Fréttablaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 64
36 29. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Öldrunarþjónusta Að undanförnu hafa aðstandendur og félög eldri borgara ítrekað reynt að vekja athygli stjórnvalda á bágri stöðu margra aldraðra í þjóðfélag- inu. Við í Félagi stjórn- enda í öldrunarþjón- ustu (FSÍÖ) tökum undir skoðanir þeirra um að skjótra breytinga sé þörf í þessum málaflokki á Íslandi. Á hátíðarstundum er talað um að búa eigi öldruðum áhyggju- laust ævikvöld, þau fallegu fyrir- heit hafa ekki enn verið efnd. Öldrunarþjónustan hefur að mörgu leyti setið eftir í íslensku þjóðfélagi. Tökum dæmi, finnst nokkrum boðlegt að sjúkur aldr- aður einstaklingur sitji vansæll og einmana heima um langan tíma vegna þess að ekkert pláss er laust á öldrunar- heimilum? Finnst nokkrum boðlegt að „búa“ á sjúkrahúsi, jafnvel í langan tíma, vegna þess að nauð- synleg úrræði fást ekki? Finnst nokkrum boðlegt að aðstand- endur geti ekki um frjálst höfuð strokið jafnvel árum saman vegna áhyggja af öldruðum ættingja í heimahúsi og skorti á úrræðum í öldrunar- þjónustunni? Finnst nokkrum boðlegt að aldraðir þurfi að búa í 8-9 m² herbergjum og þurfi að deila snyrtingu með mörgum öðrum? Fyrir stuttu var umræða í fjöl- miðlum um að fangar þyrftu stærra einkarými – hvað þá með sjúka aldraða? Finnst nokkrum boðlegt að heilsulausir aldraðir Íslendingar séu einmana og kvíðnir vegna skorts á starfsfólki bæði í heimaþjónustu og á öldr- unarheimilum? Nei, okkur finnst þetta ekki boðlegt. Sú þjónusta sem aldraðir vilja fá, þ.e.a.s. aukin heimaþjónusta, heima- hjúkrun og bætt öldrunarheim- ilaþjónusta, er mun ódýrari en sjúkrahúsdvöl. Bragarbót í þess- um efnum er því mun hagkvæm- ari fyrir þjóðfélagið, að ekki sé talað um líðan fólks sem bíður í óöryggi á sjúkrahúsum og veit ekki hvenær það þarf að flytja né hvert. Í FSÍÖ eru 155 stjórnendur í öldrunarþjónustu frá öllu land- inu. Félagar hafa verið að kynna sér breyttar áherslur og nýja sýn í öldrunarþjónustunni, keppikefli félagsmanna er að bæta þjónust- una eins og kostur er. Við höfum kynnt okkur hugmyndafræði og þróun öldrunarþjónustu í nágrannalöndum og viljum feta svipaða leið. Við viljum efla heimaþjónustu og heimahjúkrun þannig að það verði raunhæfur kostur að vera sem lengst í heima- húsi, þ.e.a.s. ekki að menn þurfi að búa heima svo lengi sem mögu- legt er, heldur svo lengi sem hlut- irnir ganga vel heima fyrir og hinn aldraði er sáttur. Við teljum afar mikilvægt að byggð verði ný heimili fyrir aldraða sjúka sem bíða í mjög brýnni þörf eftir að komast á öldrunarheimili. Við teljum ekki síður mikilvægt að bæta aðbúnað á eldri öldrunar- heimilum, 8-9 m² herbergi og sameiginleg snyrting með mörgum er óásættanlegt í nútíma- þjóðfélagi. Þar sem ekki verður viðkomið nauðsynlegum breyt- ingum vegna óhentugleika eldra húsnæðis þarf að byggja nýtt hentugt húsnæði í staðinn. Þessi tvö verkefni, að byggja ný heim- ili og gera úrbætur á gömlum heimilum, þarf að vinna samhliða því að aldraðir hafa ekki tíma til þess að bíða lengur! Við viljum