Fréttablaðið - 19.04.2008, Side 12
19. apríl 2008 LAUGARDAGUR
GRILLIN
ERU KOMIN
í verslanir og á þjónustustöðvar
N1 VERSLUN N1 ÞJÓNUSTUSTÖÐVAR SÍMI 440 1000 WWW.N1.IS
- 13,2 kW / 50,000 BTU Dual-TubeTMbrennarar
- 2,7 kW / 10,000 BTU hliðarhella úr ryðfríu stáli
- 5,25 kW / 15,000 BTU bakbrennari fyrir grilltein
- 3 Dual-TubeTMryðfríir línubrennarar
- 2 grillgrindur úr steypujárni
- Rotisserie grillteinn
- Ryðfrí eldunarhlíf Flav-R-WaveTM
- Hágæða Accu-TempTM hitamælir
- Sure-LightTMelektrónískt kveikjukerfi
- Niðurfellanleg hliðarborð með áhaldakrókum
- Skápur með stálhurðum
BROIL KING SIGNET 90
- 8,8 kW / 30,000 BTU I brennari úr
ryðfríu stáli
- Postulínshúðaðar járngrindur
til eldunar
- Ryðfrí eldunarhlíf Flav-R-WaveTM
- Hágæða Accu-TempTM hitamælir
- Sure-LightTMelektrónískt kveikjukerfi
- Niðurfellanleg hliðarborð
með áhaldakrókum
BROIL KING GEM
22.900,-
32.900,-
17.900,-
- 5 kW / 20,000 BTU I brennari úr
ryðfríu stáli
- Postulínshúðaðar járngrindur
til eldunar
- Sure-LightTMelektrónískt kveikjukerfi
BROIL KING
PORTA-CHEF
72.900,-
89.900,-
HEIMSENDING
Á HÖFUÐ-
BORGAR-
SVÆÐINU Á
SAMSETTUM
GRILLUM
FRÍ
- 13,2 kW / 50,000 BTU Dual-TubeTM
brennarar
- 3 Dual-TubeTMryðfríir línubrennarar
- 2 grillgrindur úr steypujárni
- Ryðfrí eldunarhlíf Flav-R-WaveTM
- Hágæða Accu-TempTM hitamælir
- Sure-LightTMelektrónískt kveikjukerfi
- Niðurfellanleg hliðarborð með
áhaldakrókum
- Skápur með stálhurðum
BROIL KING SIGNET 20
- 11,4 kW / 40,000 BTU H brennari
úr ryðfríu stáli
- Postulínshúðaðar járngrindur
til eldunar
- Ryðfrí eldunarhlíf Flav-R-WaveTM
- Hágæða Accu-TempTM hitamælir
- Sure-LightTMelektrónískt kveikjukerfi
- Niðurfellanleg hliðarborð úr stáli
með áhaldakrókum
BROIL KING ROYAL
Gildi - lífeyrissjóður
Sætúni 1
105 Reykjavík
Sími 515 4700
www.gildi.is
gildi@gildi.is
Ársfundur Gildis-lífeyrissjóðs verður haldinn á Grand
Hótel, Reykjavík þriðjudaginn 29. apríl 2008 kl. 17.00.
1. Venjuleg ársfundarstörf.
2. Önnur mál, löglega upp borin.
Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með
málfrelsi og tillögurétti. Sérstakt fulltrúaráð, að jöfnu
skipað fulltrúum stéttarfélaga og samtaka
atvinnurekenda sem að sjóðnum standa, fer með
atkvæði á ársfundinum.
Reykjavík 10. apríl 2008,
Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs.
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 342
5.300 +1,45% Velta: 3.939 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 7,38 +0,00% ... Bakka-
vör 42,70 +0,71% ... Eimskipafélagið 23,15 +0,00% ... Exista
12,24 +2,69% ... FL Group 6,72 +1,21% ... Glitnir 17,05 +0,29%
... Icelandair Group 24,10 -0,41% ... Kaupþing 852,00 +2,53% ...
Landsbankinn 31,30 +1,30% ... Marel 89,70 +0,00% ... SPRON 5,34
+0,95% ... Straumur-Burðarás 12,31 +0,41% ... Teymi 4,01 -4,07% ...
