Fréttablaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 54
29. NÓVEMBER 2007 FIMMTUDAGUR14 ● fréttablaðið ● íslenskur iðnaður
Eggert Ólafsson hefur hannað
snjóflóðavarnarkerfi sem hann
segir valda minni sjónmengun
og jarðraski en leiðigarðar
og auk þess sé aðferðin mun
ódýrari.
Eggert Ólafsson flugvirki hefur
hannað snjóflóðavarnarkerfi sem
gæti nýst til að vernda mannvirki
eða önnur svæði en hugmyndina
fékk hann eftir snjóflóðin á Súða-
vík og Flateyri.
„Hönnunin er sú að netpokar
eru notaðir til þess að hemja snjó-
flóð,“ útskýrir Eggert. „Hver poki
er hálfhringlaga með ferhyrndu
opi og virkar líkt trolli. Hann er
tengdur við jarðfestingar með öfl-
ugum taugum og komið fyrir í sér-
stökum kössum sem eru staðsettir
í farvegum hugsanlegra flóða.
Þegar loftbylgja sem snjóflóð
þrýstir á undan sér skellur á köss-
unum opnast þeir og hleypa úr sér
fyrrnefndum netpokum, svipað
og þegar fallhlíf opnast. Hlerar á
hliðartaugum og væng einingar á
efstu hlið pokaopsins sjá til þess
að pokinn haldist opinn þegar
flóðið skellur á honum.“
Eggert bætir við að þegar
snjórinn flæði inn í vörnina mynd-
ist yfirþrýstingur í henni. Hitastig
hækki með auknum hraða flóðs,
þrýstingi og þéttleika möskvanna
í netinu. Stór hluti af orku flóðsins
breytist í varma þegar snjómass-
inn þrýstist ásamt samþjöppuðu
lofti í gegnum möskvana. Snjó-
kristallarnir bráðni við þetta og
myndi vatnsdropa sem frjósi aftur
þegar úr netinu kemur og falli þar
til jarðar vegna þess að þrýsting-
ur er lægri neðan við vörnina.
„Afgangur flóðsins stöðvast í
vörninni og hleðst upp fyrir fram-
an hana. Þegar snjóa leysir má
setja hana aftur í kassann. Setja
má bráðabirgðavörn ofan á eldri
vörn og nota sömu festingar,“ segir
Eggert, sem hefur víðtæka mennt-
un og starfsreynslu á tæknisviði.
Hefur hann meðal annars unnið
sem útvarpsvirki, raftæknir og
mælitækjavirki og var á sjó, sem
hann segir allt saman hafa nýst
honum við hönnun pokana, sem
að hans sögn henta við ýmsar að-
stæður.
„Kössunum er einfaldlega
fjölgað og raðað eftir aðstæðum
og hentug möskvastærð valin.
Þessi aðferð felur í sér minni sjón-
mengun og jarðrask en umfangs-
miklir leiðigarðar, sem hingað til
hefur verið notast við, enda má
fjarlægja kassana á sumrin,“ segir
uppfinningamaðurinn og telur
þessa aðferð mun ódýrari en fyrr-
nefnda garða. „Snjóflóð hafa lítið
verið rannsökuð og kerfið getur
nýst til þess enda má koma fyrir í
því átaksmælum,“ segir hann.
Eggert hefur einkaleyfi á kerf-
inu á Íslandi og í Bandaríkjunum
og hefur sótt um það meðal annars í
Noregi og Kanada. Viðbrögðin hafa
þó verið misjöfn. Hann segir Svein
Ólafsson, eðlisfræðing við Háskóla
Íslands, hafa verið mjög jákvæðan
gagnvart verkefninu en hann að-
stoðaði Eggert jafnframt með það.
„Veðurstofan, sem sér um rann-
sóknir á snjóflóðum og vörnum við
þeim, hefur hins vegar ekki viljað
gefa jákvæða umsögn og því hefur
ekki fengist styrkur úr Ofanflóða-
sjóði til þess að gera rauntilraun
á kerfinu, sem er dýr,“ segir Egg-
ert. „Smærri tilraun í vindgöngum
bendir þó til að það virki eins og til
er ætlast.“ - þr
Kerfi til varnar mannvirkjum
Eggert Ólafsson telur að snjóflóðavarnarkerfið henti við ýmsar aðstæður og valdi auk þess minni sjónmengun og jarðraski en
leiðigarðar.
Snjóflóðavörnin sem ekki hefur fengist
nægilegt fjármagn til að gera almennar
tilraunir með.
Jólatilboð
Fólksbílakerra,150x108, 550kg burður
Krónur 79.000.-