Fréttablaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 32
32 29. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Björn Þór Sigbjörnsson, Kristján Hjálmarsson og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI
RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á
höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
issn 1670-3871
UMRÆÐAN
Skuldatryggingar
Umhleypingasamri viku á íslenskum og erlendum fjármálamörkuðum lauk með
þeim tíðindum að álag skuldatryggingar
íslensku viðskiptabankanna náði áður
óþekktum hæðum. Föstudaginn 23. nóvem-
ber var 5 ára skuldatryggingarálag bank-
anna eftirfarandi: Kaupþing 367 punktar,
Glitnir 271 punktar og Landsbankinn 211 punktar.
Punktar þessir jafngilda prósentubrotum, þ.a.
367 punkta álag Kaupþings endurspeglar 3,67%
vaxtaálag ofan á grunnvexti á lánsfé til Kaupþings.
Til samanburðar má nefna að á undanförnum árum
hefur þetta álag farið lægst í um 12- 13 punkta, eða
0,12% álag á grunnvexti.
Á þessu gríðarlega álagi eru margar skýringar,
þ.m.t. þau róstur sem eru á alþjóðlegum fjármála-
mörkuðum. Á hitt ber hinsvegar einnig að líta að á
alþjóðlegum endurfjármögnunarmarkaði er
yfirleitt litið á Ísland sem eina heild. Gagnvart
Íslandi gilda einskonar landamörk (country limit)
hvað varðar útlánaáhættumat. Það þýðir að þegar
að íslenskt fjármálafyrirtæki leitar eftir endurfjár-
mögnun á alþjóðamarkaði er ekki einungis
litið á rekstrartölur viðkomandi fyrirtækis,
heldur einnig til heildar fjármögnunarstöðu
landsins þar sem það á höfuðstöðvar, þ.m.t.
allra fjármálafyrirtækja.
Þetta gerist ekki þegar í hlut eiga
fjármálafyrirtæki í öðrum ríkjum sem
Ísland ber sig alla jafna saman við. Dönsk
og þýsk fjármálafyrirtæki sækja t.d.
fjármögnum og sæta álagi í samræmi við
eigin styrk.
Það mikla álag sem viðskiptabankarnir, og önnur
íslensk fjármálafyrirtæki, sæta um þessar mundir
mun verulega hefta frekari vöxt þeirra og útrás ef
ástandið verður viðvarandi. Má leiða að því líkur
að sá kostur muni koma til alvarlegrar skoðunar
hjá a.m.k. einhverju þeirra, í ljósi hagsmuna bæði
hluthafa og viðskiptavina, að flytja höfuðstöðvar
sínar frá Íslandi til annars lands, t.d. Bretlands eða
Hollands. Sumum þeirra verður sú ákvörðun
auðveldari en öðrum í ljósi umfangs og eðlis
rekstrar þeirra. Það hefði hins vegar án efa
afdrifaríkar afleiðingar fyrir íslenskt efnahagslíf.
Höfundur er formaður
Framsóknarfélagsins á Akranesi.
Íslandsálagið
FRIÐRIK
JÓNSSON
Sameinuðu þjóðirnar birtu í fyrradag nýja skýrslu um
lífskjör, Human Development
Report 2007. Það vekur athygli og
fögnuð, að Ísland er nú í fyrsta
sinn í efsta sæti listans um lífskjör
þeirra 177 þjóða, sem listinn nær
yfir, en árin 2001-2006 var
Noregur í efsta sætinu og þar áður
Kanada 1990-2000, nema Japan
skauzt tvisvar upp í efsta sætið
(1991 og 1993). Noregur er nú í
öðru sæti, síðan koma Ástralía og
Kanada. Tölurnar taka til ársins
2005. Það vekur einnig athygli, en
kemur þó kannski ekki lengur á
óvart, að Bandaríkin skipa nú
tólfta sæti listans. Bandaríkin hafa
smám saman þokazt niður eftir
þessum lífskjaralista. Þau voru –
ásamt Íslandi – í öðru til þriðja
sæti listans 1980, og héldu öðru
sætinu 1985 og 1990 á eftir
Kanada og sukku síðan niður í
sjötta sæti 1995 og áttunda sæti
2000. Það er eftirtektarvert, að öll
efstu löndin á listanum eru
gamalgróin velferðarríki,
jafnaðarlönd. Í hópi tuttugu efstu
landanna er tekjuskiptingin
langsamlega ójöfnust í Bandaríkj-
unum. Tekjuskiptingin í Kanada
og Ástralíu er svipuð og í Frakk-
landi. Tekjuskiptingin í Bretlandi
ber meiri svip af Frakklandi en
Bandaríkjunum. Ísland hefur ekki
enn fengizt til að telja fram
tekjuskiptingartölur þrátt fyrir
ítrekaðar áskoranir til
Hagstofu Íslands.
