Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.11.2007, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 29.11.2007, Qupperneq 12
12 29. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR LÖGREGLUMÁL Lögregla á höfuð- borgarsvæðinu hafði í fyrrinótt afskipti af þremur piltum sem höfðu brotið flöskur í Hlíðunum. Þegar leitað var eftir skýringum á athæfi þeirra varð fátt um svör. Á þeim mátti þó einna helst skilja að þetta hefði verið gert í gamni. Félögunum var gerð grein fyrir að svona sóðaskapur væri ólíðandi og voru þeir látnir fjarlægja öll gler- brotin eftir sig. Um hádegisbil í gær var unglingspiltur staðinn að veggjakroti í strætisvagni í borginni. Lögregla tók af honum tvo úðabrúsa og tússpenna sem hann var með í fórum sínum. - jss www.ss.is F íto n eh f. / S ÍA Franskt salamí er bragðmikil en sérlega ljúffeng pylsa sem hentar vel sem smáréttur til dæmis með ostum, niðurskorin í nettar sneiðar, annaðhvort ein og sér eða í félagi við annað góðgæti. Franskt salamí frá SS er gott sem álegg á brauð en líka til matargerðar og frábær í ýmsa pastarétti. Franskt salamí álegg eða smáréttur Innihald: Grísakjöt, folaldakjöt, salt, sykur, krydd, rotvarnarefni (E 250), þráavarnarefni (E 300, E 301). Næringargildi í 100 g: Orka.................... 1.373 kJ / 331 kkal Prótín........................................20 g Kolvetni .....................................2 g Fita ..........................................27 g Natríum ................................2,10 g Kælivara 0-4°C Framleitt af SS Reykjavík www.ss.is PAKISTAN, AP Pervez Musharraf virtist eiga erfitt með að hemja til- finningar sínar þegar hann sagði af sér sem yfirmaður pakistanska hersins í gær, við hátíðlega athöfn í borginni Rawalpindi. Á morgun ætlar hann að sverja embættiseið fyrir þriðja kjörtíma- bil sitt sem forseti landsins, en að þessu sinni einungis sem borgara- legur forseti. Benazir Bhutto, leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, fagnaði því að Musharraf hefði loks sagt af sér, en sagði flokk sinn þó enn ekki geta fallist á að Musharraf yrði for- seti áfram. Bhutto, sem er fyrrverandi for- sætisráðherra, sem og Nawaz Sha- rif, sem einnig er fyrrverandi for- sætisráðherra, eru bæði nýkomin heim til Pakistans úr útlegð og komin í framboð til þingkosninga í janúar. Bæði hafa þau þó hafnað því að taka við stöðu forsætisráð- herra verði Musharraf áfram for- seti. „Ég er stoltur af þessum her og tel það gæfu að hafa stjórnað besta herafla heims,“ sagði Musharraf í ávarpi sínu í gær. „Þið eruð bjarg- vættir Pakistans.“ Hann þurfti reyndar alloft að sjúga lítillega upp í nefið meðan hann flutti ávarpið og aðeins vott- aði fyrir tárum. Þegar hann hafði lokið máli sínu og stillt sér upp við hlið eftirmanns síns, Ashfaq Kayani, snýtti hann sér svo lítið bar á. - gb MUSHARRAF OG KAYANI Pervez Mus- harraf sagði af sér sem yfirmaður herafla Pakistans í gær, en Ashfaq Kayani tók við af honum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Pervez Musharraf sagði af sér sem æðsti yfirmaður herafla Pakistans: Verður borgaralegur forseti Lögreglan gegn sóðaskap: Flöskubrjótar látnir þrífa Tendra jólatré frá Cuxhaven Ljós verða tendruð á jólatré frá vinabænum Cuxhaven við Flens- borgarhöfn í Hafnarfirði klukkan hálffjögur á