Fréttablaðið - 29.11.2007, Side 39

Fréttablaðið - 29.11.2007, Side 39
[ ] Lýsi hefur spilað stórt hlut- verk í lífi Íslendinga um aldir og veitt landsmönnum hita, næringu og skjól. Í dag er lýsið tekið inn til heilsubótar og segir Jón Ögmundsson, gæðastjóri Lýsis hf., frá helstu kostum vörunnar í dag. Jón segir að upphaflega hafi lýsi verið tekið inn til að fá úr því A- og D-vítamín. „Síðar kom í ljós að ómega-3 fitusýrurnar í lýsi eru jafnmikilvægar. Þær eru lífsnauð- synlegar þó við myndum þær sjálf í mjög litlum mæli. Þess vegna verðum við að fá þær úr fæðunni,“ segir Jón og bendir á að það fyrsta sem menn vissu um ómega-3 fitu- sýrur væri að neysla þeirra drægi úr líkum á hjartasjúkdómum. „Nú er verið að skoða samheng- ið á milli ómega-3 fitusýra og geð- sjúkdóma á borð við þunglyndi, geðhvarfasýki og fleira,“ segir Jón og bætir við: „Þá stafar fæð- ingarþunglyndi hugsanlega af skorti á ómega-3 fitusýrum.“ Jón segir ómega-3 draga úr bólgum og því verði þeir sem taka lýsi liðugri. „Svo má benda á að hlutfallið milli ómega-3 og ómega- 6 hefur raskast mikið undanfarið,“ segir Jón og útskýrir nánar: „Ómega-6 er aðallega í jurtaolíum og ef hlutfallið milli ómega-3 og ómega-6 verður óhagstætt fyrir ómega-3 þá hefur það neikvæð áhrif.“ Jón bendir á að með auk- inni notkun á jurtaolíum sé enn brýnna að fá ómega-3 fitusýrur til að laga hlutfallið. „Loks má nefna að samkvæmt rannsókn á börnum með athyglis- brest hjálpar lýsið þeim mikið. Eins dregur það úr ofbeldishneigð því hún getur stafað af skorti á ómega-3,“ segir Jón en þetta hefur verið sýnt fram á í fangelsum í Englandi. „Þar hefur föngum verið gefið lýsi, sem dregur augljóslega úr ofbeldishneigð svo þetta hefur víðtæk áhrif á alla líðan,“ segir Jón, fullviss um að góð útkoma kannana á bjartsýni Íslendinga sé lýsinu að þakka. sigridurh@frettabladid.is Gott fyrir sál og líkama Jón Ögmundsson, gæðastjóri Lýsis hf, segir lýsið hafa víðtæk jákvæð áhrif á sál og líkama. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Teygjur eru afskaplega góðar fyrir líkamann og nú þegar jóla- stressið læðist að fólki er um að gera að gefa sér tíma fyrir líkams- rækt og teygjur. Þeir sem stunda kyrrsetuvinnu hafa sérstaklega gott af teygjum til að minnka líkur á vöðvabólgu. 11 -2 00 7 N át tú ra n .is www.natturan.is ....kíktu inn, opið allan sólarhringinn! ....og pakkinn er sendur beint heim til okkar. Náttúran.is gefur góð ráð um allt sem varðar heilsu og umhverfisáhrif á heimilinu... ..og er líka náttúrumarkaður með lífrænar og umhverfisvottaðar vörur og gjafir... Maternity Fyrir verðandi og nýbakaðar mæður. • Neðanþvottaklútar fyrir þrútin og viðkvæm svæði • Olíugel, eykur teygjanleika húðarinnar og er tilvalið til að nudda uppúr • Næringarkrem sem eykur teygjanleika húðarinnar •Fótakrem sem léttir á þrútnum fótum Fæst aðeins í verslunum Lyf og heilsu og ÁrbæjarapótekiFæst í apótekum um land allt Harðfiskur er hollur* *Samkvæmt nýrri skýrslu Matís er harðfiskur enn hollari en áður var talið, prótínríkur og inniheldur vítamín og bætiefni sem eru nauðsynleg fyrir líkamann. Fæst í Bónus og Inspired (Flugstöðinni) Leyndarmálið um langlífi Íslendinga komið fram! IPL varanleg, sársaukalítil háreyðing Greifynjan snyrtistofa s. 587 9310 Nematilboð -20% Fimmtud. Andlitmeðferð Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.