efla heimilisbrag og auka virkni og þjálfun á öldrun- arheimilum. Við viljum efla end- urhæfingu, dagþjónustu og skammtímadvalir. Við viljum aðstoða aldraða við að eiga verð- ugt líf til æviloka og til þess þurfum við raunhæf daggjöld sem duga fyrir rekstri öldrunar- heimila. Fyrst og síðast viljum við að þjónustan og úrræðin séu sveigjanleg þannig að þau mæti þörfum sem flestra aldraðra, enda eru þarfir þeirra afar ólíkar rétt eins og annarra aldurshópa. Við félagar í FSÍÖ vitum að stjórnvöld eru þessa dagana að undirbúa breytingar í mála- flokknum og bíðum spennt eftir ákvörðunum um úrbætur. Höfundur er formaður Félags stjórnenda í öldrunarþjónustu. Bíðum spennt eftir úrbótum í öldrunarþjónustu Að kunna mannganginn BRIT J. BIELTVEDT UMRÆÐAN Hjónavígslur samkynhneigðra Ein af öflugustu og mest útbreiddu andlegu íþróttunum er mjög senni- lega skáklistin. Það hefur lengi verið mönnum ljóst að þeir sem hafa náð langt í taflmennsku, eru oftast nær góðir stærðfræðingar, lögmenn og aðrir þeir sem temja sér þá reglu að hugsa fram í tímann, hafa það fyrir sið að skoða hlutina í margbreytilegu ljósi fjölda möguleika. Því er haldið fram, og með sterkum rökum, að góður taflmaður geti séð nokkra leiki fyrirfram, sumir meira að segja marga, í fjölbreytileika skák- listarinnar. Í ljósi þessa, er það nokkuð ljóst, að sá sem er góður við taflborðið, og nær þeirri yfirvegun hugans að sjá við mótleikjum þess sem við hann keppir, er oft sleipur stjórnmálamaður. Það hafa, þess vegna, oft verið þó nokkuð kræfir skákmenn á Alþingi Íslendinga. Með þetta allt í huga, og með því að ég trúi því að í þessu felist töluverður sannleikur, varð ég dálítið undrandi eftir að hafa lesið skoðun Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, varaþingmanns VG, í Fréttablaðinu, þann 12.nóvember sl. þar sem hún tekur þátt í umræðunni um hjónabandið. Ég er ekki alveg viss um að ég hafi skilið það sem hún skrifar. Ég er heldur ekki alveg viss um að hún sé að skrifa það sem hún hugsar. Einhvern veginn fer ekki alveg saman, að mér finnst, skoðanir varaþingmannsins á hjónabandinu, tilvist þess og tilgangi, vegna þess að, eftir því sem ég les, þá hefur hún þrjár skoðanir á sama ferlinu, í þessari stuttu grein. Að minnsta kosti er mér ekki alveg ljóst hvernig það er unnt að hafa þá skoðun, að skilningur á hjónabandinu sé nýr, í sögulegu samhengi, hjónabandið í dag væri fullkom- lega óhugsandi fyrir 100 árum eða 200, hvað þá fyrir 2000 árum, og ræða síðan þær byltingar sem orðið hafa á hjónabandinu gegnum aldirnar. Ég er að vona að ég hafi misskilið skoðanir vara-þingmannsins, eða, eitthvað hafi skolast til við ritun greinar hennar, jafnvel að í yfirlestri hafi áhuginn fyrir málefninu ruglað árvekni höfundar. Eitt er hinsvegar alveg ljóst, að mínu áliti, að umræðan um hjónabandið er ekkert nýtt ferli, fyrstu skilgreiningar þess koma fram í 1. Mósebók, grundvallar sjónarmið þess sem að baki hjúskapar býr, hafa alltaf verið augljós, og eru það enn. Hvort pottar séu brotnir vegna þess að mörgum hjónaböndum fylgja ekki barneignir, og stundum