Fréttablaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 44
29. NÓVEMBER 2007 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● íslenskur iðnaður
Erlendur Ólafsson rekur gleriðju
á horni Sundlaugavegar og Laugar-
nesvegar í Reykjavík. Þar fæst
hann við speglagerð, glerslípun,
glerskurð og innrömmun og slíka
iðn hefur hann stundað í áratugi.
„Ég hef rekið eigið fyrirtæki frá
1990 og var áður búinn að vinna
við gleriðju í tuttugu ár hjá sama
manninum, lengst af í Þverholt-
inu,“ segir hann.
Erlendur kveðst skera niður
gler og spegla og ramma inn eftir
óskum hvers og eins auk þess sem
hann selji tilbúna spegla. „Speglar
eru sjálfsagðir í forstofur, svefn-
herbergi og ganga og svo hafa
margir orðið spegla í stofunum
líka,“ segir hann.
„Það fer eftir smekk hvort og
hvernig ramma fólk velur en silf-
ur og stállíki er vinsælt ramma-
efni ekki síst á baðherbergin,“
segir Erlendur. Hann er líklega
sá eini hér á landi sem framleiðir
spegla með hömruðum brúnum og
segir þá sívinsæla. - gun
Hamraðir
speglar vinsælir
Erlendur hefur fengist við glerslípun í
37 ár.
Bættu um betur er tilraunaverk-
efni sem gengur út á að meta færni
sem aflað hefur verið á vinnu-
markaði inn í iðnnám. „Mér sýn-
ist á öllu að við förum af stað með
tvo hópa eftir áramót, í bifvéla-
virkjun og húsasmíði,“ segir Val-
geir Magnússon, náms- og starfs-
ráðgjafi hjá Símenntunarmiðstöð
Eyjafjarðar, skammstafað Símey.
„Það eru meistarar í iðninni, Verk-
menntaskólinn og við sem komum
að þessu verkefni. Iðan er komin
með reynslu af því og við njótum
handleiðslu hennar.“ - gun
Bæta um betur
Húsasmíði heillar marga.
María Ragnarsdóttir sjúkra-
þjálfari hefur hannað nýtt tæki
sem veitir hlutlægar niður-
stöður í mælingum á hreyfing-
um hryggjarliða.
„Tækið mælir hreyfingar á milli
einstakra hryggjarliða. Það er lítið
og nett þannig að haldið er á því,
það lagt á bakið og þrýst með því á
hryggjarliðinn. Það sýnir þá bæði
magn þrýstingsins, sem er notað-
ur, og hreyfinguna sem verður við
þrýstinginn og við það fæst fall af
þessu tvennu.“
Þetta segir María Ragnarsdóttir
sjúkraþjálfari um nýtt tæki sem
hún hefur unnið að því að þróa í
samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð
Íslands og sérhæfða tæknimenn
með styrk frá Tækniþróunar sjóði
síðastliðin ár og stefnir að því
að markaðssetja og framleiða á
næstu árum. Tækið mun gagnast
sjúkraþjálfurum við mælingar
á stífleika liða hjá fólki með ein-
kenni frá baki og gefa hlutlægar
niðurstöður.
„Hingað til hafa sjúkraþjálfarar
þjálfað sig í að skynja og meta
hreyfingar hryggjarliða,“ útskýrir
María og bætir við að vandinn við
þetta sé að niðurstöður matsins
séu huglægar og geti því verið
mismunandi milli mælanda og
frá einu mati til annars. „Ég tel
að tækið gefi nákvæmara mat á
hrygghreyfingum sem getur leitt
til markvissari meðferðar og betri
árangurs.“
Eins vonast María til að tækið
auki trúverðugleika meðferðar-
innar fyrir þá sem beita henni. „Á
ráðstefnum um allan heim segjast
menn hafa náð svo og svo miklum
árangri með meðferð, en þeir hafa
verið gagnrýndir fyrir að geta
ekki sýnt fram á það með rann-
sóknum,“ segir hún. „Með tæk-
inu verður það hægt í nákvæmum
tölum.“
Hugmyndina að tækinu fékk
María þegar hún var að hlúa
að íþróttameiðslum sonar síns.
„Hann fékk læsingu í mjóbakið og
ég var að reyna að losa um hana.
Þá hugsaði ég með mér að sniðugt
væri að geta mælt hreyfingarnar.
Þannig hófst þetta,“ segir María,
sem aðspurð segist ekki skilja af
hverju engum hafi dottið í hug að
hanna svona mæli fyrr.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
María sendir frá sér nýjung í heil-
brigðistæknigeiranum. Hún átti
hugmyndina að öndunarhreyf-
ingamælinum ÖHM-Andra, sem
mælir öndunarhreyfingar, og lenti
í fyrsta sæti í keppninni „Upp úr
skúffunum“ árið 1999.
María segir að með aðstoð hans
hafi fengist ný þekking úr rann-
sóknum sem hafi verið kynntar
í erlendum tímaritum og á ráð-
stefnum úti í heimi.
Eftirspurn eftir mælinum er nú
að aukast en María segir að það
hafi engu að síður reynst erfitt að
markaðssetja hann. Hún vonast til
að það verði auðveldara með nýja
mælitækið.
