Fréttablaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 28
28 29. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 554
6.811 +2,05% Velta: 8.962 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 10,22 +0,00% ... Bakkavör
58,00 +1,93% ... Eimskipafélagið 36,80 +0,41% ... Exista 24,75
+3,34% ... FL Group 19,95 +1,53% ... Glitnir 24,45 +1,24% ... Ice-
landair 27,05 +0,00% ... Kaupþing 913,00 +1,78% ... Landsbankinn
37,00 +1,79% ... Straumur-Burðarás 16,00 +5,96% ... Össur 98,90
+0,00% ... Teymi 6,25 +0,16
MESTA HÆKKUN
STRAUMUR-BURÐA. 5,96%
EXISTA 3,34%
365 3,32%
MESTA LÆKKUN
SPRON 1,69%
ATLANTIC PETROL. 1,56%
FLAGA 0,92%
Steve Jobs, stofnandi og forstjóri
bandaríska tölvu- og jaðarbúnað-
arframleiðandans Apple, er
áhrifamesti forstjóri heims, sam-
kvæmt nýrri úttekt viðskiptatíma-
ritsins Fortune. Jobs er helst talið
til tekna að vera maðurinn á bak
við það að koma Apple aftur á
kortið sem leiðandi fyrirtæki í
tölvu- og hugbúnaðargeiranum
eftir heldur dapra tíð auk þess að
vera heilinn á bak við tónlistar- og
myndspilarann iPod og margmiðl-
unarsímann iPhone.
Jobs stofnaði Apple ásamt Steve
Wozniak árið 1976. Hann starfaði
sem forstjóri fyrirtækisins næstu
níu árin en sagði því lausu eftir
deilu við stjórn Apple. Hann setti
ýmis sprotafyrirtæki á laggirnar,
þar á meðal tölvufyrirtækið Pixel
sem sló í gegn með tölvuteikni-
myndinni Toy Story, en sneri aftur
til Apple árið 1997 og tók strax til
við stýra því á rétta braut.
Indra Nooyi, forstjóri banda-
ríska gosdrykkjaframleiðandans
Pepsi, er hins vegar áhrifamesta
kona heims í viðskiptalífinu að
mati Fortune. Nooyi, sem tók við
forstjórastólnum fyrir rétt rúmu
ári, situr í 22. sæti listans. - jab
Steve Jobs áhrifa-
mesti forstjórinn
STOLTUR FORSTJÓRI Steve Jobs, stofn-
andi og forstjóri Apple, er áhrifamesti
forstjóri í heimi, samkvæmt Fortune.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
„Mér skilst að ég komist ekki hjá
því að greiða þetta,“ segir Sigurð-
ur Örn Sigurðsson fasteignasali.
Hann er í forsvari fyrir félagið
Þrándartún sem á jarðir undir frí-
stundabyggð í Skeiða- og Gnúp-
verjahreppi.
Lögheimtan krefur Þrándartún
um hátt í 23 þúsund krónur vegna
vangoldinna fasteignagjalda af
einum skika frá því í mars, að
öðrum kosti verði eignin seld
nauðungarsölu. Höfuðstóll skuld-
arinnar nemur 2.292 krónum.
„Auðvitað er þetta sláandi,“
segir Sigurður Arnar Jónsson, for-
stjóri Intrum. „En af hverju var
hann ekki búinn að gera þetta upp
fyrir löngu?“ spyr Sigurður Arnar.
„Ég taldi mig nú vera búinn að
því,“ segir Sigurður Örn sem segir
málið liggja í mistökum sveitarfé-
lagsins. „Það átti að taka þetta af
visakortinu.
Sigurður Jónsson, sveitarstjóri í
Skeiða- og Gnúpverjahreppi, segir
að telji menn sig hafa orðið fyrir
misrétti, þá þurfi bara að senda
sveitarfélaginu formlegt erindi.