skilnaðir, þá er flestum mönnum það fyllilega ljóst hver hinn eiginlegi tilgangur hjónabandsins er, til hvers það er stofnað, hefur í huga þjóðarinnar verið grunnur og undirstaða þjóðfé- lagsins, ef það hins vegar virðist þvælast fyrir einhverjum, fást örugglega einhverjir góðviljaðir menn, til þess að skýra það út, á auðskiljanlegan máta. Það er hinsvegar engum blöðum um það að fletta, að kærleikurinn, sterkasta samkennd mannverunnar, spyr ekki um kyn eða litarhátt, aðdráttarafl hans er sterkara öllum öðrum kennd- um. Kærleiksboðun er þess vegna það fagnaðarefni sem varðar alla menn. Þess vegna má ekki, undir neinum formerkjum, nota kærleikann til þess að setja fleyg í milli manna. Sá skilningur manna sem felst í því að taka tillit til skoðana annarra, og elska náunga sinn, er sá mannkærleikur sem okkur öllum ber að rækta. Ég vil því hvetja alla menn til að standa vörð um þann grunn sem íslenskt þjóðfélag byggir tilvist sína á, en um leið má aldrei gleyma því, að hvernig sem kynferði okkar, litarhætti eða útliti er háttað, þurfum við hvert á öðru að halda. Virðum skoðanir annarra, án þess að valta yfir þá, með því getum við rætt saman, yfirvegað. Njótum þeirrar blessunar sem felst í því að búa í landi sem er gjöfult, án þess að gleyma því að við þurfum alltaf að vera á varðbergi hvert fyrir annað, hvert með öðru. Allar þær breytingar sem verða til þess að særa, valda tortryggni, koma af stað úlfúð, ber að varast. Við þurfum öll að setjast niður, og læra mannganginn. Höfundur er verslunarmaður. SIGURJÓN ARI SIGURJÓNSSON UMRÆÐAN Öryggismál Við Íslendingar erum svo lánsöm að í okkar heimshluta er, hefur verið og verður friðvænlegt. Við getum þó ekki horft fram hjá þeirri staðreynd að víða í veröldinni geisa stríð og hörmungar sem með öllum ráðum verður að reyna að stemma stigu við. Sem ábyrg fullvalda þjóð og eitt af stofn- ríkjum Atlantshafsbandalagsins, NATO, berum við skyldur gagn- vart öðrum; gagnvart þeim sem í gegnum tíðina hafa stutt okkur og í raun varið fullveldi okkar. Og okkur ber ennfremur að taka þátt í sameiginlegum verkefnum vinaþjóða okkar. Veljum okkur verkefni Staða Íslands innan NATO er sérstök. Við erum eitt af stofn- ríkjum bandalagsins sem er í dag öflugasta og skipulagðasta varnarbandalag í heimi. En við erum herlaus þjóð, sú eina í NATO. Í því ljósi eigum við að velja okkur verkefni meðal sam- starfsþjóða okkar. Ákvörðun um að loka varnar- stöðinni á Keflavíkurflugvelli var tekin í ljósi breyttra aðstæðna. Í mörg ár mátti vera ljóst hvert stefndi. Hernaðarleg ógn í okkar heimshluta hefur ekki verið fyrir hendi lengi og engar líkur á að svo verði í náinni framtíð. Þetta er grundvallarat- riði þegar horft er til þeirra verkefna sem við munum axla í öryggismálum við brotthvarf varnarliðsins og þeirra verkefna sem við viljum leggja áherslu á í samstarfi okkar innan NATO. Alvarlegustu ógnir sem að samfélagi okkar stafa, eru tengdar skipulagðri glæpastarf- semi, mögulegum hryðjuverkum og náttúruvá. Við þessar ógnir tökumst við á með eflingu almannavarna og þeirra stofnana sem að