Fréttablaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 35
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Anna Beta Gísladóttir er mikil kjólastelpa. Henni finnst gaman að gramsa í fataskáp móður sinnar og hefur stundum fundið þar flíkur sem hafa gengið í endurnýjun lífdaga. Anna Beta Gísladóttir er nítján ára menntaskólamær. Hún hefur alltaf verið hrifin af kjólum og fyrir nokkru gróf hún upp bláan kjól úr fórum móður sinnar sem hún segir í miklu uppáhaldi. Hann er hnepptur að framan með doppum og blómum og notar hún hann mikið hversdags við þykkar gammosíur. Anna Beta segir tískuna í dag ekki alltaf henta sér. „Ég kemst yfirleitt ekki í föt sem hönnuð eru á þveng- mjóar ofurfyrirsætur. Ég hef brennt mig á því að reyna að troða mér í eitthvað sem ekki passar og reyni nú að finna eitthvað sem klæðir minn vöxt,“ segir Anna Beta, sem er greinilega skynsöm stúlka og lætur ekki stjórnast af tískustraumum. Anna Beta segist ekki eltast við merkjavöru og í raun reyna að forðast hana þar sem hún heldur að sér höndum á meðan hún stundar nám. „Það er mikill fengur í því að finna eitthvað gamalt sem ekki þarf að borga mikið fyrir.“ Kjóllinn er bæði breyttur og bættur en þegar móðir hennar átti hann náði hann niður á miðja leggi. Þær mæðgur styttu hann svo upp að hné þegar Anna Beta fór að ganga í honum en hún varð svo fyrir því óláni að rífa neðan af honum. Þá var hann bara styttur einu sinni enn og er nú fyrirtaks skokkur. Þá segist Anna Beta vera nýfarin að ganga í hælum og í þeim efnum leitar hún einnig á náðir móður sinnar, sem hún segir smekkkonu. „Við notum sömu stærð, sem kemur sér mjög vel,“ segir hún og hlær. vera@frettabladid.is Alltaf verið kjólastelpa FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I Kjóllinn er af móður Önnu Betu og náði hann upphaflega niður á miðja leggi. PRENTIÐ VINSÆLT Brettafatnaður er orðinn að hátískuvöru sem ryður braut- ina þegar kemur að nýjum tískubylgjum, segir Björn Ólafsson, eigandi Brims. TÍSKA 2 SETIÐ VIÐ EYJUNA Barstólar eru vinsælir eld- hússtólar og sjást á sífellt fleiri heimilum, sérstaklega þar sem heimilisfólk borðar við svokallaðar eyjur. HEIMILI 4 UPPLÝSINGAR O is ing Mjódd Staðsetning í Mjódd www.ovs.is upplýsingar og innritun í síma 588-1414 Vinnuvélanámskeið Næsta námskeið hefst 30.nóvember n.k. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.