„Kannski verður það auðveld-
ara með nýja tækið,“ segir María
hugsi. „Það er sett saman úr að-
keyptum hlutum og líklegra til
að verða framleiðsluvara hér en
ÖHM-Andri. Heimsmarkaðurinn
er stærri og tækið lítið, svo auð-
velt ætti að vera að senda það út
um allan heim.“
María hefur fyrir hönd fyrir-
tækis síns MTT ehf. sótt um einka-
leyfi á tækinu og því ferli er að
ljúka. Hún hyggst kynna tækið á
ráðstefnu í Hollandi í júní á næsta
ári og reiknar með að framleiðsla
þess hefjist í kjölfarið. - rve
Ný uppfinning sem mun
gagnast bakveikum vel
María Ragnarsdóttir hannaði fyrir nokkrum árum öndunarhreyfingamæli. Nú hefur hún búið til tæki sem mælir hreyfingar á milli
einstakra hryggjarliða. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Teikning af mælitækinu sem er lagt á
bakið og þrýst á hryggjarliðinn.
Stofnun og rekstur fyrirtækja
er námskeið ætlað öllum sem
hafa áhuga á gerð viðskipta-
áætlana og vilja hefja sjálf-
stæðan rekstur.
„Þetta er vikulangt kvöld- og
helgar námskeið sem snýst fyrst
og fremst um hvernig skrifa eigi
viðskiptaáætlanir. Að því loknu
eiga þátttakendur að vera færir
um að skrifa slíka áætlun, greina
markaðstækifæri sinna viðskipta-
hugmynda og geta reiknað út
hvort viðskiptahugmyndirnar séu
vænlegar eða ekki,“ segir Kristján
Óskarsson verkefnastjóri hjá Ný-
sköpunarmiðstöð Íslands um nám-
skeiðið Stofnun og rekstur fyrir-
tækja, sem hefst fimmtudaginn 6.
desember.
Markaðsmál, fjármál og
rekstrar mál eru meðal þess
sem tekið er fyrir námskeið-
inu, sem byggist upp á fyrir-
lestrum, hóp- og verkefnavinnu.
Í verkefnavinnunni er unnið að
viðskiptaáætlun á meðan á nám-
skeiðinu stendur. Þátttakendur
hafa síðan val um að halda í lokin
kynningu byggða á eigin hug-
myndafræði, án þess þó að þurfa
að ljóstra upp viðskiptaleynd-
armálum eins og Kristján orðar
það. Er það gert til að fá álit sam-
nemenda og heyra hvort hug-
myndin sé rökfræðilega rétt.
Að sögn Kristjáns er námskeiðið
opið öllum sem hafa áhuga á að
stofna fyrirtæki eða vilja ná betri
tökum á rekstri fyrirtækis. „Til
okkar kemur alls konar fólk, líka
fólk með mikla reynslu af rekstri.
Það sem menn læra á þessu nám-
skeiði nýtist í hvað fyrirtækja-
rekstur sem er.“
Hann bætir við að ástæður þess
að fólk skrái sig á námskeiðið séu
æði ólíkar, en algengt sé að menn
leiti einhverrar heildarmyndar.
„Mönnum finnst oft erfitt að henda
reiður á sölumöguleikum hug-
mynda sinna; hverjar hugsan legar
tekjur og gjöld af hugmyndinni
verði. Viðskiptaáætlun útskýrir
þetta. Hún gefur þessar tölur.“
Kristján tekur fram að þó sé
nauðsynlegt að menn geri sér
strax í upphafi raunhæfar vænt-
ingar til námskeiðsins. „Þeir
koma ekki á námskeið af þessu
tagi og stofna fyrirtæki daginn
eftir. Viðskiptaáætlun og stofn-
un fyrirtækis er meðganga, nokk-
uð sem verður til hægt og rólega.
Maður þróar fyrst hugmynd-
ina. Svo lætur maður verkin tala.
Þetta er þrepavinna, þar sem eitt
er tekið fyrir í einu. Svo getur
maður alveg leyft sér að anda á
milli.“
Að námskeiði loknu geta þátt-
takendur síðan leitað eftir frekari
ráðgjöf hjá Impru, miðstöð upp-
lýsinga og leiðsagnar fyrir frum-
kvöðla og sprotafyrirtæki, sem er
sérstök deild innan Nýsköpunar-
miðstöðvar Íslands.
„Þar geta allir fengið að
minnsta kosti einn tíma til að
viðra sínar hugmyndir,“ útskýrir
Kristján. „Svo fá þeir hugsan-
lega meiri hjálp ef þetta er ekki
í beinni samkeppni við annað. Það
er í raun undir hverjum og einum
komið hvað hann heldur miklum
samskiptum við okkur eftir að
hann hverfur héðan.“
- rve
Stofnun fyrirtækis er meðganga
Kristján Óskarsson verkefnastjóri segir fullt af spennandi námskeiðum hjá
Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Fyrir utan námskeiðið Stofnun og rekstur fyrirtækja sé
þar kennt námskeiðið Brautargengi, sem fjalli um sama málefni en sé sérsniðið að
þörfum kvenna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA