Fréttablaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 39
[ ] Lýsi hefur spilað stórt hlut- verk í lífi Íslendinga um aldir og veitt landsmönnum hita, næringu og skjól. Í dag er lýsið tekið inn til heilsubótar og segir Jón Ögmundsson, gæðastjóri Lýsis hf., frá helstu kostum vörunnar í dag. Jón segir að upphaflega hafi lýsi verið tekið inn til að fá úr því A- og D-vítamín. „Síðar kom í ljós að ómega-3 fitusýrurnar í lýsi eru jafnmikilvægar. Þær eru lífsnauð- synlegar þó við myndum þær sjálf í mjög litlum mæli. Þess vegna verðum við að fá þær úr fæðunni,“ segir Jón og bendir á að það fyrsta sem menn vissu um ómega-3 fitu- sýrur væri að neysla þeirra drægi úr líkum á hjartasjúkdómum. „Nú er verið að skoða samheng- ið á milli ómega-3 fitusýra og geð- sjúkdóma á borð við þunglyndi, geðhvarfasýki og fleira,“ segir Jón og bætir við: „Þá stafar fæð- ingarþunglyndi hugsanlega af skorti á ómega-3 fitusýrum.“ Jón segir ómega-3 draga úr bólgum og því verði þeir sem taka lýsi liðugri. „Svo má benda á að hlutfallið milli ómega-3 og ómega- 6 hefur raskast mikið undanfarið,“ segir Jón og útskýrir nánar: „Ómega-6 er aðallega í jurtaolíum og ef hlutfallið milli ómega-3 og ómega-6 verður óhagstætt fyrir ómega-3 þá hefur það neikvæð áhrif.“ Jón bendir á að með auk- inni notkun á jurtaolíum sé enn brýnna að fá ómega-3 fitusýrur til að laga hlutfallið. „Loks má nefna að samkvæmt rannsókn á börnum með athyglis- brest hjálpar lýsið þeim mikið. Eins dregur það úr ofbeldishneigð því hún getur stafað af skorti á ómega-3,“ segir Jón en þetta hefur verið sýnt fram á í fangelsum í Englandi. „Þar hefur föngum verið gefið lýsi, sem dregur augljóslega úr ofbeldishneigð svo þetta hefur víðtæk áhrif á alla líðan,“ segir Jón, fullviss um að góð útkoma kannana á bjartsýni Íslendinga sé lýsinu að þakka. sigridurh@frettabladid.is Gott fyrir sál og líkama Jón Ögmundsson, gæðastjóri Lýsis hf, segir lýsið hafa víðtæk jákvæð áhrif á sál og líkama. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Teygjur eru afskaplega góðar fyrir líkamann og nú þegar jóla- stressið læðist að fólki er um að gera að gefa sér tíma fyrir líkams- rækt og teygjur. Þeir sem stunda kyrrsetuvinnu hafa sérstaklega gott af teygjum til að minnka líkur á vöðvabólgu. 11 -2 00 7 N át tú ra n .is www.natturan.is ....kíktu inn, opið allan sólarhringinn! ....og pakkinn er sendur beint heim til okkar. Náttúran.is gefur góð ráð um allt sem varðar heilsu og umhverfisáhrif á heimilinu... ..og er líka náttúrumarkaður með lífrænar og umhverfisvottaðar vörur og gjafir... Maternity Fyrir verðandi og nýbakaðar mæður. • Neðanþvottaklútar fyrir þrútin og viðkvæm svæði • Olíugel, eykur teygjanleika húðarinnar og er tilvalið til að nudda uppúr • Næringarkrem sem eykur teygjanleika húðarinnar •Fótakrem sem léttir á þrútnum fótum Fæst aðeins í verslunum Lyf og heilsu og ÁrbæjarapótekiFæst í apótekum um land allt Harðfiskur er hollur* *Samkvæmt nýrri skýrslu Matís er harðfiskur enn hollari en áður var talið, prótínríkur og inniheldur vítamín og bætiefni sem eru nauðsynleg fyrir líkamann. Fæst í Bónus og Inspired (Flugstöðinni) Leyndarmálið um langlífi Íslendinga komið fram! IPL varanleg, sársaukalítil háreyðing Greifynjan snyrtistofa s. 587 9310 Nematilboð -20% Fimmtud. Andlitmeðferð Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.