Fréttablaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 16
16 29. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR
Heimilislausir á Íslandi, eða fólk
götunnar eins og þeir kalla sig, er
ekki hávær þrýstihópur þótt þeir
gangi stöðugt um stræti miðbæj-
arins og safnist gjarnan saman við
Austurvöll. Það er ekki hægt að
gera sér í hugarlund hvernig til-
finning það er að eiga hvergi
heima. Kaldar tær, hrollur í bein-
um og tómur magi urðu þess vald-
andi að ólýsanleg þreyta sveif á
mig þegar ég settist aftur við
skrifborðið mitt eftir þrjár klukku-
stundir á götunni. Raunar sá ég
eftir því að hafa ekki fengið mér
sjúss með leiðsögumanni mínum.
Örlítið kvíðin en ákveðin í að
láta ekki slá mig út af laginu
hringdi ég bjöllunni á Gistiskýlinu
í Þingholtsstræti. Hávaxinn maður
í skíðagalla, eilítið ringlaður að
sjá, skálmaði út, rauk upp á hjól og
þeyttist í burtu. Á eftir honum
steig út mun eldri maður, Ingólfur
Sigurgeirsson, viðmælandi minn.
Grannvaxinn og lotinn í herð-
um, andlitið falið bak við stórgerð
gleraugu stóð hann í gættinni og
hélt á rjúkandi heitum kaffibolla í
annarri og sígarettu í hinni. Hann
glotti örlítið og spurði mig hvort
ég hefði munað eftir kartoninu. Ég
brosti og hrósaði honum heldur
fyrir hattinn sem hann bar.
Góðlátlega leiðrétti hann
mig, þetta væri ekki hatt-
ur heldur deutsche mütze.
Þar með var ísinn brotinn.
Saga Ingólfs er brota-
kennd. Hann sneri gjarn-
an út úr þegar ég spurði
hann hvernig hann
eyddi dögunum,
hvað hann borðaði,
hvar hann svæfi
og af hverju hann
hefði flutt úr
þjónustuíbúð-
inni við Löngu-
hlíð í Gistiskýl-
ið.
Ef marka má
brotin sem ég
púslaði saman
í frásögn Ing-
ólfs hefur
hann eytt
samtals þremur árum í Gistiskýl-
inu. Þangað fór hann eftir að eig-
inkona hans lést fyrir sex árum
síðan. Þá eyddi hann tveimur árum
í skýlinu, en fékk að lokum þjón-
ustuíbúðina við Lönguhlíð og bjó
þar um stund. Hann segist ekki
hafa getað borgað leigu og þess
vegna þurft að flytja aftur út. Það
var fyrir einu ári.
Hann segist ekki vera mikill
óreglumaður. Hann lætur sér duga
að fá tvo sjússa á dag, eigi hann
fyrir því, og hann kemur raunar
ekki meiru niður því meirihluti
magans hefur verið fjarlægður. Ef
til vill var það lán í óláni því hann
á ekki alltaf fyrir mat. Þegar við
hittumst var vika í að mánuðinum
lyki og hann fengi fátæklegan elli-
lífeyrinn.
Hústökufólk
Húsið stendur í miðborg Reykja-
víkur en þó örlítið afskekkt.
Nokkrum dögum eftir fund minn
með Ingólfi klöngraðist ég með
erfiðismunum upp smáan stiga og
hífði mig inn um glugga með hjálp
ljósmyndarans. Við vissum ekki
hvað biði okkar en höfðum verið
fullvissuð um að ekkert fólk yrði
inni í húsinu sem hústökufólk
hafði yfirgefið nokkrum
dögum áður.
Það fyrsta sem ég tók
eftir voru skreyttir veggir
með gíröffum og stórum
graffítiverkum. Úða-
brúsarnir mynduðu
sjálfir lítið lista-
verk í einu horn-
inu innan um
vínflöskur.
Það var
ískalt inni,
enda ekk-
ert gler í
gluggan-
um sem
við notuð-
um sem
inngang.
Sigrún
Ólafsdótt-
ir, sem
áður hafðist
við í hús-
inu, hafði
varað
okkur við
rottu-
gangi. Við
stöppuðum því niður fótum og
litum í öll horn af ótta við að rek-
ast á kvikindin. Á gólfinu voru
sprautur, sjóveikitöflur og spritt-
flaska merkt Sævari. Hann hefur
augljóslega verið næturgestur í
Gistiskýlinu því þar eru allar
flöskur merktar með nafni og
geymdar á meðan karlarnir sofa
úr sér.
Sigrún segir þau hafa átt her-
bergið uppi á lofti. Þar var svo
kalt að ég sá gufuna leggja frá
andardrættinum. Lykt af þvagi,
sagga og saur liggur í loftinu.
Niðri er svefnherbergi parsins
sem dvöldu í húsinu með Sigrúnu
og Einari. Þar er slegið fyrir
gluggann og kolniðamyrkur.
Sigrún og Einar gistu í hita-
kompu við verslun á Laugavegin-
um og á sex öðrum stöðum víðs
vegar um miðbæinn áður en þau
ákváðu að leita til Gistiskýlisins
og Konukots. Þau hittast daglega
fyrir hádegi og eyða deginum
saman á Óðalssetrinu, tröppum
Óðals í Austurstræti.
Sigrún og Einar segja stjórn-
málamennina ganga daglega fram
hjá þeim á Austurvelli en þeir yrði
ekki á þau. Þau hafi því ákveðið
beina útsendingu við meirihluta-
skiptin í borgarstjórn Reykjavík-
ur.
eva@frettabladid.is
FÓLK GÖTUNNAR I. HLUTI
SIGRÚN OG EINAR Þau hafa búið á götunni í langa hríð en leituðu nýlega á náðir Gistiskýlisins og Konukots. Áður gistu þau í húsinu sem við
heimsóttum og í hitakompu við Laugaveg. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Reykvíkingar án heimilis
Lykt af þvagi, sagga og saur liggur í loftinu í húsi í Reykjavík þar sem hústökufólk hefst við. Eva Bjarnadóttir og Vilhelm Gunnarsson
kynntust aðstæðum Reykvíkinga sem eiga hvergi heima og hafast við í ónýtum húsum eða leita á náðir hjálparstofnana.
HEIMILISLAUS
Ingólfi var
úthýst úr þjón-
ustuíbúð sinni
við Lönguhlíð.
HÚSTAKA Inngangur hússins er gluggi á annarri hæð hússins. Stiginn
er brotinn og lélegur og enginn hægðarleikur að klifra þarna upp.
SVEFNHERBERGI Slegið var fyrir gluggann inni í herberginu og þar var kolniðamyrkur. Raunar vissum við ekki hvernig var umhorfs
fyrr en við sáum myndina.
Á morgun:
Heimilislausir
í kerfinu líka.