Fréttablaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 86
58 29. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR
sport@frettabladid.is
> Ari Freyr færir sig um set
Ari Freyr Skúlason skrifaði í gær undir
þriggja ára samning við sænska liðið GIF
Sundsvall sem keypti
hann frá BK Häcken.
En liðin tvö háðu harða
baráttu um sæti í efstu
deild á síðustu leiktíð
og GIF Sundsvall hafði
betur. „Ari er náttúrlega him-
inlifandi að fá tækifæri til þess
að sanna sig á næsta styrk-
leikastigi og ég er ánægður
fyrir hans hönd,“ sagði Ólafur
Garðarsson umboðsmaður í
samtali við Fréttablaðið í gær.
15%
vaxtaauki!
A
RG
U
S
/
07
-0
82
7
Nýttu þér þetta
TILBOÐ
og stofnaðu rei
kning á spron.is
Landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson kom mjög óvart
inn af bekknum um miðjan síðari hálfleik hjá Gummersbach
í bikarleik gegn Göppingen á þriðjudag. Leikurinn var þá í
járnum en Gummersbach hafði sigur að lokum, 33-30, og það
getur liðið þakkað Guðjóni sem skoraði fjögur mikilvæg mörk á
lokakaflanum.
Guðjón fór sem kunnugt er úr axlarlið fyrir nokkrum
vikum og var talið að hann gæti ekki byrjað að spila fyrr
en eftir áramót hið fyrsta og þátttaka hans á EM þar
með í óvissu. Sjálfur átti Guðjón aldrei von á því að
spila en hann var óvænt settur á skýrslu fyrir leikinn
sökum veikinda hornamannsins sem leysir Guðjón af
í meiðslunum.
„Það stóð aldrei til að ég myndi spila þennan leik og
ég var enn í gallabuxunum hálftíma fyrir leik. Ég sagði
við Alfreð að hann gæti þá sett mig á skýrslu og hann gerði
það þó svo hann hafi ekki verið hrifinn af hugmyndinni. Í
kjölfarið hringdi ég í konuna mína og bað hana um að setja
í tösku fyrir mig því ég var ekki með neitt æfingadót með
mér,“ sagði Guðjón Valur léttur á því en hann kenndi sér einskis
mein eftir leikinn enda hlífði hann öxlinni vel en það var ekki
skothöndin hans sem fór úr lið.
„Alfreð ætlaði ekkert að láta mig spila nema nauðsyn krefði.
Ég stóð niður í horni í vörninni og forðaðist alla snertingu og það
kom til að mynda ekki til greina að ég fórnaði mér á mann
sem væri að sleppa í gegn. Frekar að leyfa manninum að
skjóta. Þetta var auðvitað alger vitleysa en bikarinn skiptir
okkur miklu máli og við erum núna aðeins einum leik frá
því að komast til Hamborgar þar sem fjögur síðustu liðin
mætast í úrslitahelgi,“ sagði Guðjón en hann mun ekki
spila næstu leiki fyrir liðið enda ekki kominn í leikhæft
ástand.
„Ég á enn nokkuð í land með að ná fullri heilsu og er
ekki farinn að skjóta af öllu afli. Það er þó jákvætt að sjá
að ég sé á réttri leið. Ég sagði reyndar við sjónvarpsmenn
fyrir leikinn að ég myndi kannski spila 19. desember og þeir
voru því eflaust hissa þegar ég kom inn í síðari hálfleik,“
sagði Guðjón Valur.
GUÐJÓN VALUR SIGURÐSSON: SPILAÐI ÓVÆNT FYRIR GUMMERSBACH Á ÞRIÐJUDAG OG FÓR Á KOSTUM
Ég mun ekki taka þátt í næstu leikjum liðsins
Meistaradeild Evrópu:
A-riðill:
Besiktas-Marseille 2-1
1-0 Rodrigo Tello (26.), 1-1 Taye Ismaila Taiwo
(65.), 2-1 Bobo (88.).
Liverpool-Porto 4-1
1-0 Fernando Torres (19.), 1-1 Lisandro López
(33.), 2-1 Fernando Torres (78.), 3-1 Steven
Gerrard (84.), 4-1 Peter Crouch (87.).
STAÐAN:
Porto 5 2 2 1 6-7 8
Marseille 5 2 1 2 6-5 7
Liverpool 5 2 1 2 14-5 7
Besiktas 5 2 0 3 4-13 6
B-riðill:
Rosenborg-Chelsea 0-4
0-1 Didier Drogba (7.), 0-2 Didier Drogba (20.),
0-3 Alex (40.), 0-4 Joe Cole (73.).
Valencia-Schalke 0-0
STAÐAN:
Chelsea 5 3 2 0 9-2 11
Rosenborg 5 2 1 2 5-7 7
Schalke 5 1 2 2 2-3 5
Valencia 5 1 1 3 2-6 4
C-riðill:
W. Bremen-Real Madrid 3-2
1-0 Markus Rosenberg (4.), 1-1 Robinho (14.),
2-1 Boubacar Sanogo (40.), 3-1 Aaron Hunt (58.),
3-2 Ruud Van Nistelrooy (71.).
Lazio-Olympiacos 1-2
1-0 Goran Pandev (30.), 1-1 Luciano Galletti
(35.), 1-2 Darko Kovacevic (64.).
STAÐAN:
Real Madrid 5 2 2 1 10-8 8
Olympiakos 5 2 2 1 8-7 8
W. Bremen 5 2 0 3 8-10 6
Lazio 5 1 2 2 7-8 5
D-riðill:
Benfica-AC Milan 1-1
0-1 Andrea Pirlo (15.), 1-1 Maxi Pereira (20.).
