Fréttablaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 12
12 29. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR
LÖGREGLUMÁL Lögregla á höfuð-
borgarsvæðinu hafði í fyrrinótt
afskipti af þremur piltum sem
höfðu brotið flöskur í Hlíðunum.
Þegar leitað var eftir skýringum á
athæfi þeirra varð fátt um svör. Á
þeim mátti þó einna helst skilja að
þetta hefði verið gert í gamni.
Félögunum var gerð grein fyrir að
svona sóðaskapur væri ólíðandi og
voru þeir látnir fjarlægja öll gler-
brotin eftir sig.
Um hádegisbil í gær var
unglingspiltur staðinn að
veggjakroti í strætisvagni í
borginni. Lögregla tók af honum
tvo úðabrúsa og tússpenna sem
hann var með í fórum sínum. - jss
www.ss.is
F
íto
n
eh
f.
/
S
ÍA
Franskt salamí er bragðmikil en
sérlega ljúffeng pylsa sem hentar vel sem
smáréttur til dæmis með ostum, niðurskorin í nettar
sneiðar, annaðhvort ein og sér eða í félagi við annað
góðgæti. Franskt salamí frá SS er gott sem álegg á brauð
en líka til matargerðar og frábær í ýmsa pastarétti.
Franskt
salamí
álegg eða smáréttur
Innihald:
Grísakjöt,
folaldakjöt, salt, sykur,
krydd, rotvarnarefni (E 250),
þráavarnarefni (E 300, E 301).
Næringargildi í 100 g:
Orka.................... 1.373 kJ / 331 kkal
Prótín........................................20 g
Kolvetni .....................................2 g
Fita ..........................................27 g
Natríum ................................2,10 g
Kælivara 0-4°C Framleitt af SS Reykjavík www.ss.is
PAKISTAN, AP Pervez Musharraf
virtist eiga erfitt með að hemja til-
finningar sínar þegar hann sagði af
sér sem yfirmaður pakistanska
hersins í gær, við hátíðlega athöfn í
borginni Rawalpindi.
Á morgun ætlar hann að sverja
embættiseið fyrir þriðja kjörtíma-
bil sitt sem forseti landsins, en að
þessu sinni einungis sem borgara-
legur forseti.
Benazir Bhutto, leiðtogi stærsta
stjórnarandstöðuflokksins, fagnaði
því að Musharraf hefði loks sagt af
sér, en sagði flokk sinn þó enn ekki
geta fallist á að Musharraf yrði for-
seti áfram.
Bhutto, sem er fyrrverandi for-
sætisráðherra, sem og Nawaz Sha-
rif, sem einnig er fyrrverandi for-
sætisráðherra, eru bæði nýkomin
heim til Pakistans úr útlegð og
komin í framboð til þingkosninga í
janúar. Bæði hafa þau þó hafnað
því að taka við stöðu forsætisráð-
herra verði Musharraf áfram for-
seti.
„Ég er stoltur af þessum her og
tel það gæfu að hafa stjórnað besta
herafla heims,“ sagði Musharraf í
ávarpi sínu í gær. „Þið eruð bjarg-
vættir Pakistans.“
Hann þurfti reyndar alloft að
sjúga lítillega upp í nefið meðan
hann flutti ávarpið og aðeins vott-
aði fyrir tárum. Þegar hann hafði
lokið máli sínu og stillt sér upp við
hlið eftirmanns síns, Ashfaq
Kayani, snýtti hann sér svo lítið
bar á. - gb
MUSHARRAF OG KAYANI Pervez Mus-
harraf sagði af sér sem yfirmaður herafla
Pakistans í gær, en Ashfaq Kayani tók
við af honum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Pervez Musharraf sagði af sér sem æðsti yfirmaður herafla Pakistans:
Verður borgaralegur forseti
Lögreglan gegn sóðaskap:
Flöskubrjótar
látnir þrífa
Tendra jólatré frá Cuxhaven
Ljós verða tendruð á jólatré frá
vinabænum Cuxhaven við Flens-
borgarhöfn í Hafnarfirði klukkan
hálffjögur á laugardaginn. Tóti
tannálfur og Hurðaskellir koma í
heimsókn og boðið er upp á kakó á
Kænunni.
