Fréttablaðið - 19.04.2008, Síða 4

Fréttablaðið - 19.04.2008, Síða 4
4 19. apríl 2008 LAUGARDAGUR Kringlunni • sími 568 1822 www.polarnopyret.is ORKUMÁL Kjartan Magnússon, for- maður stjórnar Orkuveitu Reykja- víkur (OR) og Reykjavik Energy Invest (REI), lagði fram tillögu á stjórnarfundi OR í gær þar sem fram kemur að unnin verði „úttekt á REI og verðmat á verkefnum þess með það fyrir augum að fyr- irtækið geti einbeitt sér að ráðgjöf og þróunarverkefnum en hugað verði að sölu á þeim verkefnum, sem ekki falla undir þá starfsemi“. Tillögunni var frestað. Í tillögunni segir jafnframt að megintilgangur OR eigi að vera að tryggja Reykvíkingum og öðrum notendum á heimamarkaði góða þjónustu á sem bestu verði en ekki að taka þátt í áhættufjárfestingum erlendis. Fulltrúar meirihlutans funduðu seinnipart dags á fimmtudag í fundarherbergi á sjöttu hæð í höf- uðstöðvum OR þar sem málefni REI voru til umræðu. Á þeim fundi var ákveðið að leggja fram tillögu á stjórnarfundi OR um að vinna hæfist sem hefði það að markmiði að selja REI, eins og Ásta Þorleifs- dóttir, varaformaður OR og REI, staðfestir í Fréttablaðinu í dag og greint var frá á forsíðu blaðsins í gær. Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í stjórn OR, segir tillögu um breytingu á starfsemi REI vera illa ígrundaða. „Ég sé ekki betur en leiðari Morgunblaðs- ins í gær valdi þessum krampa borgarfulltrúanna. Ég fæ enga skýringu á því af hverju það þurfti að fara með þessu offorsi að koma með þessa tillögu í morgun,“ segir Svandís. Sigrún Elsa Smáradóttir, full- trúi Samfylkingarinnar í stjórn OR, og Svandís létu bóka sameig- inlega á fundinum að tillaga meiri- hlutans væri óskynsamleg og „lyktaði af flausturslegum við- brögðum við upphlaupi í borgar- fulltrúahópi sjálfstæðismanna“. Kjartan, Ásta og Júlíus Vífill Ingvarsson, fulltrúar meirihlut- ans í borgarstjórn í stjórn OR, létu bóka að tillagan um úttekt og verð- mat á REI væri lögð fram að vand- lega athuguðu máli. Hún væri eðli- legt framhald á þeirri vinnu sem farið hefði fram innan REI á und- anförnum mánuðum. Jafnframt var lagt til að sérstakur starfs- fundur stjórnar yrði haldinn til að ræða framtíðarsýn og hlutverk REI áður tillagan yrði tekin til afgreiðslu. magnush@frettabladid.is svavar@frettabladid.is Úttekt á REI og sala á verkefnum skoðuð Fulltrúar meirihlutans í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur vilja láta verðmeta verk- efni REI með sölu á þeim í huga. Svandís Svavarsdóttir og Sigrún Elsa Smára- dóttir segja tillögu meirihlutans vera illa ígrundaða og ekki stjórntæka. Megintilgangur Orkuveitu Reykja- víkur er að tryggja Reykvíkingum og öðrum notendum á heima- markaði góða þjónustu á sem bestu verði en ekki að taka þátt í áhættufjárfestingum erlendis. Með það að markmiði að staðinn verði vörður um þessa kjarna- starfsemi og mikilvægt almanna- þjónustuhlutverk fyrirtækisins, samþykkir stjórn OR að unnin verði úttekt á REI og verðmat á verkefnum þess með það fyrir augum að fyrirtækið geti einbeitt sér að ráðgjöf og þróunarverk- efnum en hugað verði að sölu á þeim verkefnum, sem ekki falla undir þá starfsemi. Þekking starfsmanna Orkuveit- unnar verði áfram nýtt á vettvangi REI og OR til ráðgjafaþjónustu í þágu fyrirtækja á sviði jarðhita- verkefna og umhverfisvænna orkugjafa samkvæmt sérstöku samkomulagi. TILLAGA MEIRI- HLUTA STJÓRNAR Dagur B. Eggertsson: Innri átök að skapa vanda „Ólafur F. Magnússon sagði það mjög skýrt í viðtali við Kastljós að hann myndi virða niðurstöðu stýrihóps um málefni REI hundr- að prósent og mundi standa í vegi fyrir sölu REI. Nú er þetta allt óljóst,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borg- arstjórn. „Það er umhugsunarefni í hvaða ástandi borgarstjórnar- flokkur Sjálfstæðisflokksins er. Hann stillir samstarfsfólki sínu upp við vegg og virðist tilbúinn til þess að rýra traust REI og verkefna þess án þess að hika. Ég er sammála nýlegum leiðara Morgunblaðsins um að þessum fíflagangi sjálfstæðismanna verði að fara að linna. Reykvíkingar, og eignir þeirra, eru fórnarlömb í þessum augljósu innri átökum.“ ORKUMÁL „Það þarf að frelsa borgina frá þessu rugli. Meirihlutinn setti saman tillögu í gærkvöldi um sölu á fyrirtækinu sem var svo breytt í morgun. Henni er síðan frestað og það er útlit fyrir að tillagan sé ekki tæk á stjórnar- fundi og það þurfi eigendafund til að bera hana upp“, segir Svandís Svavarsdóttir, borgarfull- trúi Vinstri grænna. „Það var búið að setja saman þverpólitíska stefnumótun fyrir REI og svo kemur hérna ný einhliða stefnumótunartil- laga í fangið á okkur, sem er með öllu óboðlegt.