„Við höfum engan áhuga á að sýna
mönnum einhvern skepnuskap.“
Sigurður Örn gagnrýnir hins
vegar innheimtuferlið. „Það lítur
út fyrir að sjálfvirknin hafi tekið
völdin í innheimtunni og ekki hægt
að ná kröfunni út.“
Sigurður Örn væntir þess að
frumvarp viðskiptaráðherra um
innheimtulöggjöf komi í veg fyrir
mál af þessu tagi í framtíðinni.
- ikh
Skuldin tífaldaðist
„Samrunum hefur fjölgað og það
var orðið tímabært að endurskoða
þennan kafla samkeppnislag-
anna,“ segir Áslaug Árnadóttir,
skrifstofustjóri í viðskiptaráðu-
neytinu.
Fyrirtæki fá ekki að renna
saman fyrr en Samkeppniseftirlit-
ið hefur fjallað um samrunann,
samkvæmt drögum að frumvarpi
til breytinga á samkeppnislögum.
Drögin eru birt á heimasíðu við-
skiptaráðuneytisins. Fólk getur
gert athugasemdir við drögin.
Einnig er lagt til að heimildir
Samkeppniseftirlitsins til að
ógilda samruna verði auknar.
Búist er við því að ríkisstjórnin
fjalli um frumvarpið fljótlega.
- ikh
Nýr samrunakafli
TÍU ÁHRIFAMESTU FORSTJÓRARNIR
1. Steve Jobs, forstjóri Apple.
2. Rupert Murdoch, forstjóri News Corp.
3. Lloyd Blankfein, forstjóri Goldman Sachs.
4. Eric Schmidt, Larry Page og Sergei Brin, forstjóri og stofnendur Google.
5. Warren Buffett, forstjóri Berkshire Hathaway.
6. Rex Tillerson, forstjóri Exxon Mobil.
7. Bill Gates, stjórnarformaður Microsoft.
8. Jeff Immelt, forstjóri General Electric.
9. Katsuaki Watanabe, forstjóri Toyota.
10. A.G. Lafley, forstjóri Procter & Gamble.
Heimild: Fortune.
SUNDURLIÐUN KRÖFUNNAR
Krafan um fasteignagjöldin er frá 1. mars.
Höfuðstóll 2.292
Dráttarvextir (til 15.11.2007) 404
Innheimtuþóknun 10.363
Ritun greiðsluáskorunar 7.657
Birting greiðsluáskorunar 1.850
MARKAÐSPUNKTAR
Færeyska flugfélagið Atlantic Airways
greindi frá því í gær að það hefði selt
33 prósent hlutafjár í útboði. Salan er
liður í einkavæðingu færeyskra félaga,
að því er segir í tilkynningu.
Bandaríska veðlánafyrirtækið Freddie
Mac, stærsta fyrirtækið í þessum
geira þar í landi, ætlar að gefa út nýtt
hlutafé og bæta eiginfjárstöðuna í
skugga rúmlega eins milljarða dala
útlánataps á bandarískum fasteigna-
lánamarkaði.
Samhæfingarferli Versacold, Atlas og
Eimskips í Bandaríkjunum og Kanada
er lokið og mun Brent Sugden,
forstjóri yfir kæli- og frystigeymslu-
sviði Eimskips í Ameríku, mun stýra
starfsemi fyrirtækisins þar. Reynir
Gíslason, sem verið hefur forstjóri
yfir annarri starfsemi, hefur látið af
störfum.
Tekjuskattur á lögaðila í
fyrra nam tugum milljarða
króna. Næstum ekkert kom
frá stóriðjufyrirtækjunum.
Álverið í Straumsvík, Norðurál á
Grundartanga og Járnblendiverk-
smiðjan greiða næstum engan
tekjuskatt til íslenska ríkisins.
Samkvæmt upplýsingum frá
fjármálaráðuneytinu er skattstofn
fyrirtækja í málmiðnaði um 350
milljónir króna. Framleiðslufyrir-
tækin séu þar hverfandi hluti. Lík-
lega hafi þau greitt um sex millj-
ónir króna á síðasta ári.
Fyrirtæki greiða skatt af hagn-
aði.
Upplýsingar um hagnað Alcans/
Rio Tinto í Straumsvík í fyrra
liggja ekki fyrir, en árin 2001 og 2
nam hagnaður af rekstri álversins
í Straumsvík milli tveggja og
þriggja milljarða króna. Álverð
hefur farið hækkandi á mörkuð-
um síðan.
