Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.04.2008, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 19.04.2008, Qupperneq 10
 19. apríl 2008 LAUGARDAGUR MENNTUN Nýtt frumvarp um opin- bera háskóla er á skjön við lýð- ræðishefð Háskóla Íslands og ber það með sér að sjónarmið nem- enda voru virt að vettugi við gerð þess. Þetta er mat stúdenta og allra nefndarmanna menntamála- ráðs, nema formannsins Sigurðar Kára Kristjánssonar, sem tóku til máls á málþingi um frumvarpið í Háskóla Íslands í gær. Lýstu þeir yfir mikilli óánægju með þá breytingu að sjö manns muni sitja í háskólaráði í stað tíu áður og þar af verði aðeins einn fulltrúi frá nemendum í stað tveggja. „Mér þykir frumvarpið bera þess merki að nemendur voru ekki með í ráðum við samn- ingu þess,“ sagði Katrín Júlíus- dóttir, fulltrúi Samfylkingar í menntamálanefnd. Hún sagði enn fremur að nefndarmenn sem hefðu unnið að frumvarpinu hefðu ekki haft þekkingu á þeirri lýð- ræðislegu hefð námsmanna Háskóla Íslands. Kristján Freyr Kristjánsson, frá menntamálanefnd Stúdentaráðs, lýsti einnig yfir áhyggjum stúd- enta af þeirri breytingu sem gert er ráð fyrir að fólk sem ekki starfi í háskólanum verði í meirihluta í háskólaráði. Sagði hann að með frumvarpinu væri háskólaráði einnig fengið lögformlegt hlut- verk um að koma með tillögu til ráðherra um hækkun skráningar- gjalds. Í því skjóli gætu utanað- komandi fulltrúar komið tillögu til ráðherra um að hækka skráninga- gjöld. Katrín Júlíusdóttir sagði að þessi breyting gæti ekki verið mikilvæg þar sem upphæð skrán- ingargjaldsins, 45 þúsund krónur, væri lögbundin. Sigurður Kári Kristjánsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í menntamálanefnd og formaður hennar, sagði að frumvarpið væri aðeins í fyrstu umræðu og gæti því tekið nokkrum breytingum. Hvatti hann stúdenta til að koma með tillögur þegar þeir fengju frumvarpið til umfjöllunar. Katrín sagðist ánægð með frum- varpið en þó gætti skoðanaágrein- ings hjá henni og hinum fulltrúa stjórnarflokkanna og þótti Sigurði Kára rétt að minna á að frumvarp- ið væri runnið undan rifjum stjórnarflokkanna beggja. jse@frettabladid.is Frumvarp gegn vilja og hefð nemenda Fulltrúar menntamálanefndar og stúdentar segja nýtt frumvarp um opinbera háskóla stríða gegn lýðræðishefð Háskóla Íslands og bera þess merki að ekki hafi verið haft samráð við nemendur. FRÁ MÁLÞINGINU Í HÁSKÓLA ÍSLANDS Katrín Jakobsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í menntamálaráði, var sammála nöfnu sinni úr Samfylkingunni um að frumvarpið bæri það með sér að ekki hefði verið tekið mið af vilja nemenda. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FJÖLDI NEMENDA Í HÁSKÓLARÁÐUM Fulltrúar alls Fulltrúar nemenda Háskóli Íslands 10 2 Miðað við nýtt frumvarp 7 1 Háskólinn á Bifröst 18 4 Háskólinn í Reykjavík 8 0 Háskólinn á Akureyri 5 1 PARÍS, AP Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti sagði í gær að baráttan gegn loftslagsbreytingum krefðist stóraukinnar þátttöku einkageirans í þeim kostnaði sem hún útheimti. Til lengri tíma litið ættu níutíu prósent framlaga til þessarar baráttu að koma frá einkageiranum. Alþjóðasamfélagið yrði að „beina í stórum stíl fjárstreymi til hins nýja lágkolefnis- efnahagskerfi“. Sarkozy lét þessi orð falla á fundi fulltrúa þeirra ríkja heims sem losa mest af gróðurhúsalofttegund- um, sem fram fór í París. Viðræðurnar eru liður í undirbúningi loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn á næsta ári, þar sem til stendur að komast að samkomulagi um arftaka Kyoto-bókunar- innar sem rennur út árið 2012. Sarkozy lét í ræðu sinni í gær ógert að bregðast sérstaklega við tímamótatilkynningu George W. Bush Bandaríkjaforseta frá því á miðvikudag um að Bandaríkin verði að stöðva aukningu á losun sinni á gróðurhúsalofttegundum fyrir árið 2025. Viðbrögð evrópskra ráðamanna hafa annars að mestu verið á þá lund að þetta sé „of lítið og of seint“ en batnandi mönnum sé best að lifa. - aa Viðræður ríkja sem losa mest af gróðurhúsalofttegundum: Einkageirinn beri kostnaðinn FJÁRFEST Í FRAMTÍÐ Sarkozy talar á fundinum í París í gær. DALVÍK Bæjaryfirvöld í Dalvíkurbyggð leggjast gegn fyrirætlunum heil- brigðisráðherra um sam- einingu heilsugæslu- stöðvanna á Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði. Telja þau hagsmunum íbúanna mun betur borg- ið með því að sameina heilsugæsluna í Eyja- firði öllum heldur en að fara í smærri samein- ingar. „Það var ekkert samráð haft áður en tillagan var sett fram,“ segir Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð sem ritað hefur bréf til ráðherra um málið. Í bréfi sínu vísar Svan- fríður til bókunar bæjarráðs- fundar og segir þess vænst að hugmyndir um skiptingu Eyja- fjarðar í tvö heilsugæsluum- dæmi verði endurskoð- aðar og stefnt að einu. Svanfríður segir svör fulltrúa ráðuneytisins hafa verið afskaplega fátækleg. Í þessu sam- bandi sé rætt um bætta þjónustu en bæjaryfir- völd og starfsfólk heilsu- gæslustöðvarinnar eru sammála um að hags- munum íbúanna sé mun betur borgið með því að sameinast heilsugæslunni á Akureyri. „Við höfum reyndar komið með þá tillögu áður, eða að sameina allan Eyjafjörð sem væri langrökréttast til framtíðar litið.“ Segir hún Dalvíkinga ekki skilja af hverju setja á hlutina upp með þessum hætti. „Við skiljum það ekki og við fáum ekki svör sem útskýra það.“ - ovd Fyrirætlanir um sameiningu heilsugæslustöðva: Telja svörin fátækleg SVANFRÍÐUR JÓNASDÓTTIR FÓLK Ný búningsaðstaða fyrir fatlaða hefur verið tekin í notkun í Sundlaug Seltjarnarness. „Aðstaða þessi breytir miklu fyrir aðgengi fatlaðra í sundlaug- ina. Í búningsklefanum er hreyfiskynjari sem stjórnar ljósabúnaði og gefur til kynna hvort klefinn sé í notkun eða ekki. Með tilkomu þessarar aðstöðu geta fatlaðir einstaklingar komið með aðstoðarmanneskju með sér óháð kyni,“ segir á heimasíðu Seltjarnarnessbæjar. - gar Sundlaug Seltjarnarness: Fatlaðir fá betri búningsklefa SUNDLAUG SELTJARNARNESS Nýr klefi breytir miklu fyrir fatlaða. N O R D IC PH O TO S/ A FP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.