“ Spurð hvaða verkefni það séu sem til standi að kljúfa út úr REI segir Svandís að það sé óskilgreint. „Í tillögunni segir að fara eigi í gegnum hvaða verkefni teljist ekki þróunar- verkefni eða ráðgjafaverkefni og eigi þess vegna að selja. En þetta er hráskinnaleikur því það stendur til að selja REI. Ég segi að þetta séu svik, því niðurstaða stýrihópsins var að REI ætti að vera í 100 prósenta eigu OR. Það stendur líka í samstarfssamningi Sjálfstæðisflokksins við F-listann að Orkuveitan verði ekki seld að hluta til eða í heild.“ Svandís telur að verið sé að stilla borgarstjóra upp við vegg. „Hann hefur sagt að starfað verði eftir niðurstöðu stýrihópsins en hann fær ekki að vera með í ráðum þegar ákveðið er að selja. Þetta eru fráleit vinnubrögð og þetta fólk á að pakka saman. Það er öllum ljóst að borgar- stjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins er óstjórntækur.“ - shá Svandís Svavarsdóttir segir tillögugerð um REI svik við þverpólitíska sátt: Meirihlutinn ætlar að selja REI SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR Fundur stjórnar OR stóð í fimm klukkustundir. Svandís segir vinnubrögð meirihlutans fráleit. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 11° 12° 8° 7° 11° 11° 13° 12° 13° 11° 21° 20° 15° 11° 22° 20° 28° 11° 7 Á MORGUN Hæg, breytileg átt. MÁNUDAGUR 3-10 m/s, stífastur syðst. 6 6 8 6 10 8 8 6 8 6 4 3 2 3 3 5 3 3 4 3 3 7 9 8 6 9 8 9 9 89 RÓLEGHEITAR- VEÐUR ÁFRAM Í dag eru horfur á einmuna veður- blíðu um mest allt land. Á morgun hins vegar verður heldur þungbúnara sunnan til og vest- an en áfram bjart á landinu norðan- og austanverðu. Á mánudag en þó einkum þriðjudag má búast við drop- um sunnan og suðvestan til með auknum vindi. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur SVANDÍS OG SIGRÚN ELSA Svandís Svavarsdóttir, Vinstri grænum, og Sigrún Elsa Smáradóttir, Samfylkingunni, sjást hér á stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Í FUNDARHERBERGINU Fulltrúar meirihlutans í borg- arstjórn funduðu í herbergi á sjöttu hæð í höfuð- stöðvum Orkuveitunnar seinnipart fimmtudags. Þar voru málefni REI til umræðu. Þegar blaðamenn áttu leið um fundarherbergið í gær lá á borðinu blað með leiðara Morgunblaðsins frá því á fimmtudag, þar sem borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins var gagnrýndur harðlega. Í Fréttablaðinu á fimmtudag fylgdi röng mynd við tilkynningu um afmæli Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi ráðherra, þingmanns Alþýðuflokks og seðlabankastjóra. Beðist er velvirðing- ar á þessum mistökum. LEIÐRÉTTING FJÁRMÁL Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir ekki þörf á að endurskoða fjárlög ríkisins fyrr en í fjárlagagerð í haust. Líkt og Fréttablaðið greindi frá er gert ráð fyrir að ríkissjóður verði af 75-150 milljarðatekjum á næstu þremur árum vegna samdráttar í efnahagslífinu. „Við gerðum aldrei ráð fyrir sama tekjuafgangi á næsta eða þarnæsta ári og verður í ár. Við gerðum ráð fyrir minni hagvexti auk þess sem við höfum lækkað skatta.“ Árni segir ekki tímabært að taka ákvörðun um frestun framkvæmda. „Við eigum enn fé eftir sölu Landssímans sem við höfum lagt til hliðar til fram- kvæmda.“ - kóp Minnkandi tekjur ríkissjóðs: Ekki þörf á end- urskoðun strax KJARAMÁL Stjórn BSRB hvetur til þess að viðræður hefjist sem fyrst við fulltrúa fjármálaráðu- neytisins um kjarasamning til skamms tíma. Þetta var niður- staða stjórnarfundar BSRB í gær. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, Stéttarfélags í almanna- þágu, segir að með skammtíma- samningi sé átt við samning til ellefu eða tólf mánaða. Í ályktun stjórnarinnar segir að í ljósi þess að samningar renni út um næstu mánaðamót, og vegna óveðursskýja í efnahagslífinu, verði farsælast að gera skamm- tímasamning. - bj Ályktun stjórnar BSRB: Vilja semja við ríkið til eins árs GENGIÐ 18.04.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 153,6749 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 75,55 75,91 150,75 151,49 119,66 120,32 16,034 16,128 15,068 15,156 12,725 12,799 0,7311 0,7353 123,82 124,56 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.