Hagnaður af rekstri Norðuráls
árið 2003 var röskur milljarður
króna. Nýrri upplýsingar liggja
ekki fyrir.
Ragnar Guðmundsson, forstjóri
Norðuráls, bendir á að hafi fyrir-
tæki lagt út í miklar fjárfestingar
séu skattalegir afskriftarstofnar
háir fyrstu árin. „Hins vegar
greiðum við há fasteignagjöld og
hafnargjöld.“ Þá séu meðallaun
starfsmanna í áliðnaði há og
starfsmenn þeirra greiði því mik-
inn tekjuskatt og útsvar.
Engar upplýsingar fengust um
rekstur Íslenska járnblendifélags-
ins við vinnslu fréttarinnar.
Álverið í Straumsvík er í eigu
Alcans/Rio Tinto. Century Alu-
minium á Norðurál. Elkem ASA í
Noregi á Járnblendiverksmiðj-
una.
Tekjuskattur á lögaðila í heild
nam tæpum 43 milljörðum króna.
Þar af greiddu fjármálafyrirtæki
tæpan helming.
Fyrirtækjaskattur hefur rúm-
lega fjórfaldast frá því að tekju-
skattur á lögaðila var lækkaður úr
30 í átján prósent, að því er fram
kemur í vefriti fjármálaráðuneyt-
isins. ingimar@frettabladid.is
Stóriðjan greiðir lítinn
tekjuskatt hérlendis
STARFSMENN Í KERSKÁLA NORÐURÁLS Þeir greiða tekjuskattinn.
Milljarðar á sextíu dögum
Fjölmiðlar hafa verið duglegir að segja frá hagnaði
fjárfesta undanfarin ár. Nú hafa markaðir lækkað
og þá beinast augun að þeim sem tapa verðmæt-
um. Á síðu Vísir.is um viðskipti í gær kom fram að
Bakkabræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir
hefðu orðið hvað verst úti í lækkunum á hluta-
bréfamarkaðnum undanfarna 60 daga. Alls hefur
eign Bakkabraedra Holdings, eignarhaldsfélags
þeirra, í Exista rýrnað um 44,4 milljarða frá
1. október. Verðmæti eigna fjárfestingafé-
lagsins Gnúps, sem er í eigu Magnúsar
Kristinssonar, Kristins Björnssonar og
Þórðar Más Jóhannessonar, hafa jafn-
framt minnkað um tæpa tólf milljarða
króna. Ólafur Ólafsson í Samskipum
hefur líka tapað verðmætum á þessum
tíma, eða 15,5 milljarða. Fæstir eru
þeir þó á flæðiskeri staddir
enda hafa þeir hagnast gríðar-
lega mikið á síðustu árum.
Sumir grétu, Hallur hló
Hallur Magnússon, sviðstjóri hjá Íbúðalánasjóði,
hefur, eins og fram hefur komið, sagt upp hjá
sjóðnum. Það mun vera vegna þess að hann
ætlar að skipta um starfsvettvang og hasla sér völl
sem ráðgjafi. Umskiptin tengjast því ekki að Hall-
ur var snupraður í starfi fyrir nokkrum mánuðum
fyrir að dreifa auglýsingum, sem sneru út úr aug-
lýsingaherferð Kaupþings. Þegar KB banki breytti
nafni sínu í Kaupþing sást starfsfólk bankans
hágráta í auglýsingum enda að hætta hjá
KB banka en varð svo fullkomlega sátt
við að byrja hjá Kaupþingi. Einhverjir
húmoristar á auglýsingastofu sneru út úr
þessu og birtu sams konar auglýsingu af
fólki grátandi yfir til dæmis háum vöxtum.
Mörgum fannst þetta skondið, meðal
annars Halli sem sendi þetta áfram frá
netfangi sínu á fjölda fólks. Það fannst hins
vegar ekki öllum fyndið og fékk hann
tiltal fyrir.
Peningaskápurinn …