Fréttablaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 30
30 29. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR Neytendur sjá það töluvert svart- ara nú en í síðasta mánuði. Þetta sýnir væntingavísitala Gallup, sem mældist 116 stig fyrir nóvember. Það er lækkun um 13,2 prósent frá því í október. Sérstaklega koma áhyggjur neyt- enda fram í undirvísitölunni sem mælir mat á efnahagslífinu. Hún mælist 91,7 stig. Gildi undir hundr- að stigum gefur til kynna að fleiri séu neikvæðir en jákvæðir. Vænt- ingar til sex mánaða mælast einnig undir hundrað stigum, eða 99,5 stig. Væntingar neytenda virðast hafa snúist við umrót á fjármálamörk- uðum undanfarnar vikur, að því er segir í Morgunkorni Glitnis. Veik- ari króna og lækkandi hlutabréfa- verð virðast því hafa haft bein áhrif á huga neytenda. - hhs SKAMMDEGI Neytendur sjá tilveruna töluvert dekkri litum nú en í síðasta mánuði ef marka má væntingavísitölu Gallups. Aukin bölsýni Heimsmarkaðsverð á framvirkum samning- um á hráolíu lækkaði um 0,7 prósent á fjár- málamörkuðum í gær eftir að OPEC-ríkin, samtök olíuútflutnings- ríkja, greindu frá því að þau ætli að bregðast við hárri verðlagningu á svartagullinu með talsvert aukinni fram- leiðslu í næsta mánuði. Þetta er þriðji dagur- inn í röð sem olíuverðið lækkar á heimsmarkaði. Fréttaveita Bloomberg hefur eftir Ali al-Naimi, olíumálaráð- herra Sádi-Arabíu, að samtökin ætla að auka fram- leiðsluna um 22 pró- sent í desember enda sé útlit fyrir að hátt verð á eldsneyti og olíu til húshitunar geti átt þátt í yfirvofandi samdráttarskeiði vest- anhafs líkt og margir hafi spáð fyrir um. Samtökin ætli í ofaná- lag að funda um málið í byrjun næsta mánað- ar, að sögn al-Naimis. Verð á olíutunnu féll í fyrstu viðskiptum dagsins um 70 sent og fór í 93,72 dali á tunnu á markaði í Bandaríkjunum. - jab Olíuverð lækkaði BÍLTEGUND Toyota Yaris 5 dyra Toyota Corolla 4 dyra Suzuki Grand Vitara sjálfskiptur Toyota Land Cruiser sjálfskiptur Bílaleiga Akureyrar innif: 100 km akstur á dag og Kaskótrygging. Samkv. verðskrá á heimasíðu 27.11.07 5.300 5.950 12.500 14.500 Hertz 5.300 5.900 10.900 13.500 Budget bensínið fylgir frítt bensínið fylgir frítt bensínið fylgir frítt bensínið fylgir frítt 5.300 5.900 10.900 13.500 Bensínið fylgir frítt! Bílaleiga www.budget.is 562 6060 fiú fær› alltaf meira fyrir peninginn hjá Budget Afgreiðslustaðir: Reykjavík, Keflavík, Akureyri, Egilsstaðir * * innif: 100 km akstur á dag og Kaskótrygging. innif: 100 km akstur á dag, Kaskótrygging og bensín * P IP A R • S ÍA • 7 2 3 2 8 Helstu hlutabréfavísitölur í Banda- ríkjunum og í Evrópu tóku sprett- inn upp um miðjan dag í gær, þar á meðal hér, eftir að Donald Kohn, varabankastjóri seðlabanka Banda- ríkjanna, sagði óróleika og niður- sveiflu á hlutabréfamörkuðum upp á síðkastið hafa snert mjög buddu bæði neytenda og fjárfesta og yrði seðlabankinn að grípa til aðgerða. Úrvalsvísitalan hafði lækkað um 0,25 prósent um hádegisbil í gær en tók snarpan viðsnúning eftir hádeg- ið. Hver þau ráð eru nákvæmlega kom ekki fram í máli Kohns. En fjárfestar vestanhafs túlkuðu orð hans sem svo að lækkun stýrivaxta sé á næsta leiti. Mjög hefur verið þrýst á seðla- bankann að hann komi til móts við erfiðleikana sem bankar og fjár- málafyrirtæki hafa staðið frammi fyrir síðan í sumar vegna vanskila á svokölluðum undirmálslánum, sem hafa þótt afar áhættu- og vara- söm í meira lagi. Vanskil lánanna hefur sett stórt skarð í afkomutölur fjármálafyrirtækja, sem hafa orðið að afskrifa háar upphæðir úr bókum sínum. - jab VARABANKASTJÓRINN Yfir mörkuðum lifnaði víða um heim í gær eftir að Donald Kohn, varaseðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði bankann verða að grípa til aðgerða. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Snarpur viðsnún- ingur á markaðnum ALI AL-NAIMI Marel Food Systems kaupir Stork Food Systems (SFS) í Hollandi á nálægt því 38 milljarða króna. Við sam- runann verður til stærsta matvælavinnsluvélafyr- irtæki heims. Umfang og velta Marels tvöfaldast við kaupin. Gert er ráð fyrir að kaupin verði endanlega frágengin í febrúar á næsta ári, að fengnu samþykki samkeppnisyfirvalda og lokinni yfirtöku London Acquisition á því sem eftir stendur af Stork-samstæð- unni í Hollandi. Tilkynnt var um samninginn í gær. Marel Food Systems hefur náð samkomulagi við Stork N.V. í Hol- landi um kaup á matvælavinnslu- vélafyrirtækinu Stork Food Syst- ems (SFS). Kaupverðið er 415 milljónir evra, eða nálægt 38 millj- örðum íslenskra króna. Með kaup- unum tvöfaldast velta og umfang Marels auk þess sem grundvöllur fyrir áframhaldandi innri vöxt og arðsemi er sagður hafa verið styrktur. Fyrstu viðræður um mögulegan samruna félaganna hófust í nóvember 2005. Fjármögn- un kaupanna á SFS er að fullu tryggð með sölu hlutabréfa í LME Eignarhaldsfélagi, útgáfu hluta- bréfa, sem Landsbanki hefur sölu- tryggt, og með langtímalánsfjár- mögnun. Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems, er hæst- ánægður með áfangann. „Við erum að ná því markmiði sem við settum okkur í byrjun síðasta árs að verða eitt af leiðandi fyrirtækjunum á markaðnum. Það sem við ætluðum að gera á þremur til fimm árum gerum við á tveimur árum og göngum heldur lengra en við ætl- uðum,“ segir hann. Marel þekkir vel til Stork Food Systems og hefur átt í samstarfi við fyrirtækið í nærri áratug. „Þetta er eitt af best reknu fyrirtækjunum á markaði og hentar fyrirtækjunum mjög vel að koma saman,“ segir hann og kveður fyrirtækjamenningu þeirra svipaða. Þá eru samlegðaráhrif mikil af kaupunum þar sem starfs- mi félaganna og vörulínur skarast ekki. Samþættingarferli fyrir- tækjanna hefst svo að fengnu sam- þykki samkeppnisyfirvalda fyrir kaupunum, en það telur Hörður að gæti orðið í febrúarbyrjun næst- komandi. „Sú samþætting verður mun einfaldari en í fyrri yfirtök- um,“ segir hann, en þar kemur til að vörulínur fyrirtækjanna bæta hvor aðra upp og að vegna sam- starfsins þekkist menn vel. Eftir samrunann nemur mark- aðshlutdeild Marel og Stork Food Systems um það bil sextán pró- sentum. Næsta félag á eftir er með um 10 prósenta hlutdeild, að sögn Árna Odds Þórðarsonar, stjórnar- formanns Marels. Þar á bæ segir hann áherslun nú verða lagða á samrunaferli og innri vöxt í stað fyrirtækjakaupa. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbanka Íslands hf. var ráðgjafi Marel og Allen & Overy í Amsterdam veitti lögfræðilega ráðgjöf um kaup á SFS. Þrír fyrirvarar eru við kaup- in á SFS, en þeir snúa að því að fyr- irhugað yfirtökutilboð London Acquisition N.V. um að kaupa alla hluti í Stork N.V. verði skilyrðis- laust, að umsögn verkamannaráðs Stork (Stork Works Council) og samþykki samkeppnisyfirvalda. Þar til öllum formlegum skilyrð- um samningsins hefur verið full- nægt heldur hvort fyrirtæki um sig áfram sjálfstæðum og óbreytt- um rekstri. olikr@frettabladid.is Í FRAMLEIÐSLUSAL MARELS Theo Hoen, forstjóri SFS, kom til landsins í gær, en í dag kynna félögin frekar fyrirhugaðan samruna. Hann er hér á milli þeirra Árna Odds Þórðarsonar, stjórnarformanns Marels, og Harðar Arnarsonar forstjóra í höfuðstöðv- um félagsins í Garðabæ. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR Marel stærst í heimi Samhliða því að Marel kaupir Stork Food Systems, eignast Eyrir Invest og Landsbankinn fjórðungshlut í Stork N.V. í Hol- landi í gegn um fjárfestingafé- lagið London Aquisition N.V. (L. A.). Eyrir á 15 prósent, Lands- bankinn 10 prósent og restina á breski fjárfestingasjóðurinn Candover. LME Eignarhaldsfélag, sem var í eigu Marels, Eyris og Landsbank- ans, selur allan sinn hlut til L.A., sem kaupir Stork samstæðuna, utan Food Systems hlutann, fyrir um 1,7 milljarða evra, eða sem nemur um 155 milljörðum íslenskra króna. Yfirtakan er því líklega sú þriðja stærsta sem Íslendingar koma að, á eftir kaupum Kaupþings á hollenska bankanum NIBC á yfir 250 millj- arða og yfirtöku Novators á Acta- vis sem metin var á um 175 millj- arða króna. Árni Oddur Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Eyris, tekur í framhaldinu sæti í stjórn Stork N.V. í Hollandi. Þar vekja við- skiptin mikla athygli enda Stork stærsta iðnaðarsamstæða lands- ins. „Að frátöldum Food hlutan- um starfa um 11 þúsund starfs- menn hjá Stork,“ segir Árni Oddur. Áframhaldandi starfsemi Stork N.V. er tvíþætt, Aerospace hluti sem snýr að þjónustu við flug- vélaframleiðendur á borð við Airbus, Boeing og Fokker og Technical Services, þar sem mestur vöxtur er í þjónustu við olíu- og gasiðnað. Árni Oddur er bjartsýnn á framtíðarmöguleika beggja sviða. „Aerospace er að koma úr lægð, virðist miðað við pantanastöðu sjö til átta ára upp- sveifla fram undan.“ - óká Eignast fjórðung í Stork-samstæðunni Eyrir og Landsbankinn koma að þriðju stærstu yfir- töku sem Íslendingar hafa átt þátt í til þessa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.