HAFNARFJÖRÐUR
Fá nýja innisundlaug
Íbúar Akraness fá nýja 8 sinnum 25
metra innisundlaug. Bæjarstjórn
hefur þegar samþykkt gerð samn-
ings um hönnun laugarinnar.
Vilja hindra fleiri slys
„Nýlegt slys á Faxabraut sem talið
er stafa af hraðakstri sýnir óyggjandi
að nauðsynlegt er að sporna við
slíkum akstri,“ segir bæjarstjórn
Akraness sem vill aðgerðir til að
koma í veg fyrir síendurtekinn
hraðakstur og slys á götunni.
AKRANES
SAMFÉLAGSMÁL „Hvernig á að fall-
beygja kýr?“ er meðal þess boð-
skapar sem kemur fram á einu af
þeim sjö barmmerkjum sem útbú-
in hafa verið til að virkja alla þá
sem tala íslensku til að aðstoða
erlent starfsfólk við að læra
málið, minna á að það tekur tíma
að læra nýtt tungumál og til þess
að hvetja fólk til að sýna jákvæðni
og þolinmæði í samskiptum.
Að gerð barmmerkjanna standa
Alþjóðahús, Alþýðusamband
Íslands, Efling, Samtök verslunar
og þjónustu og VR. Þau voru
kynnt í gær í Alþjóðahúsinu þar
sem fjölmargir forkólfar atvinnu-
lífsins voru saman komnir auk
almenns starfsfólks af erlendum
og íslenskum uppruna. Þá voru
einnig kynntar hagnýtar leiðbein-
ingar sem fólk getur haft í huga
þegar það aðstoðar aðra við að ná
tökum á tungumálinu. Meðal
þeirra ráða sem voru gefin var að
tala íslensku við fólk nema beðið
sé um annað, gefa sér tíma til að
hlusta og eiga í samræðum á
íslensku auk þess sem fólk var
hvatt til að forðast svokallað
barnamál.
Erlendu starfsfólki hefur fjölg-
að mikið á undanförnum árum og
sagði Ingimundur Sigurpálsson,
formaður Samtaka atvinnulífs-
ins, á fundinum að nú væri um
það bil 10 prósent launamanna á
landinu með erlent ríkisfang.
Minnti hann á mikilvægi fram-
lags þeirra til íslensks þjóðarbús
og að enn væri þörf á starfs-
mönnum erlendis frá. Greiða
þyrfti leið þess fólks sem vill
starfa hér á landi. Þá minnti hann
á mikilvægi þess að samskipti
milli manna gengju sem best
fyrir sig.
Einar Skúlason, framkvæmda-
stjóri Alþjóðahúss, sagðist vonast
til þess að þetta yrði til þess að
allir þeir 300 þúsund íslensku-
kennarar sem hér búa legðu sitt
af mörkum við að kenna öðrum
málið, allir gætu lagt sitt af mörk-
um við íslenskunám erlends
starfsfólks. karen@frettabladid.is
Minnt á að
tala íslensku
Um tíu prósent launafólks hér á landi hefur erlent
ríkisfang. Íslenskukunnáttu fólks er oft ábótavant
og hafa háværar umræður skapast um málið.
NÆLA Í HVORT ANNAÐ Eftir kynningu á nýjum barmmerkjum sem eiga að minna fólk
á mikilvægi þess að aðstoða erlent starfsfólk við að ná tökum á málinu, aðstoð-
uðu fundarmenn hver annan við að næla merkinu í barminn. Á myndinni má sjá
Ingimund Sigurpálsson, formann Samtaka atvinnulífsins, næla í Ingibjörgu R. Guð-
mundsdóttur, varaforseta ASÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Ég er að læra íslensku
Íslenska er mínar ær og kýr
Tölum saman; kenndu mér að . . .
Er íslenska ekkert mál?
Ég tala fimm tungumál
Ég tala smá íslensku
Hvernig á að fallbeygja kýr?
BARMMERKIN
HLUSTAÐ Á FRAMBOÐSRÆÐU Forseta-
kosningar verða í Suður-Kóreu í næsta
mánuði. Stuðningsfólk frambjóðanda
Íhaldsflokksins, Lee Myung-bak,
hlustar á sinn mann flytja ræðu á
kosningafundi í Chunan. FRÉTTABLAÐIÐ/AP