Fréttablaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 66
38 29. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR
timamot@frettabladid.is
MERKISATBURÐIR
1211 Páll Jónsson, biskup í
Skálholti, andast.
1929 Bandaríski könnuðurinn
Richard Byrd flýgur fyrstur
allra yfir Suðurpólinn.
1947 Sameinuðu þjóðirnar
ákveða að skipta Palest-
ínu og búa til sjálfstætt
ríki gyðinga í landinu.
1963 118 láta lífið þegar kan-
adísk farþegaþota ferst í
flugtaki.
1986 Dregið í fyrsta sinn í lott-
óinu á vegum Íslenskrar
getspár.
1986 Bandaríski leikarinn og
átrúnaðargoðið Cary
Grant andast á 83. aldurs-
ári.
2000 Hilmir Snær Guðnason
leikari hlýtur Íslensku
bjartsýnisverðlaunin þegar
þau eru veitt í fyrsta sinn.
GEORGE HARRISON
LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 2001
„Það verður engin endur-
koma hjá Bítlunum svo
lengi sem John Lennon
heldur áfram að vera lát-
inn.“
Bítillinn George Harrison lést á
þessum degi árið 2001, 58 ára
að aldri.
„Hér gefst fólki kostur á að kaupa
myndir á lágu verði og hagnaðurinn
rennur óskiptur í gervifætur handa
fólki í Afríku sem þarf þeirra með,“
segir Hjördís Árnadóttir, félagsmála-
stjóri í Reykjanesbæ. Hún er í hópi 15
listamanna á Suðurnesjum sem klukk-
an 18 annað kvöld opnar sölusýningu
á málverkum í húsnæði Kaffitárs að
Stapabraut 7 í Reykjanesbæ. Sýningin
er í samstarfi við IceAid, íslensk þró-
unar-og mannúðarsamtök sem vinna
að því að setja gervilimi á 100 manns
sem hafa misst útlimi vegna styrjalda,
pyntinga eða sjúkdóma og gera þeim
kleift að lifa eðlilegu lífi. Hjördís segir
frumkvæðið að sýningunni hafa komið
frá Steinunni Björk Sigurðardótt-
ur bókmenntafræðingi og hugmyndin
hafi þróast í meðförum þeirra.
Steinunn kveðst hafa fengið hug-
myndina þar sem hún var á ferð á sögu-
slóðum seinni heimsstyrjaldarinn-
ar í haust. „Ég sá fyrir mér söfnun til
styrktar börnum sem orðið hefðu illa
úti í styrjöldum og ég var með ljósanótt
í huga fyrir sýninguna en drifkraftur
Hjördísar varð til þess að hugmyndin er
strax að verða að veruleika.“ „Já, okkur
fannst full ástæða til að tengja þetta jól-
unum því hugsunin á bak við framtak-
ið passar svo vel boðska p þeirra. Allir
vilja gefa af sér á þessum tíma.“ Hjör-
dís kveðst hafa leitað til Aðalheiðar í
Kaffitári því hún hefði góða aðstöðu og
væri oft með skemmtilegar sýningar.
„Mér fannst hugmyndin frábær og var
strax til í tuskið,“ lýsir Aðalheiður.
Þá var eftir að tala við myndlistar-
fólkið og þær stöllur segja það hafa
verið afar jákvætt. Um 15 listamenn
gefi verk sem verði seld á lágmarks-
verði. „Auðvitað má bjóða meira í
myndirnar ef vilji er til styrkja þetta
góða málefni með enn stærra framlagi,“
bætir Hjördís við.
En hversu lengi stendur sýningin?
„Hún verður svo lengi sem eitthvað er
til. Mig langar auðvitað að fólk flykkist
til okkar annað kvöld og allt seljist upp.
Það yrði skemmtilegast að það yrði dá-
lítill hasar,“ svarar Hjördís glaðlega og
bætir við. „Við vonum að okkar framlag
geti nýst í gervilimi á að minnsta kosti
tvö börn og ef vel tekst til getur þetta
orðið hefð í jólaundirbúningnum.“
gun@frettabladid.is
KAFFITÁR Í NJARÐVÍKUM : 15 LISTAMENN TAKA HÖNDUM SAMAN
Gefa gervilimi til Afríku
LEGGJA SITT AF MÖRKUM Steinunn Sigurðardóttir, Aðalheiður Héðinsdóttir og Hjördís Árnadóttir með nokkur þeirra verka sem boðin verða á
spottprís í Kaffitári á morgun. MYND/VÍKURFRÉTTIR
Knattspyrnufélagið FC Barcelona var stofnað á
þessum degi árið 1899. Stofnendurnir voru frá
Sviss, Englandi og Katalóníu með Joan Gamper
í fararbroddi. Félagið óx hratt eftir stofnun þess
og landaði sínum fyrsta titli aðeins tveimur árum
eftir stofnun þess. Í júní á þessu ári voru skráðir
meðlimir félagsins 156.366 og skráð stuðnings-
mannafélög á heimsvísu voru 1782.