Hvað sem öllu þessu líður og
þróunarlöndunum, sem eru
aðalefni skýrslunnar, ætti eitt
atriði að vekja sérstaka athygli í
okkar heimshluta, og það er þetta:
Iðnríkin halda hópinn. Löndin efst
á listanum standa svo þétt saman,
að lífskjaramunurinn á þeim er
varla marktækur. Lífskjaravísitala
Íslands í efsta sætinu er einni
prósentu hærri en vísitala
Svíþjóðar í sjötta sæti. Og
munurinn á Svíum í sjötta sætinu
og Bretum í sextánda sæti er ekki
heldur nema eitt prósent. Ekki nóg
með það: munurinn á Bretlandi í
sextánda sæti og Þýzkalandi í 23.
sæti er einnig eitt prósent, og tók
Þýzkaland þó upp á sína arma
sextán milljónir fátækra Austur-
Þjóðverja við sameiningu landsins
1990. Það var vel af sér vikið. Til
samanburðar er kjaravísitala
Indlands tólf prósentum hærri en
vísitala Pakistans. Vísitala
Botsvönu er helmingi hærri en
vísitala Sambíu samkvæmt
skýrslunni, svo að tvö önnur
grannlönd séu höfð til marks. En
iðnríkin vaxa saman, og þeim fer
fjölgandi. Írar voru í 22. sæti
listans 1980-1990, lyftu sér síðan
upp í sextánda sætið 2000 og sitja
nú í fimmta sætinu, næst á eftir
Kanada. Gott hjá þeim. Og gott hjá
okkur.
Yfirleitt hafa menn látið sér duga
að reisa samanburð á árangri
þjóða í efnahagsmálum á tiltækum
þjóðhagsreikningatölum um tekjur
á mann. Þessi hefðbundni mæli-
kvarði er þó að ýmsu leyti of
þröngur, og þess vegna tóku
Sameinuðu þjóðirnar nýjan kvarða
í notkun í tilraunaskyni. Vandinn
við að einblína á tekjur á mann
með gamla laginu er öðrum þræði
sá, að þjóðartekjum er misvel
varið. Ef tvær þjóðir hafa sömu
tekjur á mann og önnur lætur
heilbrigðismál og menntamál reka
á reiðanum, svo að fjöldi fólks
líður fyrir heilsuleysi og menntun-
arskort, þá býr hin þjóðin, sem
lagði rækt við heilbrigðismál og
menntun, klárlega við betri kjör á
heildina litið. Þetta er inntakið í
lífskjaravísitölu Sameinuðu
þjóðanna. Hún er meðaltal þriggja
talna: (a) vísitölu langlífis, sem
nýfædd börn eiga í vændum; (b)
vísitölu menntunar, sem ræðst að
einum þriðja af fullorðinslæsi og
að tveim þriðju af samanlagðri
skólasókn á öllum skólastigum, þó
án tillits til gæða skólanna; og (c)
vísitölu kaupmáttar þjóðartekna á
mann, þar sem þess er gætt, að
verðlag er af ýmsum ástæðum
mishátt eftir löndum. Það kostar
minna að láta klippa sig í Kalkúttu
en á Kópaskeri. Hugsunin á bak
við vísitöluna er með öðrum orðum
sú, að kaupmáttur þjóðartekna á
mann nái að fanga þá þætti
lífskjaranna, sem lýðheilsa og
menntunarstig ná ekki til.
Vísitalan er spor í rétta átt, en hún
nær þó ekki alla leið að settu
marki, eins og höfundar vísitölunn-
ar viðurkenna fúslega.
Hvað vantar?
