Fréttablaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 34
34 29. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR Auglýsingasími – Mest lesið UMRÆÐAN Efnahagsmál Í marsmánuði árið 2001 voru Samtök atvinnulífsins fylgj- andi þeirri ákvörðun að taka upp formlegt verð- bólgumarkmið með fljótandi gengi krón- unnar. Fastgengis- stefnan, sem áður var við lýði, var ekki lengur framkvæmanleg hér á landi við frjálsa fjármagnsflutninga og því var ekki annar betri kostur fyrir hendi á þeim tíma. Samtökin höfðu þó efasemdir um hina nýju skipan, einkum vegna möguleika á mikl- um sveiflum á gengi krónunnar. Þá höfðu menn áhyggjur af því, að verulegri gengisóvissu fylgdi mik- ill vaxtamunur gagnvart við- skiptalöndunum, sem hefði skað- leg áhrif á atvinnulífið, einkum útflutningsatvinnugreinar. Á þeim tíma töldu samtökin, að reynsla næstu missera skæri úr um það, hvort flotgengisstefna væri hag- felldur kostur fyrir íslenskt atvinnulíf eða hvort stefnan yrði of dýru verði keypt og framtíðar- skipan Íslands í peningamálum fælist í myntsamstarfi. Þessar efasemdir hafa því miður reynst á rökum reistar, þótt eng- inn sæi fyrir, að raun- gengi krónunnar, þ.e. innlendur kostnaður reiknaður í erlendri mynt miðað við við- skiptalöndin, ætti eftir að hækka jafn mikið og raun ber vitni, en síð- astliðin þrjú ár hefur það verið um 10% hærra en raunin var að meðaltali síðustu 10 ár. Hemja verður opinber útgjöld Stýrivöxtum Seðlabankans er ætlað að hafa áhrif á vexti banka og annarra aðila, sem síðan eiga að koma fram í heildareftirspurn, fjárfestingu og neyslu. Ekki er deilt um það samhengi milli vaxta og eftirspurnar. Vandinn er á hinn bóginn sá, að slíkt samband er veikt hér á landi, annars vegar vegna hárrar hlutdeildar verð- tryggingar og erlendra fjárfest- ingarlána og hins vegar vegna starfsemi Íbúðalánasjóðs, sem togað hefur í gagnstæða átt við Seðlabankann í reiptogi opinberra aðila við stjórn efnahagsmála. Til viðbótar þessu hefur fjármála- stjórn bæði ríkis og ekki síður sveitarfélaga engan veginn stuðl- að nægjanlega að því að stýra opinberum útgjöldum í samræmi við efnahagsástandið og hefur Seðlabankinn ítrekað bent á nauð- syn þess að hemja opinber útgjöld í því skyni að draga úr eftirspurn. Dýrir stýrivextir Við aðstæður mjög hárra vaxta skapast tækifæri fyrir spákaup- menn að hagnast á þeim vaxta- mun, sem er á milli Íslands og ann- arra landa, en hann hefur þau áhrif að styrkja gengi krónunnar langt umfram jafnvægisgengi. Þetta hefur verið langsýnilegasta og áhrifamesta afleiðing hárra stýrivaxta undanfarin ár. Reynsla síðustu missera gefur sterklega tilefni til þess að ætla, að háir stýrivextir séu bitlítið vopn í bar- áttu gegn ofþenslu í íslensku hag- kerfi. Í stað þess að draga úr heild- areftirspurn bendir flest til þess, að háir vextir stuðli að háu gengi krónunnar, sem aftur stuðlar að auknum kaupmætti launa, örvar eftirspurn og fjárfestingu heimila og fyrirtækja, en leggst að sama skapi þungt á útflutningsatvinnu- greinar í formi minni útflutnings- tekna og dregur verulega úr mögu- leikum þeirra til þess að standa undir launakröfum, sem gerðar eru á atvinnulífið í heild. Heildar- áhrif hárra stýrivaxta skerða því verulega svigrúm atvinnulífsins við gerð kjarasamninga, og er hætt við því, að afleiðingar þess geti orðið afdrifaríkari fyrir launafólk og íslenskt efnahagslíf en skammtímaávinningur í formi aukins kaupmáttar. Óverðtryggð króna léttvæg Samtök atvinnulífsins hafa ítrek- að hvatt ríkisstjórnina til þess að taka á þeirri sjálfheldu, sem stjórn peningamála og hagstjórnin hefur ratað í. Atvinnulífið getur ekki þolað þá skertu samkeppnisstöðu, sem of há verðbólga, viðvarandi háir vextir, hátt raungengi og óhóflegar gengissveiflur hafa skapað. Tilraunir Seðlabankans undanfarin ár til þess að hafa hemil á verðbólgu með vaxta- hækkunum hafa sýnt, að þetta tæki bankans