Celtic-Shakhtar 2-1
0-1 Brandao (5.), 1-1 Jirí Jarosík (45.), 2-1
Massimo Donati (90.).
STAÐAN:
AC Milan 5 3 1 1 11-5 10
Celtic 5 3 0 2 5-5 9
Shakhtar 5 2 0 3 5-9 6
Benfica 5 1 1 3 3-5 4
Enska úrvalsdeildin:
Blackburn-Aston Villa 0-4
0-1 John Carew (29.), 0-2 Gareth Barry (53.), 0-3
Ashley Young (81.), 0-4 Marlon Harewood (89.).
ÚRSLITIN Í GÆR
FÓTBOLTI Næstsíðustu umferð
riðlakeppni Meistaradeildar Evr-
ópu í fótbolta lauk í gærkvöldi
með átta leikjum í riðlum A-D.
Liverpool var með bakið upp við
vegg í A-riðli þegar liðið tók á móti
Porto á heimavelli sínum, Anfield
Road, og þurfti nauðsynlega á
sigri að halda, en portúgalska lið-
inu dugði jafntefli í leiknum.
Liverpool fékk óskabyrjun í leikn-
um þegar Fernando Torres skor-
aði gott skallamark eftir horn-
spyrnu Steven Gerrard á 19.
mínútu. Liverpool hafði verið
sterkari aðilinn í leiknum fram að
markinu og virtist hápressa Liver-
pool-manna koma Portúgölunum í
opna skjöldu. Eftir markið var
hins vegar eins og allur vindur
væri úr Liverpool og Porto komst
almennilega inn í leikinn, jafnaði
með marki Lisandro López. Stuttu
síðar var López nálægt því að
koma Porto yfir þegar hann slapp
einn í gegnum vörn Liverpool, en
hann skaut framhjá markinu úr
upplögðu færi. Staðan var hins
vegar enn 1-1 þegar fyrra hálfleik
lauk.
Í seinni hálfleik dró svo til tíð- inda á 78. mínútu þegar Torres
kom Liverpool yfir með sínu öðru
marki í leiknum. Torres náði að
prjóna sig í gegnum vörn Porto og
kláraði færi sitt mjög vel og skor-
aði afar mikilvægt mark fyrir
Liverpool því eftir markið virtist
björninn unninn. Steven Gerrard
skoraði þriðja mark Liverpool úr
víti áður en Peter Crouch innsigl-
aði 4-1 sigur Liverpool.
Á sama tíma vann Besiktas
óvæntan sigur á Marseille og því
ljóst að öll liðin í A-riðli eiga mögu-
leika á að komast áfram þegar
lokaumferðin fer fram.
Chelsea vann Rosenborg örugg-
lega í toppslap B-riðils og er því
komið áfram, en ekki er enn ljóst
hvort að það verði Rosenborg eða
Schalke sem fylgi liðinu upp úr
riðlinum.
C-riðill er nú galopinn eftir leiki
gærkvöldsins þar sem Werder
Bremen vann Real Madrid óvænt
og Olympiacos vann Lazio og öll
liðin eiga möguleika á að komast
áfram úr riðlinum fyrir lokaleik-
ina.
AC Milan dugði jafntefli gegn
Benfica í gær til að tryggja sig
áfram úr D-riðli, vegna þess að
Celtic vann Shaktar og skoska
liðið því eina liðið sem getur náð
AC Milan. Celtic þarf hins vegar
jafntefli í lokaumferðinni til að
tryggja sig áfram.
omar@frettabladid.is
Liverpool lifir í voninni
Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Ensku
liðin Chelsea og Liverpool voru í eldlínunni, ásamt stórliðunum AC Milan og
Real Madrid. Chelsea og AC Milan komust áfram en sex sæti eru enn laus.
MARKAVEISLA Chelsea átti ekki í erfið-
leikum gegn norska liðinu Rosenborg í
gær. NORDICPHOTOS/AFP
SKALLAMARK Fernando Torres kom Liverpool yfir 1-0 gegn Porto í Meistaradeildinni
í gærkvöldi með laglegu skallamarki. Torres kom svo Liverpool yfir á ný, 2-1, með
marki þegar 12 mínútur voru til leiksloka. NORDICPHOTOS/GETTY
KÖRFUBOLTI Íslandsmeistarar
Hauka þurftu framlengingu til
þess að landa 73-71 sigri gegn
nýliðum Fjölni í Iceland Express-
deild kvenna í gær en hann kom
liðinu upp í 2. sæti deildarinnar.
Fjölnir var yfir nánast allan
leikinn en Haukar skoruðu fjögur
síðustu stigin í leiknum og
jöfnuðu í 63-63 og nýttu sér síðan
vel að tveir bestu leikmenn
liðsins Slavica Dimovska (30 stig)
og Gréta María Grétarsdóttir (19
fráköst, 8 stoðsendingar, 6 stig)
voru komnar með fimm villur.
Kiera Hardy skoraði 28 stig fyrir
Hauka en þurfti til þess 32 skot.
Efemía Sigurbjörnsdóttir (12
stig) og Eva María Emilsdóttir
(13 fráköst) áttu góðan leik.
KR-konur eru í þriðja sæti
deildarinnar eftir 72-64 sigur á
Hamar í Hveragerði. Þetta var
sjötti sigur KR í sjö leikjum. - óój
Iceland Express-deild kvenna:
Framlenging