Össur 91,00 -0,66%
MESTA HÆKKUN
FLAGA +41,10%
EXISTA +2,69%
KAUPÞING +2,53%
MESTA LÆKKUN
TEYMI -4,07%
ATL. PETROLEUM -0,94%
ÖSSUR -0,66%
Nefnd um alþjóðlega fjármálamiðstöð hér á
landi lagði til að lífeyrissjóðum yrði heim-
ilt að lána verðbréf. Kauphöll Íslands átti
frumkvæði að lagasetningu um þetta nú.
Fjármálaráðuneytið segir að þetta verði til
hagsbóta fyrir lífeyrisþega.
„Fjármálaráðherra fékk erindi frá Kauphöllinni um
að koma á fót einhvers konar lánamarkaði með
verðbréf, þar með talið hjá lífeyrissjóðunum,“ segir
Maríanna Jónasdóttir, skrifstofustjóri tekju- og
lagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins.
Efnahags- og skattanefnd Alþingis hefur nú til
umfjöllunar frumvarp ráðherrans, sem meðal annars
felur í sér að lífeyrissjóðum verði heimilt að lána allt
að 25 prósentum hreinnar eignar sinnar.
Maríanna segir mikilvægt að í frumvarpinu séu
engar skyldur lagðar á hendur lífeyrissjóða um að
lána bréfin sín, hvort sem um er að ræða skuldabréf
eða hlutabréf. Eingöngu felist í frumvarpinu heimild
til þeirra að gera slíkt.
Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og varafor-
maður stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins,
leggst gegn þessum ákvæðum frumvarpsins og hefur
sagt þetta bjóða heim hættu á skortsölu með eignir
landsmanna í lífeyrissjóðum. Til þess að hagnast á
slíku verði hlutabréfaverð að lækka og þá rýrni eignir
landsmanna í lífeyrissjóðum.
Maríanna, sem raunar er stjórnarformaður sama
lífeyrissjóðs, segir þessa spurningu pólitíska og vísar
á fjármálaráðherra. Ekki hefur náðst í hann.
Aðspurð segir Maríanna að þetta verði til hagsbóta
fyrir lífeyrisþega og bætir því við að lífeyrissjóðum
sé fyllilega treystandi til að meta áhættu af
fjárfestingum sínum.
Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusam-
bandsins, hefur sagt að sér lítist ekki vel á þennan
þátt frumvarpsins og segir það hafa verið sett fram
án þess að samráð hafi verið haft við eigendur
lífeyris sjóðanna.
Í skýrslu nefndar forsætisráðherra um Ísland sem
alþjóðlega fjármálamiðstöð, sem birt var í október í
hittifyrra, er meðal annars lagt til að lífeyrissjóðir fái
heimild til að lána verðbréf.
Maríanna segir að tilkoma frumvarpsins nú sé
ótengd niðurstöðu nefndarinnar.
Þess má geta að Baldur Guðlaugsson, ráðuneytis-
stjóri í fjármálaráðuneytinu, átti sæti í nefndinni.
Ekki náðist í Þórð Friðjónsson, forstjóra Kauphall-
arinnar, við vinnslu fréttarinnar. ingimar@markadurinn.is
Kauphöllin vill að lífeyr-
issjóðir láni verðbréfin
KAUPHÖLLIN Frumkvæði að lögum um að lífeyrissjóðir megi
lána allt að fjórðung eigna sinna kemur frá Kauphöllinni.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Bandaríski netleitarrisinn Google
hagnaðist um 1,31 milljarð dala,
jafnvirði 98,5 milljarða króna, á
fyrstu þremur mánuðum ársins.
Þetta er talsvert meira en bjart-
sýnustu menn höfðu reiknað
með.
Tekjur fyrirtækisins námu
5,19 milljörðum dala, sem er 42
prósenta aukning, og slær á hrak-
spár manna um samdrátt hjá fyr-
irtækinu. Rétt rúmur helmingur
tekna Google kemur utan Banda-
ríkjanna og hífir það afkomutölurnar upp í skugga
gengisfalls Bandaríkjadals upp á síðkastið.
Gengi hlutabréfa Google lækkaði lítillega á banda-
rískum hlutabréfamarkaði áður en afkomutölurnar
lágu fyrir í fyrrakvöld. Tölurnar birtust eftir lokun
markaða vestanhafs og skaust gengi bréfa í netleitar-
risanum upp um 18 prósent í utanmarkaðsviðskiptum.
- jab
Google hagnast í byrjun árs
ERIC SCHMIDT
FORSTJÓRI GOOGLE