laugardaginn. Tóti tannálfur og Hurðaskellir koma í heimsókn og boðið er upp á kakó á Kænunni. HAFNARFJÖRÐUR Fá nýja innisundlaug Íbúar Akraness fá nýja 8 sinnum 25 metra innisundlaug. Bæjarstjórn hefur þegar samþykkt gerð samn- ings um hönnun laugarinnar. Vilja hindra fleiri slys „Nýlegt slys á Faxabraut sem talið er stafa af hraðakstri sýnir óyggjandi að nauðsynlegt er að sporna við slíkum akstri,“ segir bæjarstjórn Akraness sem vill aðgerðir til að koma í veg fyrir síendurtekinn hraðakstur og slys á götunni. AKRANES SAMFÉLAGSMÁL „Hvernig á að fall- beygja kýr?“ er meðal þess boð- skapar sem kemur fram á einu af þeim sjö barmmerkjum sem útbú- in hafa verið til að virkja alla þá sem tala íslensku til að aðstoða erlent starfsfólk við að læra málið, minna á að það tekur tíma að læra nýtt tungumál og til þess að hvetja fólk til að sýna jákvæðni og þolinmæði í samskiptum. Að gerð barmmerkjanna standa Alþjóðahús, Alþýðusamband Íslands, Efling, Samtök verslunar og þjónustu og VR. Þau voru kynnt í gær í Alþjóðahúsinu þar sem fjölmargir forkólfar atvinnu- lífsins voru saman komnir auk almenns starfsfólks af erlendum og íslenskum uppruna. Þá voru einnig kynntar hagnýtar leiðbein- ingar sem fólk getur haft í huga þegar það aðstoðar aðra við að ná tökum á tungumálinu. Meðal þeirra ráða sem voru gefin var að tala íslensku við fólk nema beðið sé um annað, gefa sér tíma til að hlusta og eiga í samræðum á íslensku auk þess sem fólk var hvatt til að forðast svokallað barnamál. Erlendu starfsfólki hefur fjölg- að mikið á undanförnum árum og sagði Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka atvinnulífs- ins, á fundinum að nú væri um það bil 10 prósent launamanna á landinu með erlent ríkisfang. Minnti hann á mikilvægi fram- lags þeirra til íslensks þjóðarbús og að enn væri þörf á starfs- mönnum erlendis frá. Greiða þyrfti leið þess fólks sem vill starfa hér á landi. Þá minnti hann á mikilvægi þess að samskipti milli manna gengju sem best fyrir sig. Einar Skúlason, framkvæmda- stjóri Alþjóðahúss, sagðist vonast til þess að þetta yrði til þess að allir þeir 300 þúsund íslensku- kennarar sem hér búa legðu sitt af mörkum við að kenna öðrum málið, allir gætu lagt sitt af mörk- um við íslenskunám erlends starfsfólks. karen@frettabladid.is Minnt á að tala íslensku Um tíu prósent launafólks hér á landi hefur erlent ríkisfang. Íslenskukunnáttu fólks er oft ábótavant og hafa háværar umræður skapast um málið. NÆLA Í HVORT ANNAÐ Eftir kynningu á nýjum barmmerkjum sem eiga að minna fólk á mikilvægi þess að aðstoða erlent starfsfólk við að ná tökum á málinu, aðstoð- uðu fundarmenn hver annan við að næla merkinu í barminn. Á myndinni má sjá Ingimund Sigurpálsson, formann Samtaka atvinnulífsins, næla í Ingibjörgu R. Guð- mundsdóttur, varaforseta ASÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ég er að læra íslensku Íslenska er mínar ær og kýr Tölum saman; kenndu mér að . . . Er íslenska ekkert mál? Ég tala fimm tungumál Ég tala smá íslensku Hvernig á að fallbeygja kýr? BARMMERKIN HLUSTAÐ Á FRAMBOÐSRÆÐU Forseta- kosningar verða í Suður-Kóreu í næsta mánuði. Stuðningsfólk frambjóðanda Íhaldsflokksins, Lee Myung-bak, hlustar á sinn mann flytja ræðu á kosningafundi í Chunan. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.