Fréttablaðið - 19.04.2008, Síða 18
19. apríl 2008 LAUGARDAGUR
H
öfðingleg gjöf þeirra Lilju Sigurlínu
Pálmadóttur, listamanns og hrossa-
bónda, og Steinunnar Jónsdóttur
innanhússarkitekts hefur vakið mikla
athygli en þær byggja sundlaug á
Hofsósi og gefa íbúum þar. Fyrst skóflustungan
var tekin í vikunni. Báðar eiga þær Lilja og
Steinunn rætur að rekja norður, Lilja er ættuð frá
Hofi í föðurættina og Steinunn er ættuð úr
Fljótum. Lilja rekur hrossabú og leggur stund á
nám í hrossarækt á Hólum. Steinunn á hins vegar
jörðina Bæ á Höfðaströnd og rekur þar listasetur
og hrossabú.
Rætur Lilju Pálmadóttur á Hofi liggja djúpt.
Faðir hennar, Pálmi Jónsson sem oft hefur verið
kenndur við Hagkaup, var alinn upp á Hofi. Hún
var hjá ömmu sinni á Hofi á sumrin en afi Lilju
ræktaði hross. Jörðin hafði verið í eigu fjölskyld-
unnar frá 1911 þegar Pálmi og tvíburasystir hans
seldu Hof 1982. Lilja og Baltasar, eiginmaður
hennar, keyptu Hof aftur árið 2002 og hafa nú haft
þar fasta búsetu í tvö ár.
Lilju Pálmadóttur hafði lengi langað til að gera
eitthvað sem skipti máli fyrir Hofsós og nágrenni.
Á sama tíma og hún velti vöngum langaði hana
alltaf í sund. Fyrir nokkrum árum fannst heitt
vatn á svæðinu og þá datt henni í hug að hafa
samband við Steinunni og athuga hvort hún væri
til í að vera með í að byggja sundlaug fyrir
Hofsósinga. Lilja og Steinunn höfðu aldrei hist
eða talað saman áður en Steinunn var strax til í
framkvæmdina og þurfti ekki einu sinni að hugsa
sig um.
Lilja er mikill dugnaðarforkur sem sést ekki
síst á því uppbyggingarstarfi sem hún hefur unnið
á Hofi undanfarin ár ásamt því að ala upp stóra,
kraftmikla fjölskyldu. Hún gefur sig alla í það
sem hún gerir, hvort sem það er myndlistarnám í
New York og Barcelona eða hrossarækt í Hóla-
skóla, og þessar tvær persónur þykja sitja vel
saman, heimsborgarinn Lilja og Sigurlína
hrossabóndi á Hofi.
„Lilja hefur einstaka tilfinningu fyrir fagur-
fræði og það sem kannski lýsir henni best er
húsið sem hún hefur byggt á Hofi, sem er
sennilega eitt besta hús sem hefur verið byggt á
Íslandi síðari ár, vegna þess að það er hannað og
byggt af einstakri næmni fyrir náttúrunni,
staðháttum og fegurð,“ segir Halldór Lárusson,
vinur hennar.
Steinunn Jónsdóttir er dóttir hjónanna Jóns
Helga Guðmundssonar, sem kenndur er við Byko,
og Bertu Bragadóttur kennara. Steinunn á ættir
að rekja í Fljótin en afi hennar Guðmundur
Jónsson, faðir Jóns Helga í Byko, er frá Molastöð-
um í Fljótum. Pabbi hennar var í sveit á Molastöð-
um á yngri árum en sjálf var Steinunn hjá
Hermanni Jónssyni, afabróður sínum í Lamba-
nesi, og öðru skyldfólki sínu öll sumur í æsku.
