Fréttablaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 24
24 29. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR
hagur heimilanna
2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007
HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS
Útgjöldin
> Verðþróun á kílói af tekexi frá árinu 2000 til 2007
„Ég gerði mín verstu kaup
þegar ég álpaðist til að kaupa
mér farsíma,“ segir Árni Sig-
fússon, bæjarstjóri Reykjanes-
bæjar, þegar hann er inntur
eftir sínum verstu og bestu
kaupum. „Þetta er ferlegt tæki
og er stöðugt að. Verst er
þó þegar það fer að titra
en það hefur gerst á
hinum óheppilegustu
stundum. Þessi
titringur er sérlega
óheppilegur
þegar maður
geymir þetta
leiðindatæki
nálægt
viðkvæmum
stað. Þá getur þetta komið af stað
miklum misskilningi en ég vil nú
ekki fara nánar út í þá sálma.
Bestu kaupin gerði ég hins vegar
árið 1973 þegar ég keypti Skoda Oct-
avia árgerð 1963 sem var tékkneskur
eðalvagn. Hann var dökkbrúnn og
glæsilegur en hann hafði líka persónu-
leika og ég á margar minningar tengdar
honum. Ég fór til dæmis með hann
til Vestmannaeyja og til baka aftur.
Svo kom að því að hann gaf upp
öndina eftir dygga þjónustu og
þá kvaddi ég hann og jarðsetti
líkt og um gamlan vin væri að
ræða. Það kom aldrei í mál að
sjá á eftir honum til annars
eiganda.“
Jafnvel nýjungagjarnasta
fólk gæti seint hugsað sér
að skipta út jólahefðum.
Málið getur þó vandast þeg-
ar fólk flytur til fjarlægra
landa þar sem gæði hins ís-
lenska hangikjöts og malts
og appelsínblöndunnar
hafa ekki verið uppgötvuð.
Nokkur fyrirtæki reyna þó
að færa landanum íslenskt
lostæti hvar sem þeir eru í
veröldinni.
Bjarni Friðrik Jóhannesson, rekstr-
arstjóri Nóatúns, segir að fyrir-
tækið hafi um árabil reynt að koma
til móts við kröfur Íslendinga eða
vandamanna þeirra erlendis þegar
kemur að matarsendingum. Mis-
munandi sé hvaða matvörur sé
hægt að senda eftir því hvaða land
sé um að ræða hverju sinni en
starfsmenn reyni
ávallt að leið-
beina viðskipta-
vinum sínum í
þeim málum. Þá
sjái fyrirtækið
einnig um að fylla
út heilbrigðis-
vottorð sem verði
að fylgja nær
öllum matarsend-
ingum. „Þau lönd
sem við sendum
mest til eru Nor-
egur, Danmörk og
Bandaríkin,“
segir Bjarni.
Hann segir helsta
annatímann vera í kringum 10. til
15. desember en flestum þyki ljóst
að sendingar í ár verði fleiri en
tíðkast hefur, þá sérstaklega til
Bandaríkjanna.
Gunnar Ingi Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Hagkaupa, segir
starfsmenn fyrirtækisins ávallt
reyna að koma til móts við óskir
viðskiptavina sinna þótt fyrirtæk-
ið sérhæfi sig ekki sérstaklega í
jólasendingum. „Hins vegar er
lítið mál fyrir fólk að panta það
sem það þarf í gegnum netversl-
unina hvar sem það er statt í ver-
öldinni,“ segir Gunnar Ingi.
„Það vilja fáir vera án grænu
baunanna og annarrar vöru sem
manni þykir óneitanlega tilheyra
jólunum,“ segir Sófus Gústavsson,
framkvæmdastjóri Nammi.is, en
það er vefverslun sem sérhæfir sig
í að senda góðgæti um veröldina
víða. karen@frettabladid.is
Íslenskt góðgæti
sent í pökkum
um allan heim
ÞJÓÐLEGT GÓÐGÆTI Það getur verið erfitt að komast í rétta jólaskapið ef gömlu
jólahefðirnar og jólamaturinn eru víðs fjarri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
NEYTANDINN: ÁRNI SIGFÚSSON, BÆJARSTJÓRI REYKJANESBÆJAR
Farsíminn titrar á versta tíma
Bílum sem ganga fyrir öðrum orkugjafa en jarðefna-
eldsneyti hefur nú verið bætt við í reiknivélar á vef
Orkuseturs. Til viðbótar við venjulegar bensín- og
olíubifreiðar er hægt að velja metan- og rafknúna bíla.
Á vefnum orkusetur.is er hægt að bera saman
útblástur og eyðslu mismunandi bifreiðategunda að
gefnum upplýsingum um eldsneytisverð og árlegan
akstur. Með viðbót metan- og rafmagnsbifreiða er nú
hægt að sjá hvort og hversu hagkvæmt það er að kaupa
sér slíkan bíl.
„Ég held að það sé kominn sá tímapunktur að
einokun olíu er liðin í samgöngum. Nú eru komnir
valmöguleikar eins og metan, sem eru ekki bara mun
hagkvæmari í rekstri heldur kosta jafn mikið í
kaupum,“ segir Sigurður Friðleifsson, framkvæmda-
stjóri Orkuseturs.
Hann segir tæplega fimmtán metanbílum hafa verið
bætt við í reiknivélina, og þremur rafmagnsbílum. Alls
sé yfir eitt þúsund gerðir bifreiða að finna í reiknivél-
inni á vefnum. - sþs
Metan- og rafmagnsbílum bætt við í reiknivél á vef Orkuseturs:
Reikna með öðru eldsneyti
EYÐSLA OG ÚTBLÁSTUR
Miðað við 20.000 kílómetra akstur á ári, 134 krónur
fyrir bensínlítrann og 88 krónur fyrir rúmmetrann
af metani.
Volkswagen Touran Ecofuel (metan)
Eyðsla: 1.720 lítrar
Eldsneytiskostnaður: 151.360 kr.
Útblástur CO2: 3 tonn
Bifreiðargjald: 24.035 kr.
Volkswagen Touran (bensín)
Eyðsla: 1.620 lítrar
Eldsneytiskostnaður: 217.080 kr.
Útblástur CO2: 3,9 tonn
Bifreiðargjald: 24.772 kr.
Heimild: Reiknivél Orkustofnunar
■ Eva Ásrún Albertsdóttir mælir með
að blóm séu vökvuð með kartöflusoði.
Eva Ásrún Alberts-
dóttir, annar umsjón-
armaður sjón-
varpsþáttarins Allt í
drasli, segir gott og
praktískt húsráð að
vökva blómin með
kartöflusoði. Nær-
ingarefnin í soðinu
séu mun meiri en í venjulegu vatni.
„Svo er líka til afskaplega einföld
leið til að hreinsa örbylgjuofna, en
þá sneiðirðu niður sítrónu og setur í
vatn. Svo seturðu skálina inn í ofninn
og lætur sjóða, og þannig hreinsast
ofninn að innan.“ Hún segir alla eiga
örbylgjuofn og margir þeirra séu mjög
skítugir. Þetta hreinsi hann vel.
GÓÐ HÚSRÁÐ
KARTÖFLUSOÐ Á BLÓMIN