Tvennt eða þrennt vantar enn í
vísitöluna. Í fyrsta lagi þyrfti að
skoða tekjur á hverja vinnustund
frekar en tekjur á mann til að
taka fyrirhöfnina á bak við
tekjuöflunina með í reikninginn.
Þetta skiptir máli í iðnríkjunum,
þar sem vinnuálagið er býsna
ólíkt eftir löndum. Í annan stað
þyrfti að skoða, hvernig tekjurnar
verða til og hvort þær eru
sjálfbærar. Sums staðar halda
menn uppi háum tekjum með því
að ganga á eignir sínar og
annarra, til dæmis umhverfið, og
safna skuldum, og það ætti að
réttu lagi að draga vísitöluna
niður í tæka tíð frekar en eftir
dúk og disk. Í þriðja lagi gæti
þurft að taka mið af því, að mikil
misskipting auðs og tekna getur
bitnað á lífskjörum almennings
umfram þau áhrif, sem birtast í
menntunarskorti og skertu
langlífi margra fátæklinga.
Við höldum hópinn
Í DAG | Ný skýrsla Samein-
uðu þjóðanna
ÞORVALDUR GYLFASON
MYRKVIÐIR MANNSHUGANS
SKRUDDA
Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík
s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is
www.skrudda.is
Einhver magnaðasta
glæpasaga sem ég hef
lesið lengi ... sambland
af veruleika og
skáldskap og einhver
best skrifaða flétta í
þeim dúr sem ég hef
kynnst.
– Matthías Johannessen,
matthias.is
Þ
egar frumvarpið um hlutafélagsvæðingu Ríkisút-
varpsins var til meðferðar á Alþingi lagði Samkeppn-
iseftirlitið fram álit. Þar kom fram að reglurnar um
hið nýja hlutafélag stönguðust í veigamiklum atriðum
á við grundvallarreglur samkeppnisréttarins. Fyrir
menntamálaráðherra var það ekki áhyggjuefni, heldur þvert á
móti gleðileg staðfesting á að tilganginum væri náð.
RÚV. ohf. gerði fyrir skömmu samning við fjölmiðlaeignar-
haldsfyrirtækið Ólafsfell hf. um fjárstuðning. Samningurinn
fól í sér brot á reglum um kostun dagskrárefnis sem settar eru
vegna samkeppnissjónarmiða. Í þeim tilgangi að sniðganga sam-
keppnisreglurnar lýstu stjórnendur RÚV. ohf. því yfir að farin
yrði hjáleið þegar kæmi að bókfærslu þessara tekna.
Andstætt lögum um RÚV. ohf. fær Ólafsfell hf. nánar skil-
greint neitunarvald varðandi þá dagskrárgerð á vegum RÚV.
ohf. sem samningurinn tekur til. Allt er þetta gert vegna þess
að menntmálaráðherra telur að tilgangurinn helgi meðalið í
baráttunni fyrir því að skekkja samkeppnisstöðu á fjölmiðla-
markaði.
Kostnaður RÚV. ohf. fór 65 milljónum króna fram úr áætl-
un á þessu ári. Af því tilefni samþykkti Alþingi aukastyrk
til hlutafélagsins. Þetta er gert fyrir þá sök að menntamála-
ráðherra vill nota peninga skattborgaranna umfram það sem
almenn lög gera ráð fyrir til enn frekari mismununar á sam-
keppnismarkaði.
Í lögum um RÚV. ohf. er sama regla um óhlutdrægni starfs-
manna þess og gilti fyrir hlutafélagsvæðinguna. Útvarpsstjóri
átti nýlega viðtal við einn af miðlum samstarfsfyrirtækis-
ins Ólafsfells hf. Þar kemur fram sú skoðun útvarpsstjóra að
stjórnendur og starfsmenn allra annarra fjölmiðla en þeirra
sem Ólafsfell hf. á í, eða eru í samstarfi við það fyrirtæki, séu
handgengnir eigendum sínum.
Ritstjórum Fréttablaðsins og blaðamönnum þess sem og ann-
arra miðla í eigu 365 hf. líkir útvarpsstjóri við „flaðrandi rakka“
með lappirnar upp um eigendur sína bítandi í hælana á þeim sem
þeir telja eigendunum andsnúna. Áður hefði verið óhugsandi að
útvarpsstjóri gengi um óhlutdrægnisregluna með þessum hætti.