Steinunn hefur lengi átt sér þann draum að
koma á fót listasetri þar sem listamönnum gefst
færi á að dvelja um tíma og sinna list sinni. Í
þessu augnamiði keypti hún jörðina Bæ á Höfða-
strönd fyrir þremur árum. Steinunn féll fyrir
útsýninu og hefur nú gert upp húsin á jörðinni,
vinnustofur listamanna og hús fyrir fjölskylduna
auk þess sem þar er stórt eldhús þar sem kokkur
matreiðir fyrir listamennina og setustofa. Þá er
hún með 23ja hesta hesthús, reiðaðstöðu og er
byrjuð með hrossarækt.
Steinunn er elst þriggja systkina, og fór
gjarnan fyrir systkinum sínum í æsku, var full
ábyrgðar gagnvart þeim, eins og títt er um elstu
systkini. Hún var samviskusöm sem barn, raunsæ
og jarðbundin og sinnti skólagöngu af alúð. Það
orð fer af Steinunni að hún sé einstaklega
traustur og góður vinur. Hún lifir heilbrigðu lífi
og hugsar vel um líkama og sál. Hún æfði sund og
var góður sundmaður en eitt af hennar helstu
áhugamálum á fullorðinsárum er langhlaup og
hefur hún hlaupið nokkur maraþon um ævina. Til
að ná árangri í hlaupum þarf aga og skipulag og
það hefur Steinunn Jónsdóttir.
Steinunn anar aldrei út í neitt heldur fram-
kvæmir hlutina að vel athuguðu máli. Hún þykir
alvörugefin og er laus við galgopahátt, sver sig
þannig í föðurættina. Hún þykir mjög traust
manneskja og vinur vina sinna fram í fingurgóma,
heiðarleg prinsippmanneskja. Hún er lítið fyrir
sviðsljósið og kann betur við sig innan um fáa vini
og kannski fyrst og fremst fjölskylduna. Steinunn
er kát og hress í hópi vina sinna en gefur lítið færi
á sér gagnvart þeim sem hún þekkir ekki. Hún er
athafnamanneskja sem hefur gaman af að takast á
við verkefni á borð við listasetrið auk þess sem
það er henni hugsjón að auðvelda listamönnum um
allan heim að vera í skemmtilegu umhverfi og fá
hugmyndir. Hún hefur alltaf haft áhuga á listum
og arkitektúr og listasetrið veitir henni tækifæri
til þess að blanda þessu tvennu saman.
MENN VIKUNNAR
Miðlun
Skeifa
n
söluskr
ifstofur16
www.r
emax.
is
Einn ö
flugas
ti faste
ignave
fur lan
dsins
Allar
fastei
gnasö
lur eru
sjálfst
ætt re
knar o
g í ein
kaeign
Fasteig
nablað
161. T
ölublað
- 6. ár
gangur
- 13. a
príl 200
8
bls.
12
HH Ráðgjöf • Fiskislóð 81 • 101 Reykjavík • Sí i
Ráðningarþjónusta
Leitar þú að starfsmanni?
Hulda
Helgadóttir SigurborgÞórarinsdóttir KristínHallgrimsdóttir JónRagnarsson
HH Ráðgjöf er alhliða ráðningarþjónusta og við státum okkur af því að veita framúrskarandi þjónustu hvort
sem um ræðir ráðningu ófaglærðra, faglærðra eða sérfræðinga.
Ráðgjafar okkar veita fúslega frekari upplýsingar í síma
561 5900 eða sendu okkur tölvupóst: hhr@hhr.is
Vinnusparnaður Við vinnum úr umsóknum, leitum í gagnagrunni okkar,
tökum forviðtöl og öflum umsagna. Markviss leit Nýr hugbúnaður gerir leit afar markvissa og tryggir að við
finnum hæfasta einstaklinginn. Þriggja mánaða ábyrgð Ef starfsmaður hættir störfum innan þriggja mánaða er
ráðning í hans stað án endurgjalds. Bregðumst fljótt viðOkkar aðalsmerki eru skjót viðbrögð og lögð er áhersla á
að flýta ráðningarferlinu eins og unnt er.