Fjöldi íþróttagreina er iðkaður undir merkjum
Barcelona en knattspyrnulið félagsins er þekktast
þeirra og hefur unnið flesta titla. Tveir Íslendingar
hafa leikið með Barcelona, Viggó Sigurðsson lék
með handknattleiksliði félagsins en Eiður Smári
Guðjohnsen leikur í dag með knattspyrnuliðinu.
Heimavöllur FC Barcelona er Camp Nou sem
tekur um 100.000 manns í sæti en í fyrra var
Barcelona annað ríkasta íþróttafélag heims.
Á síðasta leiktímabili, 2006-07, endaði Barce-
lona í öðru sæti í spænsku úrvalsdeildinni undir
stjórn Franks Rijkaard sem hefur verið við stjórn-
völinn hjá liðinu frá árinu 2003.
ÞETTA GERÐIST: 29. NÓVEMBER 1899
FC Barcelona stofnað á Spáni
NOU CAMP Heimavöllur FC Barcelona er Nou Camp
og tekur allt að 100.000 manns í sæti.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
Ásgeir Sæmundsson
rafmagnstæknifræðingur, fv. stöðvar-
stjóri Andakílsárvirkjunar, Fornhaga 11,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn
26. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar.
Sæmundur Ásgeirsson Steinunn Jóhannsdóttir
Ásdís Ásgeirsdóttir Helgi Árnason
Haukur Ásgeirsson Ásdís Pálsdóttir
Anna Guðný Ásgeirsdóttir Bjarni Á. Friðriksson
Hafdís Ásgeirsdóttir
Gyða Ásgeirsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn og faðir
okkar,
Lars-Erik Bromell
Fossvegi 2, Selfossi,
lést á Landspítalanum í Fossvogi 20. nóvember.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Aðstandendur þakka auðsýnda samúð og hlýhug.
Aðalheiður Hermannsdóttir
Ester Karoline Broméll
Þóra Sigríður Bromell
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda-
móðir, amma og langamma,
Dóra Guðlaugsdóttir
Heiðarvegi 9, Vestmannaeyjum,
andaðist mánudaginn 26. nóvember á
Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja.
Bjarni Sighvatsson
Sigurlaug Bjarnadóttir Páll Sveinsson
Guðmunda Áslaug Bjarnadóttir Viðar Elíasson
Sighvatur Bjarnason Ragnhildur S.
Gottskálksdóttir
Ingibjörg Rannveig Bjarnadóttir Halldór Arnarsson
Hinrik Örn Bjarnason Anna Jónína Sævarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegi eiginmaðurinn minn, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Svavar Elíasson
Eyrarflöt 4, Akranesi,
sem lést á heimili sínu sunnudaginn 25. nóvember,
verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn
30. nóvember kl. 14.00.
Sigríður Þorbergsdóttir
Guðrún Jóna Svavarsdóttir Sigurður Örn Haraldsson
Jón Smári Svavarsson Pálína Alfreðsdóttir
Elín Klara Svavarsdóttir Steinn Mar Helgason
Hilmar Svavarsson
Hörður Svavarsson Ágústa Rósa Andrésdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar
og afi,
Stefán Lárus Árnason
sem lést 22. nóvember sl., verður jarðsunginn frá
Áskirkju föstudaginn 30. nóvember kl. 11.00. Þeim sem
vildu minnast hans er bent á Hjúkrunarheimilið Skjól.
Kristín S. Haraldsdóttir
Stella K. Stefánsdóttir Stefán Valdimarsson
Sigrún M. Stefánsdóttir
Erla D. Stefánsdóttir
Helga Stefánsdóttir Leifur Þórsson
Halla B. Stefánsdóttir
og barnabörn.
MOSAIK
SKÁLDKONAN
DIDDA ER 43 ÁRA
Í DAG.
STRANDVARÐA-
LEIKKONAN GENA
LEE NOLIN ER 36
ÁRA Í DAG.
AFMÆLI