Fréttablaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 29.11.2007, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 29. nóvember 2007 Hver kannast ekki við að vita ekkert hvað eigi að gefa Þrúðu frænku eða Matta nágranna í jólagjöf? Þegar flestir í okkar umhverfi eiga allt sem til þarf og vel það en samt þarf að finna einhverja góða hugmynd enn eina ferðina. Einhvern tíma gerði ég góð kaup í seðlaveskjum hjá Yves Saint Laurent og það árið fengu allir í kringum mig veski, fyrir kort, aura eða seðla. Sem betur fer voru gerðirnar og litirnir margbreytilegir svo ekki fengu allir það sama. Svo er alltaf auðveldara þegar fólk býr á mismunandi stöðum á landinu, því hittast ekki endilega þeir sem eiga eins veski. Ég á einmitt þrjár frænkur um ellefu ára aldur en svo heppilega vill til að ein býr Vestmannaeyjum, önnur í Reykjavík og sú þriðja í Kaup- mannahöfn. Þannig er hægt að nota sömu hugmyndina þrisvar sinnum. Í ár eru hanskar í mikilli sókn eftir að hafa verið til hliðar um nokkuð langt skeið. Þeir eru nú ómissandi fylgihlutur, punkturinn yfir i-ið á dressinu. Þarna er kannski svar við jólagjafavandamálinu í ár. Hanskar eru auðvitað ómissandi í kaldari löndum eins og á Íslandi en framboðið er líklega meira spennandi þegar þeir eru virkilega í tísku eins og nú. Hér í landi eru ilmvatnsborgir og skóframleiðsluhéruð en hanskar koma aðallega frá höfuðborg hanskaframleiðslu, Millau í Aveyron-héraði. Áður voru hanskar tákn fágunar (Jackie Kennedy og Audrey Hepburn í Dior) en með frjáls- ari klæðaburði. Um 1970 var hönskum ýtt til hliðar. Frá árinu 2005 eru hanskar hins vegar aftur í sókn eins og sölutölur sýna hjá litla fjölskyldufyrirtækinu Farbre sem í ár hefur selt 20.000 hanskapör, fjórum sinnum meira en á síðasta ári. Fabre-fyrirtækið er í Millau og framleiðir fyrir fjölda tískuhúsa eins og Chanel og Christian Lacroix og þar á bæ er hanskaframleiðslan handverkslist. Efnin eru ekki af verri endanum, leður, snákaskinn og krókódíll, og fóðrið er ýmist silki, kasmírull, kanínuskinn eða minkur, allt eftir því hversu hlýir og hversu fínir hanskarnir eiga að vera. Þessir hanskar eiga það eitt sameiginlegt með hönskum H&M, Etam eða Zöru að hylja hendur notandans. Hanskar fjöldaframleiðslukeðj- anna eru oftar en ekki framleiddir í Kína eða öðrum löndum þar sem dæmi eru um að börn sitji við sauma daga og nætur. Hjá Farbre geta hanskarnir verið handsaumaðir eða vélsaumaðir en endahnúturinn er alltaf unninn í höndunum. Vissulega er verðið ekki það sama og á kínverskri fjöldaframleiðslu, frá um 60 evrum upp í 1000 evrur, eftir efnum og hversu mikil vinna hefur verið lögð í þá. Sumir er með ásaumuðum hnöppum eða útsaumi en hvert smáatriði hækkar verðið. bergb75@free.fr Mjúkir pakkar Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Létt og silkislétt HEILBRIGT OG FALLEGT HÖRUND ER DRAUMUR ALLRA KVENNA. Ef þú vilt án minnstu fyrirhafnar fá óaðfinnanlegt litaraft fyrirsætunn- ar sem oftast virðist vera með lýta- lausa húð skaltu prófa nýja Ideal Finish-púðrið frá Nivea Beauté. Silkimjúkt púðrið felur húðgalla og gefur náttúrulega, matta og létt- púðraða áferð sem helst tímunum saman. - þlg Klassík og kynþokki FERSKUR OG MUNÚÐARFULLUR ILMUR FYRIR KARLMENN. Fleur du Male frá Jean Paul Gaultier er vandaður ilmur fyrir karlmenn sem gera kröfur um klassík og kynþokka. Fersk app- elsínublóm koma á óvart, en í grunninn er Fleur du Male byggð- ur á tákni karl- mennskunnar; asíu burkna. Glasið er úr hvítum ópal- steini, en hvíti liturinn er litur appelsínublóms- ins sem er kjarni þessa ilms. - þlg G O T T F O L K Taktu mynd af friðarsúlunni í Viðey frá hvaða fjarlægð eða sjónarhorni sem er. Myndirnar skulu sendar á fridarsula@ frettabladid.is fyrir 1. desember. Glæsileg verðlaun í boði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.