Fréttablaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 10
10 29. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR GERT VIÐ TENNUR VÉLMENNIS Yuko Uchida, tannlæknir í Tókýó, sýnir þarna nýtt vélmenni sem hefur verið sér- hannað fyrir tannlækna og tannlækna- nema til að æfa sig á. Vélmennið í tannlæknastólnum er búið næmum skynjurum og hrópar „æ!“ ef rangt er farið að við tannviðgerðirnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP VEIÐAR Allt stefnir í að rjúpnaveiðitímabilið í ár verði það lélegasta frá því að mælingar hófust, en talið er að fjöldi veiddra rjúpna þetta veiðitímabil verði á bilinu fjörutíu til fimmtíu þúsund. Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar hefur skráð veiðarnar frá því árið 1995, en þá voru veiddar um 123.000 rjúpur. Flestar voru rjúpurnar árið 1997 eða um 166 þúsund, en þeim hefur farið fækkandi árlega síðan þá. Veiði á rjúpum var bönnuð árin 2003 og 2004 vegna bágborinnar stöðu rjúpnastofnsins. Rjúpnaveiði var svo heimiluð á ný árið 2005, en þá var veiðidögum fækkað frá því sem áður var og þeim tilmælum beint til veiðimanna að stilla veiðunum í hóf auk þess sem sölubann var sett á rjúpur. Það ár veiddust um áttatíu þúsund fuglar. Rjúpnaveiðitímabilið í fyrra var það léleg- asta frá því að mælingar hófust árið 1995, en þá voru um fimmtíu þúsund rjúpur veiddar, en í ár hafa líklega aldrei færri rjúpur veiðst hér á landi á einu veiðitímabili, en það stendur frá 1. til 30. nóvember. „Miðað við upplýsingar úr rafrænni veiðidagbók sem við höldum úti á heimasíðunni okkar og upplýsingar um stærð veiðistofnsins frá því í haust, stefnir í að veiðin í ár verði á bilinu fjörutíu til fimmtíu þúsund fuglar,“ segir Áki Ármann Jónsson, forstöðu- maður veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnun- ar, en stofnunin hefur umsjá með veiðunum. Áki Ármann rekur fækkunina til niðursveiflu stofnsins, færri veiðidaga og sölubanns á rjúpum auk þess sem veiðimenn hafi farið að tilmælum veiðistjórnunarsviðs um að stilla veiðunum í hóf. Rjúpnastofninn er í niðursveiflu um þessar mundir eins og áður segir og Áki Ármann á ekki von á að breyting verði á því á allra næstu árum. „Veiðin er orðin það lítill hluti af heildar afföllum stofnsins að hún er farin að hafa mjög lítil áhrif á náttúrulegar sveiflur hans svo hann ætti að halda sér. Ég tel því að rjúpnastofninn muni ná sér á skrið aftur en þó ekki að neinu marki fyrr en í fyrsta lagi árið 2010 og þá muni veiðar líklegast aukast í framhaldinu.“ Náttúrufræðistofnun er um þessar mundir að safna vængjum af veiddum rjúpum til að meta stöðu stofnsins og vill Áki Ármann beina því til veiðimanna að þeir skili hægri væng af bráð sinni inn til stofnunarinnar. - æþe Rjúpnaveiðitímabilinu lýkur á föstudaginn, en talið er að fjörutíu til fimmtíu þúsund rjúpur hafi verið veiddar: Stefnir í lélegustu veiðar frá upphafi mælinga RJÚPUR Forstöðumaður veiðistjórnunarsviðs Umhverf- isstofnunar segir rjúpnastofninn í niðursveiflu og svo verði áfram næstu árin, en er bjartsýnn á að hann nái að rétta úr kútnum og þá muni veiðar líklegast aukast í kjölfarið. SAMÖNGUR Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi vilja fá millilanda- flugvöll í landshlutann. Kom þetta fram á ársþingi Sambands sunnlenskra sveitarfélaga þar sem hvatt var til þess að hafinn yrði undirbúningur að alþjóða- flugvelli. „Slíkur flugvöllur mun þjóna hlutverki varaflugvallar fyrir alþjóðlega flugvöllinn á Reykja- nesi um leið og þar væri rekinn lággjaldaflugvöllur að erlendri fyrirmynd. Aðstæður á Suður- landi eru kjörnar í ljósi nálægðar við öflugustu ferðaþjónustu á landinu,“ segir í ályktun árs- þingsins. - gar Sunnlendingar álykta: Vilja völl fyrir lággjaldaflug HAFNARFJÖRÐUR Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, kveðst ánægður með auglýsingabækling Triads um Hafnarfjörð. „Bæjarstjóri er ánægður með alla þá útgáfu sem vekur athygli góðu mannlífi, þjónustu og starfsemi,“ segir í svari Lúðvíks við fyrirspurn frá Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarfull- trúa Sjálfstæðisflokks, sem gerði athugasemdir við útgáfu bæk- lingsins. „Kostnaður bæjarins, 250 þúsund krónur, nær ekki heilsíðuauglýsingu í landsmála- blöðum,“ segir í svari til Rósu. - gar Bæjarstjórinn í Hafnarfirði: Ánægður með jákvæða útgáfu RÓSA GUÐBJARTSDÓTTIR REYKJAVÍK Fjármálaskrifstofa Reykjavíkur svarar ekki níu spurn- ingum Fréttablaðsins um nýtt fyr- irkomulag við innheimtu vangold- inna fasteignagjalda. Þess í stað sendir Helgi Þór Jónasson inn- heimtustjóri almennt orðaða yfir- lýsingu. Skrifstofan var meðal annars spurð hvort það væri talið í sam- ræmi við stefnu borgarinnar að fela slík verkefni einu fyrirtæki, án útboðs og verðkönnunar. Einnig var spurt hvort jafnræð- isreglu hefði verið gætt og hvort ferlið í heild stæðist lög. Um þetta segir skrifstofan einungis að borg- arlögmaður, sem situr borgarráðs- fundi, hafi ekki gert athugasemdir við fyrirkomulagið. Eins og fram hefur komið felur nýtt kerfi í sér að kostnaður skuld- ara getur hækkað um 43 prósent, utan dráttarvaxta. Þegar fyrir- komulaginu var komið á var samið beint við Momentum og Gjald- heimtuna ehf. Þáverandi fjármálastjóri viður- kenndi í Fréttablaðinu að „auðvitað finnst mönnum eðlilegt að fara með þetta í ákveðinn farveg“. Hann hafði samt þennan háttinn á; þannig hefði borgin lengi útdeilt verkefnum. Fjármálaskrifstofa svarar ekki hvort svipað verklag tíðkist enn hjá Reykjavíkurborg. - kóþ Fyrirspurn vegna fyrirkomulags innheimtu vangoldinna fasteignagjalda: Fjármálaskrifstofa svarar ekki RÁÐHÚSIÐ Starfsmenn fjármálaskrif- stofu kjósa að svara ekki hvort enn tíðkist að semja beint við fyrirtæki, án útboðs og verðkönnunar. MYND/ÚR SAFNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.