Nú gerist þetta vegna þess að menntamálaráðherra er ekki á
móti skapi að stjórnendur RÚV. ohf. leggi rækt við fjölmæli um
valda samkeppnisaðila.
Ritstjórar þessa blaðs hafa talað fyrir því að almennar sam-
keppnisreglur gildi á fjölmiðlamarkaði með því fráviki sem
lýtur að sérstakri menningarlegri almannaþjónustu eins og til
að mynda þeirri sem RÚV. ohf. rekur enn með reisn og af ríkum
metnaði með Rás eitt og mætti gjarnan ná til sjónvarpsins.
Ekkert feimnismál er að þessi grundvallarhugmyndafræði,
sem byggist á gömlum merg, fer saman við hagsmuni útgefenda
blaðsins að því best er vitað. Menntamálaráðherra er hins vegar
af einhverjum ástæðum andvígur jafnri samkeppnisstöðu að
þessu leyti. Útvarpsstjóri hefur á kostnað skattborgaranna tekið
að sér að sækja og verja þá pólitík.
Þegar útvarpsstjóri lýsir því í tilvitnuðu viðtali að það sé gleð-
in en ekki gáfurnar sem ráða eigi för má vera að skýringin sé sú
að menntamálaráðherra vilji einfaldlega ekki gáfulega stjórnun
á útvarpi ríkisins.
Grundvallarreglur og „flaðrandi rakkar“:
Útvarp gleðinnar
ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR
Var Haukur svo slæmur?
Þau gleðitíðindi hafa borist frá Orku-
veitu Reykjavíkur að rekstur fyrirtæk-
isins fyrstu níu mánuði ársins skilaði
tæplega 6,4 milljörðum króna í hagn-
að. Það er ekkert smáræði, sérstak-
lega þegar haft er í huga að á sama
tíma í fyrra tapaði Orkuveitan tæplega
1,2 milljörðum. Viðsnúningurinn er
algjör. Athygli vekur að þessi mikla
bragarbót á rekstri Orkuveitunnar átti
sér stað í þá tíð sem Haukur Leósson
var stjórnarformaður Orku-
veitunnar. Sjálfstæðismönn-
um þótti árangur fulltrúa
síns í stjórn Orkuveitunn-
ar þó ekki tilkomumeiri
en svo að Haukur var
fyrstur látinn fjúka
þegar REI-málið
sprakk í loft upp.
Í flóttamannahjálpinni
Blaðamennirnir Davíð Logi Sig-
urðsson og Ólafur Teitur Guðnason
hafa sagt störfum sínum lausum hjá
Morgunblaðinu og Viðskiptablaðinu.
Davíð Logi hefur verið ráðinn til
starfa hjá Palestínuflóttamannahjálp
Sameinuðu þjóðanna en Ólafur
Teitur ætlar að vinna á samskiptasviði
Straums-Burðaráss. Á heimasíðu
Davíðs Loga minnir almannateng-
illinn Örn Úlfar Sævarsson á að
starf í fjármálageiranum er ekki
eintómur dans á rósum eftir
þau áföll sem hafa riðið yfir
fjármálaheiminn undanfarið:
„Er ekki rétt að óska mönnum
til hamingju með svona?
Þið Ólafur Teitur farið
hvor í sína flóttamanna-
hjálpina.“
Dauðaþögn
Endurminningar Guðna Ágústsson-
ar, sem Sigmundur Ernir Rúnarsson
skráir, hafa vakið athygli – sérstaklega
frásagnir af skærum Guðna og Davíðs
Oddssonar í kringum fjölmiðlalögin
og að flokksbræður Guðna hafi veist
harkalega að honum til að bola
honum burt. Ekki liggur fyrir hvernig
upplifanir Guðna koma flokksbræðr-
um hans fyrir sjónir því enn hefur
hvorki heyrst hóst né stuna frá þing-
mönnum Framsóknarflokksins um
bókina. Bloggararnir Siv Friðleifs-
dóttir og Björn Ingi Hrafnsson hafa
þó bæði kunngjört að bókin sé á
náttborðinu hjá þeim. En voðalega
sækist þeim lesturinn seint.
bergsteinn@frettabladid.is