dugar lítið í þeirri viðleitni. Ástæðurnar eru fyrst og fremst þær, að markaðshlutdeild óverðtryggðrar krónu, sem stýri- vextir bankans hafa einkum áhrif á, er orðin mjög lítil í lánakerfinu og að hlutdeild erlendra lána fer sífellt vaxandi. Um þessar mundir er hlutdeild óverðtryggðra útlána bankanna innan við fjórðungur, verðtryggð lán tæpur þriðjungur og gengisbundin lán tæpur helm- ingur. Einnig er vert að hafa í huga, að verðhækkun síðastliðna 12 mánuði mæld með vísitölu neysluverðs án húsnæðis nemur 1,9% og er þannig töluvert undir 2,5% verðbólguviðmiði Seðlabank- ans, en á sama tíma hefur verð- hækkun mæld í vísitölu neyslu- verðs með húsnæði numið 5,2%. Í þessu sambandi er vert að benda á, að hækkun húsnæðisliðar vísi- tölu neysluverðs undanfarin fjög- ur ár nægði ein og sér til þess að vísitalan í heild hækkaði um 2,5% árlega og því hefði verðbólgu- markmið Seðlabankans ekki náðst nema með því að aðrir liðir hefðu ekkert hækkað á sama tíma. Gefur auga leið, að slíkt markmið er með öllu óraunhæft, enda hlýtur að orka tvímælis svo vægt sé til orða tekið að mæla verulega skamm- tímahækkun á húsnæði inn í vísi- tölu á tímapunkti húsnæðiskaupa, þar sem stærsti hluti kaupverðs dreifist yfir langan tíma. Mjög mismunandi er hvort og þá hvern- ig aðrar þjóðir taka tillit til fast- eignaverðs eða verðs á eigin hús- næði í vísitölu neysluverðs. Í mörgum ríkjum OECD er húsnæð- iskostnaður ekki mældur í verð- bólguvísitölum og það sama á við um hina samræmdu vísitölu ESB. Í hópi þessara ríkja eru meðal annarra Belgía, Spánn, Frakkland, Ítalía og Lúxemborg. Flest ríki OECD nota hins vegar svokallaða leiguígildisaðferð, þ. á m. Banda- ríkin, Danmörk og Noregur, en þar er markaðsverð á leiguhús- næði lagt til grundvallar við mat á verðbólgu. Ný hernaðaráætlun nauðsynleg Í stað þess að beita bitlausu vopni stýrivaxta af vaxandi þunga er löngu orðið tímabært að skipta um vopn og byggja upp nýja hernað- aráætlun, sem beinist að hinum raunsanna andstæðingi. Fjármál ríkis og sveitarfélaga þurfa að veita meira aðhald og takmarka verður útlán Íbúðalánasjóðs. Í lögum um Seðlabanka Íslands er kveðið á um það sem meginmark- mið bankans að stuðla að stöðugu verðlagi. Honum er heimilt með samþykki forsætisráðherra að lýsa yfir tölulegu markmiði um verðbólgu og honum er skylt að stuðla að framgangi stefnu ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálum, enda telji hann það ekki ganga gegn meginmarkmiði um stöðugt verðlag. Þetta samhengi þurfa ríkis stjórn og stjórnendur Seðla- bankans að skilgreina sameigin- lega og vissulega verður að ætlast til þess, að ríkisstjórnin leiði slíka stefnumörkun. Seðlabankanum er ekki ætlað að sigla einn um ólg- andi haf. Ef einungis er að finna bitlausar sveðjur í vopnabúri Seðlabankans, þá er nauðsynlegt að leita liðstyrks þeirra, sem búa yfir annars konar vopnum. Tali menn ekki saman, þá er annars ekki að vænta en að áfram verði gengið fram af því meiri hörku með bitlaus vopnin, þar til kraftar þverra. Draga verður úr verðbólgu og óstöðugleika Brýnt er að endurskoða nú þegar stefnuna í efnahags- og peninga- málum. Núverandi blanda hag- stjórnaraðgerða opinberra fjár- mála, Íbúðalánasjóðs og stýrivaxta er ekki til þess fallin að stuðla að jafnvægi í efnahagslífinu og draga úr verðbólgu. Hágengistímabil krónunnar koma illa niður á fyrir- tækjum í alþjóðlegri samkeppni og óstöðugleiki gengisins breytir forsendum rekstrarlegra ákvarð- ana í öllum atvinnugreinum á ófyrirsjáanlegan hátt. Nú er komið að þeirri stund, að knýja verður á um samræmdar aðgerðir ríkis- stjórnar og Seðlabanka, þar sem væntingar um starfsumhverfi atvinnulífsins á komandi misser- um munu hafa veruleg áhrif á gerð kjarasamninga á næstu vikum. Höfundur er formaður Samtaka atvinnulífsins. Út úr öngstrætinu INGIMUNDUR SIGURPÁLSSON B&L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.