Fréttablaðið - 19.04.2008, Page 11

Fréttablaðið - 19.04.2008, Page 11
LAUGARDAGUR 19. apríl 2008 11 SÝRLAND, AP Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hitti í gær Khaled Mashaal, leiðtoga palestínsku Hamas- hreyfingarinnar, í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, þar sem hann býr í útlegð. Bæði Bandaríkjastjórn og Ísraelsstjórn hafa gagnrýnt þetta framtak Carters, sem lætur þó hvorug stjórnvöldin segja sér fyrir verkum. „Það er ekki hægt að gera samkomulag, sem ákveðnir aðilar þurfa að eiga hlut að, án þess að ræða við þá aðila til þess að gera samkomulagið að veruleika,“ sagði Carter í Egyptalandi á fimmtudag. Hann segir nauðsynlegt að ræða við Hamas ef friðar- samningar milli Ísraela og Palestínumanna eiga að geta gengið upp. Hamas-samtökin sigruðu í þingkosningum Palestínumanna í byrjun árs 2006 og eftir hörð átök við Fatah- hreyfinguna tóku þau völd á Gaza-svæðinu en hafa verið áhrifalaus á Vesturbakkanum. Bandaríkjastjórn vill ekkert vita af fundi Carters með fulltrúum Hamas, þetta sé alfarið einkaframtak forsetans fyrrverandi. Ísraelsstjórn hefur heldur ekkert viljað hafa saman við Hamas að sælda, segir samtökin ekkert annað en hryðjuverkasamtök sem beri ábyrgð á mannránum og sjálfsmorðs- árásum. - gb Fyrrverandi Bandaríkjaforseti sætir gagnrýni ríkisstjórna Bandaríkjanna og Ísraels: Carter ræddi við leiðtoga Hamas CARTER Í KAÍRÓ Fyrrverandi Bandaríkjaforseti færði rök fyrir því að ræða yrði við Hamas. NORDICPHOTOS/AFP FÉLAGSMÁL Atvinnubílstjórar og einyrkjar hafa stofnað með sér félagið Samstöðu og er því ætlað að standa vörð um hagsmuni stéttarinnar. Nokkur fjöldi var á stofnfundinum og ýmsum var heitt í hamsi þegar mótmæli undangenginna vikna bar á góma. Jón Gunnar Margeirsson var kjörinn formaður félagsins. Hann segir næg verkefni fram undan og þó að mótmælin séu mönnum ofarlega í huga hafi þau ekki verið kveikjan að stofnun samtakanna. „Nei við höfum rætt þetta um nokkra hríð. Það hefur vantað hagsmunagæslusamtök fyrir okkur og nú hefur verið bætt úr því,“ segir Jón. - kóp Hagsmunafélag bílstjóra: Bílstjórar stofna til Samstöðu ÞUNGT HUGSI Fundarmenn voru þungt hugsi, enda brennur margt á þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Fimm teknir undir áhrifum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði fimm ökumenn fyrir ölvunar- akstur í fyrrinótt. Þá var einn öku- maður stöðvaður fyrir að aka undir áhrifum lyfja. Einn stútur á Suðurlandi Lögreglan á Selfossi tók ökumann fyrir ölvunarakstur á Biskupstungna- braut í gærmorgun. Var hann fluttur á lögreglustöð til skýrslu- og sýnatöku en sleppt að því loknu. LÖGREGLUFRÉTTIR STJÓRNMÁL Staðbundin átök í Austur-Evrópu þar sem Rússland á hagsmuna að gæta er heiti á erindi sem Göran Lenmarker, þingmaður og formaður utanrík- ismálanefndar sænska þingsins, flytur á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varð- bergs í Skála á Hótel Sögu á mánu daginn. Lenmaker hefur mikið beitt sér í friðsamlegum sáttalausnum og hefur gert það að forgangsverk- efni að vinna að framtíðarlausn í ríkjadeilum innan Evrópu. Auk þess leggur hann áherslu á aukin mannréttindi, baráttu gegn glæpastarfsemi milli ríkja og traust kosningaeftirlit. Fyrirlest- ur hans hefst klukkan 18 og stendur til klukkan 19.30. - ovd Átök í Austur-Evrópu: Hagsmunir Rússlands Vinningur í hverri viku ELDUR Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins var kallað að togara í Hafnarfjarðarhöfn laust fyrir miðnætti á fimmtudagskvöldið þar sem eldur var laus í vélarúmi skipsins. Kom eldurinn upp við ljósavél skipsins en unnið hefur verið að viðgerðum á skipinu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en nokkuð fjölmennt lið var sent á vettvang þar sem erfitt er að eiga við eld í skipum. Þrír menn voru um borð þegar eldurinn kom upp og komust þeir sjálfir frá borði um leið og eldvarnarkerfi skipsins fór í gang. Einhverjar skemmdir urðu, mestar vegna reyks. - ovd Eldvarnakerfið fór í gang: Eldur kom upp í ljósvél togara

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.