þeim málaflokkum koma. Undir stjórn dómsmálaráð- herra hefur mikið áunnist á þeim vettvangi á undanförnum árum. Við erum þess fullfær að byggja upp ásættanlegar varnir. Við stöndum því frammi fyrir ákvörðun um aðgerðir sem við ætlum að leggja áherslu á í sam- starfi okkar innan NATO. Hvernig verður kröftum okkar og fjármagni best varið í þágu friðar og uppbyggingar? Á sama tíma og breið samstaða er um að leggja lóð okkar á vogar- skálarnar í starfsemi NATO ligg- ur fyrir að Íslendingar hafa ekki í hyggju að stofna her eða stunda hernaðarstarfsemi. Það vekur upp spurningar um þann kostnað sem við ætlum að leggja í við rekstur og vöktun ratsjárstöðva og heræfingar á vegum erlendra flugherja frá vina- þjóðum okkar á sama tíma og engin hernað- arógn er til staðar. Til- gangur þessara verk- efna er mér óljós miðað við sömu for- sendur. Ég hef áður sagt að telji vinaþjóð- ir okkar nauðsynlegt að viðhalda rekstri og vöktun ratsjárstöðv- anna er hægt að ann- ast þau störf að mestu leyti erlendis. Þar getum við lagt lið Mörg verkefni á borgaralegum grunni er hægt að stunda innan NATO. Íslendingar hafa mikla þekkingu á mörgum sviðum upp- byggingar á innviðum samfé- laga, jafnvel þegar byggja þarf upp frá grunni. Gott dæmi er þátttaka okkar í uppbyggingu á flugvallaþjónustu og flugleið- sögu í Afganistan. Við getum örugglega lagt lið við uppbygg- ingu réttarfarskerfis, samgöngu- mannvirkja og heilbrigðisþjón- ustu svo eitthvað sé nefnt. NATO hefur í einhverri mynd sinnt björgunarstörfum vegna náttúruhamfara eins og t.d. eftir jarðskjálftana í Pakistan. Á sínum tíma tóku Íslendingar að sér þjálfun hermanna úr fasta- flota NATO fyrir slík björgunar- störf. Fleiri verkefni af þessum toga voru í undirbúningi en vegna atburðanna í Afganistan var því slegið á frest. Hjá okkur er fyrir hendi góð aðstaða, mikil reynsla og þekking. Þá höfum við byggt upp öflugt skipulag til að bregðast við og koma til aðstoðar vegna náttúruhamfara erlendis. Það sem helst hamlar er skortur á skilgreindum flutn- ingsmöguleikum björgunar- og hjálparliðs. Sú alþjóðabjörgunarsveit sem við höfum byggt upp hefur fyrst og fremst búnað og þjálfun til að bregðast við vegna jarðskjálfta eða annarrar váar með svipaðar afleiðingar. Innra skipulag sveitar innar getur nýst við aðrar aðstæður, til dæmis verkefni vegna flóða, fyrstu hjálpar lækna og hjúkrunarfólks, sveita verk- fræðinga, aðkomu tækni- og iðn- aðarmanna og fleira. Á þessu sviði eigum við færa einstakl- inga sem standast samanburð við það besta hjá öðrum þjóðum. Á þessum vettvangi getum við látið að okkur kveða svo um munar. Við eigum að vera þekkt fyrir að vera meðal þeirra fyrstu sem senda hjálp á neyðarstundu og með því fjármagni sem nú er lagt til að fari til varnarmála er hægt að gera stórvirki. Það eru verk að vinna á þessum vettvangi sem henta friðsamri, herlausri þjóð sem vill vera full- gildur þátttakandi í varnar- bandalagi vinaþjóða sinna. Höfundur er alþingismaður. Borgaraleg friðargæsla JÓN GUNNARSSON 18.990 Til Alicante
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.