Fréttablaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 88
60 29. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR
FÓTBOLTI Alex McLeish var í gær
ráðinn sem nýr knattspyrnustjóri
Birmingham og Paul Jewell var á
sama tíma tilkynntur sem nýr
stjóri hjá Derby í ensku úrvals-
deildinni.
McLeish, sem á dögunum sagði
af sér sem þjálfari skoska
landsliðsins eftir stutta en
farsæla viðdvöl, skrifaði undir
þriggja og hálfs árs samning.
McLeish kvað möguleikann á því
að stýra liði í ensku úrvalsdeild-
inni hafa verið of freistandi til að
hafna.
„Mér líkaði mjög vel að þjálfa
skoska landsliðið, en það er
skemmtilegra að fá tækifæri til
þess að vinna með leikmönnum
dag eftir dag í liðsþjálfun. Ég
verð að játa það að það hefur
alltaf heillað mig að stýra liði í
ensku úrvalsdeildinni,“ sagði
McLeish.
Jewell tekur við Derby eftir frí
frá þjálfun síðan hann hætti hjá
Wigan eftir síðasta tímabil.
„Ég er sannfærður um að ég
nái að bjarga Derby, það verður
erfitt samt,“ sagði Jewell. - óþ
Enska úrvalsdeildin:
McLeish og
Jewell ráðnir
SPENNTUR Alex McLeish getur ekki
beðið eftir því að fá að stýra Birming-
ham-liðinu í ensku úrvalsdeildinni.
NORDICPHOTOS/GETTY
HANDBOLTI Kvennalandslið Íslands
í handbolta sigraði Ísrael örugg-
lega, 34-17, í öðrum leik sínum í
undankeppni Evrópumótsins í
gær, en keppnin fer fram í Litháen
þessa dagana.
Yfirburðir Íslands voru tals-
verðir í leiknum og fjórtán marka
munur var á liðunum í hálfleik, 21-
7 og íslenska liðið jók svo muninn
jafnt og þétt í seinni hálfleik og
sautján marka munur varð niður-
staðan. Júlíus Jónasson, þjálfari
liðsins, var því hæst ánægður með
hvernig stelpurnar hans komu til
baka eftir slæmt tap í fyrsta leik
undankeppninnar gegn Litháen í
fyrradag.
„Þetta var góð upphefð eftir
útreiðina gegn Litháen og stelp-
urnar komu sterkar til baka. Við
fórum vel yfir málin fyrir leikinn
gegn Ísrael og ætluðum að fá
meira upp úr hraðaupphlaupum í
leiknum og það gekk eftir. Við
skoruðum örugglega á bilinu 12-15
mörk úr hraðaupphlaupum og
vörnin var fín og markvarslan
fylgdi með í kjölfarið. Vissulega
vorum við að spila gegn lakara liði
en í fyrradag, en ég er samt virki-
lega sáttur með hvað stelpurnar
héldu dampi í leiknum og hættu
aldrei að spila sinn leik,“ sagði
Júlíus í viðtali við Fréttablaðið í
leikslok.
Hildigunnur Einarsdóttir var
atkvæðamest fyrir Ísland í leikn-
um og skoraði 9 mörk, Anna
Úrsúla Guðmundsdóttir kom næst
með sex mörk en hún gat ekki leik-
ið fyrsta leikinn gegn Litháen
sökum veikinda, Þórey Rósa Stef-
ánsdóttir skoraði fimm mörk og
þær Guðbjörg Guðmannsdóttir og
Dagný Skúladóttir skoruðu þrjú
mörk hvor. Berglind Íris Hans-
dóttir og Íris Björk Símonardóttir
skiptu hálfleikjunum á milli sín og
vörðu báðar 13 skot, samtals 26
skot, en Berglind varði þar af eitt
víti. Íslenska liðið hvílir í dag en
mætir Grikklandi á morgun.
„Ég náði að rúlla öllum mann-
skapnum í leiknum gegn Ísrael og
allar stelpurnar komust frá leikn-
um án meiðsla og án mikils álags
sem er kostur fyrir okkur upp á
framhaldið að gera. Leikurinn
gegn Grikklandi verður eflaust
mjög erfiður en ég tel okkur eiga
ágæta möguleika og við ætlum að
byggja á þessum sigri gegn Ísrael
og reyna að gera okkar allra besta
það sem eftir er af undankeppn-
inni,“ sagði Júlíus. - óþ
Ísland burstaði Ísrael 34-17 í öðrum leik liðsins í undankeppni EM í gærdag:
Landsliðið fékk uppreisn æru
ENDURKOMA Íslenska kvennalandsliðið kom sterkt til baka eftir tapið gegn Litháen
í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins og pakkaði saman liði Ísraels, 34-17. Anna
Úrsúla Guðmundsdóttir átti fínan leik og skoraði sex mörk. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FÓTBOLTI Talsmaður enska
úrvalsdeildarfélagsins
Ports mouth staðfesti í gærkvöldi
að knattspyrnustjórinn Harry
Redknapp og stjórnarmaðurinn
Peter Storrie hefðu verið færðir í
gæsluvarðhald vegna rannsóknar
lögreglu um spillingu innan enska
fótboltans.
Snemma í gær var talað um
handtökur á 4-5 mönnum í
tengslum við fjármálamisferli og
spillingu. Seinna kom svo í ljós að
Redknapp og Storrie voru tveir
þeirra og samkvæmt heimasíðu
Evening Standard munu Milan
Mandaric, stjórnarformaður
Leicester og áður stjórnarfor-
maður hjá Portsmouth, og Amdy
Faye, leikmaður Rangers og
fyrrum leikmaður Portsmouth, og
umboðsmaðurinn Willie McKay
einnig hafa verið handteknir og
færðir til yfirheyrslu vegna
málsins.
Út frá þessum heimildum má
ætla að meint spilling hafi tengst
félagsskiptum Amdy Faye til
Portsmouth frá Auxerre á 1,5
milljónir punda í ágúst 2003. - óþ
Enska úrvalsdeildin:
Redknapp í
spillingunni?
TEKINN Harry Redknapp, stjóri
Ports mouth, var í gær færður til yfir-
heyrslu vegna meintrar spillingar hjá
Portsmouth árið 2003. NORDICPHOTOS/GETTY