Fréttablaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 76
48 29. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Leigumorðingjar þykja ákaflega heppilegur efni- viður í kvikmyndir en ímynd þeirra hefur verið fegruð á hvíta tjaldinu og sveipuð dulúðlegum blæ. Um helgina verður frum- sýnd kvikmyndin Hitman, sem er byggð á frægum tölvuleik um sköllóttan leigumorðingja. Ímynd leigumorðingja og leigu- morða í kvikmyndum er eilítið brengluð. Á hvíta tjaldinu eru þetta yfirleitt útsmognir náungar með þykkar bankabækur í Sviss, leyniskytturiffil og góð pólitísk sambönd. Samkvæmt rannsóknum eru leigumorðingjar hins vegar oftast ráðnir af afbrýðisömum eig- inmönnum og eiginkonum sem vilja losa sig við makann. Sam- kvæmt vefsíðunni Wikipediu eru tæp tvö prósent allra morða í Ástr- alíu framkvæmd af leigumorðingj- um. Svipaða tölfræði er að finna annars staðar. Hollywood hefur reyndar ekki látið slíkar aftökur framhjá sér fara og er mörgum eflaust í fersku minni sú refskák sem Sean Penn þurfti að leysa í U- Turn þegar Jennifer Lopez og Nick Nolte vildu losa sig við hvort annað. Slíkt myndi eflaust kallast „dæmigert“ leigumorð í raunveru- leikanum. Sjakala-einkennið Í kvikmyndunum eru það hins vegar oftar en ekki háttsettir emb- ættismenn og dópbarónar sem eru fórnarlömb leigumorðingja. Sja- kalinn Edward Fox var þannig ráð- inn til að ráða Charles De Gaulle af dögum í kvikmyndinni The Day of the Jackal frá árinu 1973. Myndin var byggð á samnefndri sögu Fred- erick Forsyth og eftir útgáfu henn- ar ákváðu franskir fjölmiðlar að gefa hryðjuverkamanninum Ilich Ramírez Sánchez nafnið „Sjaka- linn Carlos“. Saga Ilich varð síðan efniviður í kvikmyndina The Ass- ignment þar sem Aidan Quinn reyndi að hafa hendur í hári glæpa- mannsins og er talið að hún byggi lauslega á tilraunum CIA til að kló- festa sakamanninn. En Sjakala- nafnið festist við leigumorðingja- stéttina og Bruce Willis varð næstur til að hljóta þetta nafn í myndinni The Jackal sem kom út 1997 og þótti skelfileg. Þá var Richard Gere á höttunum eftir höfði hans og Sjakalinn í þeirri mynd var umlukinn helstu klisjunum sem sagðar eru ein- kenna þennan starfstitil; meistari dulargervisins og snjallari en nokkur laganna vörður. Húmor fyrir morðingjum En Hollywood hefur líka haft húmor fyrir leigumorðingjum og Willis var eftirminnilegur sem Jimmy the Tulip í The Whole Nine Yards. Þar var hann hinn dæmi- gerði mafíumorðingi; kaldrifjaður og tilfinningalaus en um leið ákaf- lega svalur og heillandi. Pierce Brosnan var umkomulaus sem leigumorðinginn The Matador í samnefndri mynd sem leitaði ráða hjá fjölskyldumanninum Danny Wright. Þar var leigumorðinginn auðvitað ákaflega klár og snilling- ur í að láta sig hverfa en með veik- ar taugar eftir áratuga hark í morðbransanum. Ólíklegasti leigumorðinginn er þó eflaust hinn þéttvaxni Forest Whitaker í Ghost Dog eftir Jim Jarmusch þó að sú kvikmynd sómi sér vel meðal bestu leigumorðingj- amynda kvikmyndasögunnar. Og þótt það yrði erfitt að klína starfs- heitinu leigumorðingi á þá Jason Bourne og James Bond mætti eflaust með einhverjum rökum setja þá á stall með þeim. Óvenjulegur Hitman sker sig nokkuð úr hópi annarra leigumorðingjamynda. Hún er fyrir það fyrsta byggð á frægum tölvuleik um leigumorð- ingja sem er bæði hundeltur af Interpol og rússneska hernum en það er ekki síst uppruni Agent 47 sem gerir hann frábrugðinn öðrum. Sköllótti leigumorðinginn fannst barnungur á kirkjutröppum og var fenginn í hendur leynilegri kirkjureglu. Agent 47 er því gerður út af and- legum máttarvöldum til að losa jarðarbúa við dópsala og hórmang- ara. Tölvuleikurinn sjálfur var prýðileg skemmtun; bauð upp á töluverðan hasar og læti og leyfði notandanum að lifa sig rækilega inn í líf leigumorðingjans gegnum PC og Playstation. En kvikmynd- inni Hitman hefur hins vegar verið tekið með miklum fyrirvara og hlotið, eins og margar aðrar útfærslur Hollywood á tölvuleikj- um, afskaplega misjafna dóma. freyrgigja@frettabladid.is Morðingi til leigu TÖLVULEIKURINN BETRI Hafi menn haldið að kvikmyndin Hitman myndi endurskapa andrúmsloft launmorðingja ættu þeir að halda sig við töluvert betri tölvuleik.Kvikmyndin Across the Universe eða Heimshornanna á milli er ein- stök að því leytinu að öll tónlistin í kvikmyndinni samanstendur af Bítlalögum. Myndin fjallar um unga elskendur á miklum umbrots tímum í hinum vestræna heimi þegar Víetnamstríðið stend- ur sem hæst og hefðbundnum þjóðfélagsgildum er kollvarpað. Hin