Fréttablaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 80
52 29. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR Leikkonan Julia Roberts hefur ekki miklar mætur á Angelinu Jolie og kallar hana óforskammað- an daðrara sem geti ekki leikið. Julia var síður en svo sátt með frammistöðu Angelinu í kvik- myndinni A Mighty Heart sem frumsýnd verður á Íslandi í byrj- un janúar. „Þetta segi ég sjaldan, en ég hefði skilað þessu hlutverki betur en hún,“ sagði Julia við nána vini eftir að hafa horft á myndina. Ang- elina hefur fengið afar góða dóma fyrir hlutverk sitt í myndinni sem ekkja Daniels Pearl, fréttamanns sem myrtur var í Pakistan árið 2002. Hún var í vikunni tilnefnd til Spirit-kvikmyndaverðlaun- anna fyrir leik sinn og þykir sig- urstrangleg. Julia var einnig með þeim fyrstu til að heyra af daðri Angelinu við núverandi eiginmann hennar Brad Pitt, þegar þau léku saman í mynd- inni Mr. & Mrs. Smith. Eiginmaður Juliu, kvikmyndatökumaðurinn Danny Moder, vann við myndina og flutti konu sinni reglulega frétt- ir af því hvernig Angelina gerði hosur sínar grænar fyrir Brad sem þá var giftur Jennifer Aniston. Starfsmenn á upptökuverinu hafi jafnvel kallað Angelinu köngulóar- konuna, svo augljósar voru tilraun- ir hennar til að lokka Brad í vef sinn. folk@frettabladid.is Það gengur ýmislegt á bak við tjöldin á tískusýn- ingum eins og annars staðar. Ástralska fyrirsætan Miranda Kerr sagði frá því á bloggi sínu að Paris Hilton hefði stolið af henni kjól fyrir tískusýningu Victoria’s Secret á dögunum. Kerr segir Paris hafa birst tíu mínútum áður en sýningin hófst í Hollywood, og ákveðið að hún vildi loka sýningunni, en því fylgir oft mikil upphefð. Aðstandendur sýningarinnar buðu partýprinessunni að velja sér fatnað, og hún valdi þá kjól sem Kerr átti að klæðast. „Ég stóð við hliðina á fataslánni minni og hún segir „Ég vil þennan kjól“ og bendir á kjólinn minn, fallega, bleika kjólinn minn, sem ég var svo stolt af… og hún stal honum,“ skrifar Kerr. Hún viðurkennir að hafa helst viljað slá Paris utan undir með töskunni sinni, en segist hafa náð að róa sig niður og leyfa „karmanu að stjórna tilfinningunum“. Karmað birtist í formi Naomi Campbell, sem mætti einnig seint á sýning- una. „Paris var að ganga af stað út í lokagönguna og Naomi kemur inn, svo þeir rifu kjólinn af Paris, hún stóð þarna allsber, og þeir klæddu Naomi í hann. Ég hugsaði bara, þetta er karmað þitt, elskan,“ segir Kerr. Paris nakin á Victoria‘s Secret NAKIN Paris Hilton varð að lúta í lægra haldi fyrir ofurfyrirsætunni Naomi Campbell á tískusýningu Victoria‘s Secret fyrr í mánuðinum og stóð nakin eftir. KARMA, KARMA Fyrirsætan Miranda Kerr var hæstánægð með að Naomi fengi kjólinn sem Paris stal af henni á Victoria‘s Secret sýningunni. > ALLIR HORFA Á MÖMMU David Beckham mun taka syni sína þrjá með á tónleika Spice Girls svo þeir sjái móður sína á sviði. „Vict- oriu leiðist að strákarnir viti vel hvað ég vinn við, en hafi ekki hug- mynd um hvert hennar starf var,“ segir fótboltastjarnan og efast ekki um að drengirnir muni skemmta sér vel á tónleikunum. Julia Roberts gagn- rýnir Angelinu ANGELINA JOLIE Er ekki vinsæl í Hollywood. JULIA ROBERTS Kallar Ang- elinu ófor- skammað- an daðrara sem geti ekki leikið. Ein ástsælasta leikkona okkar Íslendinga, Edda Heiðrún Backman, opnaði verslunina Súkkulaði og rósir í miðbæ Reykjavík- ur síðastliðinn þriðjudag. Opnun verslunarinnar var þó ekki eina gleðiefnið því Edda Heiðrún fagnaði einn- ig fimmtíu ára afmæli sínu þann dag. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum lagði fjöldi góðra gesta leið sína í nýju verslunina til þess að samgleðjast Eddu. Þeir sem létu sig vanta þurfa þó ekki að örvænta því Edda Heiðrún hefur lýst því yfir að opnunin muni standa í fimm daga eða fram á laugardag. Í nýju versluninni verður selt eðalsúkkulaði, konfekt og lifandi blóm. Auk þessa hefur Edda ákveðið að vera með á boðstólum bæði bók og mynd mánaðarins eftir íslenska rithöfunda og lista- menn. Súkkulaði og rósir er til húsa að Hverfisgötu 52 og er opin frá kl. 11-20 alla daga nema mánu- daga. sigrunosk@frettabladid.is Súkkulaði og rósir í miðbænum VERSLUNAREIGANDINN Edda Heiðrún Backman varð fimmtug á þriðjudag en sama dag opnaði hún verslun sína, Súkkulaði og rósir, við Hverfisgötu. Hér er hún ásamt Guðmundi Ólafssyni leikara. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR ELÍZA Elíza er nýkomin heim eftir vel heppnaða tónleika í London. Fullt hús í London Tónlistarkonan Elíza er nýkomin heim eftir vel heppnaða ferð til London þar sem hún spilaði á úgáfutónleikum fyrir fullu húsi á staðnum The Heavenly Social í miðborg Lundúna. Fyrsta sólóplata Elízu, Empire Fall, kom nýverið út í Bretlandi og hefur áhugi á plötunni farið vaxandi. Margir góðir dómar hafa birst um plötuna og eru lög af henni í spilun á mörgum óháðum útvarpsstöðvum í Bretlandi, á Írlandi, Spáni og í Portúgal. Verið er að skipuleggja tónleikaferð um Bretland í febrúar til að kynna plötuna. Fyrsta smáskífan með lögunum Change My Name og Return to Me er síðan væntanleg í lok janúar. FENGU SÉR SÚKKULAÐI Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og hjónin Atli Heimir Sveins- son og Sif Sigurðardóttir samglöddust Eddu. MÆTT Í AFMÆLIÐ Ína Salóme Hallgríms- dóttir, Hafliði, Edda Arnljótsdóttir og Helga Stefánsdóttir mættu í afmælis- opnun Eddu Heiðrúnar. MARGT UM MANNINN Verslunin Súkkulaði og rósir er sannarlega glæsileg. Ef vel er að gáð má sjá leikarann Hilmi Snæ Guðnason á spjalli við barborðið en hann er góðvinur Eddu Heiðrúnar. *Metsölulisti Eymundsson / Barna- og unglingabækur / 27. nóv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.