óöruggt, og yfir-
tókum stjórn skipsins í samkomu-
lagi við skipstjóra,“ segir Georg.
Aðspurður hvernig „almennt
ástand um borð“ sé skilgreint
segir hann að menn hafi einfald-
lega ekki verið nægilega samtaka
um stjórn skipsins.
Axel var á leið til Akureyrar
þegar Fréttablaðið fór í prentun,
og átti að koma þangað um klukk-
an þrjú síðustu nótt. - sþs
Landhelgisgæslan tók yfir stjórn flutningaskipsins Axels á leið til Akureyrar í gær:
Áhöfnin þótti ekki nægilega samtaka
Á STRANDSTAÐ Flutningaskipið Axel þar
sem það steytti á skeri við Borgeyjar-
boða austan við Hornafjarðarós.
MYND/HORNAFJÖRÐUR.IS
LÖGREGLUMÁL Harður árekstur
varð á Faxabraut á Akranesi um
ellefuleytið í fyrrakvöld þegar
ökumaður missti stjórn á bíl í
beygju með þeim afleiðingum að
hann hafnaði á kyrrstæðum bíl af
miklu afli.
Þrennt var í bílnum, tveir
karlmenn og ein kona, og voru þau
flutt á sjúkrahúsið á Akranesi til
aðhlynningar. Tvö þeirra voru svo
flutt á slysadeild Landspítalans í
Fossvogi með kvið- og höfuð-
áverka. Auk þess missti annar
karlmaðurinn framan af fingri.
Bifreiðarnar eru taldar ónýtar
eftir áreksturinn, en ökumaður er
grunaður um hraðakstur. - æþe
Harður árekstur á Akranesi:
Grunaður um
hraðakstur
Með dóp á djamminu
Karlmaður var dæmdur í Héraðsdómi
Norðurlands eystra í fyrradag til að
greiða sextíu þúsund krónur í sekt
fyrir að hafa verið með um tvö og
hálft gramm af amfetamíni í fórum
sínum, þegar lögregla hafði afskipti
af honum á skemmtistað á Akureyri
í maí. Ákærði rauf skilorð með broti
sínu, en hann á langan sakaferil að
baki.
DÓMSMÁL
NÝJA VERSLUNIN Ýmsar uppákomur voru í Hagkaupum á fyrsta starfsdegi í gær.
Stærsta kjötborð og salatbar er að finna í versluninni.
KJÖRKASSINN