ungu Jude og Lucy verða ástfangin hvort af öðru í miðju allra þjóðfélagsbreytinganna þegar Bítlarnir og Rolling Stones áttu hug og hjörtu ungviðisins. En samfélagið tekur breytingum ógn- arhratt og parið verður fjarlægt hvort öðru þegar Jude er sendur til Víetnam. En ástin sigrar allt og ekki síst þegar lög á borð við All You Need Is Love og Hey Jude eru annars vegar. Leikstjóri Across the Universe er Julie Taymor en hún gerði hina eftirminnilegu Fridu með Sölmu Hayek í aðalhlutverki. Meðal leik- ara og listamanna sem koma fyrir í myndina má nefna Bono, Eddie Izzard og ráma rokkgoðið Joe Cocker en aðalhlutverkin eru í höndum Jim Sturgess og Evan Rachel Wood. Bítla-söngleikur ÁSTIN SIGRAR ALLT Parið Jude og Lucy verða ástfangin á þeim tíma þegar allt var að breytast. Fimmtán heimildarmyndir berj- ast um fimm tilnefningar til Óskarsverðlauna. Þeirra á meðal er Sicko, mynd Michaels Moore um heilbrigðiskerfið í Banda- ríkjunum sem vakti gríðarlega athygli, ekki síst vegna þess að kvikmyndagerðarmaðurinn hélt til Kúbu og olli sú ferð miklu fjaðrafoki í heimalandinu. Moore fékk sem kunnugt er Óskarinn fyrir 9/11 Fahrenheit og gagnrýndi stjórn Bush svo harkalega að stjörnurnar í Kodak-höllinni sáu sig tilneydda til að baula á leikstjórann. Heimildarmyndirnar í ár eiga það þó flestar sameiginlegt að fjalla um stríðsrekstur með einum eða öðrum hætti þótt Íraksstríðið umdeilda sé þar efst á baugi. Meðal mynda í þeim flokki eru Body of War, Operation Homecoming, Writ- ing the Wartime Experience, No End in Sight og Taxi to the dark Side. Tony Kaye, leikstjóri hinnar áhrifamiklu American History X, er einnig með mynd um eld- fimt málefni en myndin hans Lake of Fire fjallar um báðar hliðar baráttunnar í Bandaríkj- unum um fóstureyðingar. Til- kynnt verður 22. janúar hvaða fimm myndir hljóta tilnefningu. Heimildarmyndir í Óskarinn SICKO Kvikmynd Michaels Moore um heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum er meðal þeirra fimmtán mynda sem koma til greina fyrir Óskarinn. Margir muna eflaust eftir Jack Nicholson í hlutverki Jókersins sem gerði Michael Keaton lífið leitt í Burton/Batman-myndunum. Nicholson fór langt á skjáþokka sínum og einhverjum hefur eflaust dottið í hug að varla væri til sá maður sem gæti endurtekið þann stórleik sem gamla brýnið sýndi árið 1989. Kvikmyndatímaritið Empire birtir í sínu nýjasta hefti viðtal við leikarann sem hyggst feta í fótspor Jacks og bregða sér í hlutverk Jókersins í næstu kvikmynd Chris Nolan um riddara næturinnar, Leðurblökumanninn. Heath Legder hlaut mikið lof fyrir leik sinn í smalamyndinni Brokeback Mountain en ást tveggja karlmanna er víðsfjarri í hans nýjustu mynd þar sem Jókerinn lætur sverfa til stáls í Gotham City. Að sögn blaðamanns Empire lítur út fyrir að Jókerinn verði að þessu sinni mun meiri vitfirringur og ofbeldishneigðari en Jóker Jacks Nicholson og Ledger staðfestir það. En leikarinn segir jafnframt að hlutverkið hafi hrætt hann enda geri áhugamenn um Leðurblökumanninn jafnmiklar kröfur til þessarar persónu og þeir gera til hetjunnar sjálfrar. „En ég býst við því að það hafi einnig heillað mig. Ég lokaði mig af á hótelherbergi í London í heilan mánuð og reyndi að finna réttu röddina og rétta hláturinn. Jókerinn er algjörlega siðblindur og allt sem hann gerir eða segir er einn stór brandari. Þess vegna skiptir engu hvort hann myrðir eða meiðir, allt er þetta bara einn stór brand- ari,“ segir Ledger í viðtali við Empire. Myndin verður samkvæmt imdb.com frumsýnd hér á landi í lok júlí á næsta ári. Jókerinn snýr aftur og nú mun verri > LÍTUR BETUR ÚT Eitthvað virðist vera að þokast í samkomulagsátt í verkfalli handritshöfunda og búast bjartsýnustu menn við því að bráðabirgðasamkomulag verði gert á allra næstu dögum og að verkfallið leysist jafnvel strax eftir jól. Þegar hefur nokkrum kvikmyndum verið slegið á frest en þeirra stærst er Englar og djöflar með Tom Hanks í aðalhlutverki. ERFIÐUR ANDSTÆÐINGUR Leðurblöku- maðurinn fær erfiðan andstæðing í næstu mynd en það er sjálfur Jókerinn. SM S LEI KUR Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið . T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta k FRUMSÝND 30. NÓVEMBER SJÁÐU MYNDINA OG SPILAÐU LE IK INN! SENDU SMS JA HMF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UN NIÐ! V INN INGAR ERU B Í ÓMIÐAR FYR IR TVO , H I TM AN LE IK IR , DV D MYND IR , VARN IN GUR TENGDUR MYND INN I OG MARGT FLE IRA !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.