Fjöldi hæfra umsækjendaFjöldi umsækjenda er á skrá í almennum gagnagrunni
okkar sem tryggir að við finnum rétta einstaklinginn
fyrir starfið.
Reynsla og þekkingHjá HH Ráðgjöf starfa sérfræðingar á sviði starfsmanna-
mála sem búa m.a. yfir mikilli reynslu af ráðningum og
hagnýtri menntun.
Sanngjarnt verðBjóðum mjög hagstætt og samkeppnishæft verð á þjónustu okkar. Gerðu verðsamanburð!
HH Ráðgjöf hefur vönduð vinnubrögð og fagmennsku að leiðarljósi. Við leggjum metnað okkar í að veita
afburðarþjónustu og finna réttan einstakling fyrir þá aðila sem leita okkar aðstoðar við ráðningu starfsfólks.
Kostir þess að nýta sér þjónustu HH Ráðgjafar eru m.a.:
ER ÞÍN ATVINNUAUGLÝSING HÉR? MEST LESNA ATVINNUBLAÐ LANDSINS
S. 512 5426 - vip@365.is S. 512 5441 - hrannar@365.is
ÁSTRÓS GUNNARSDÓTTIR O G LÁRA STEFÁNSDÓTTIR ■ BIRNA BJARNADÓTTIR ■ ARAM SAR
■ GYRÐIR ELÍASSON ■ ALEXANDER SOLZENITSYN ■ ÓLAFUR ELÍASSON ■ NEON ■
LAUGSDÓTTIR ■ JÓN PÁLL EYJÓLFSSON ■ MARÍA KRISTJÁNSDÓTTIR ■ N
■ KONUNGLEGA LEIKHÚSIÐ Í KAUPMANNAHÖFN ■ HA
■ DMITRI EIPIDES ■SÁLIN HANS JÓNS MÍNS ■ KJA
TÓLF TÓNAR Tveir menn eru að horfa á Manchester United á bar og í hálf-
leik ákveða þeir að kýla á það og láta gamlan draum rætast:
Stofna plötubúð
tíu ára
Seðlabankinn kominn út í horn
Helgarviðtal við Vilhjálm Egilsson, framkvæmda-
stjóra Samtaka atvinnulífsins
Sumarið 2008
Hvert vilja landskunnir Íslendingar fara, og með
hverjum?
Íslensk sköpunargleði
Lokasýning fatahönnunarnema í Listaháskóla
Íslands lofar góðu.
Menning fylgir Fréttablaðinu á sunnudag:
Tveir menn í hálfl eik – Tólf tónar tíu ára. Tinna
Gunnlaugsdóttir svarar gagnrýni Þórhildar Þor-
leifsdóttur. Ólafur Elíasson í MOMA. Kvikmyndir
um raunverulegar manneskjur.
Menning
LILJA PÁLMADÓTTIR OG STEINUNN JÓNSDÓTTIR
STEINUNN JÓNSDÓTTIR: ÆVIÁGRIP
Steinunn Jónsdóttir innanhússarkitekt fæddist 27. maí 1968, dóttir Jóns Helga Guðmundssonar, sem kenndur er við
Byko, og Bertu Bragadóttur kennara. Hún er elst þriggja systkina.
Steinunn lauk stúdentsprófi frá MR og fór svo til náms í innanhússarkitektúr í Bandaríkjunum. Hún hefur einnig verið
í listnámi í Bandaríkjunum og lokið MBA-námi frá Háskólanum í Reykjavík.
Steinunn situr í stjórn fyrirtækja sem tengjast fjölskyldunni auk þess sem hún stýrir fjárfestingarfélaginu Arki. Hún
hefur byggt upp alþjóðlegt listasetur að Bæ á Höfðaströnd.
Steinunn býr með Finni Reyr Stefánssyni hagfræðingi. Steinunn á tvö börn, Nönnu Katrínu og Jón Braga Hannesar-
börn, 13 og 10 ára. Hún og Finnur eiga Baldur, 18 mánaða.
LILJA PÁLMADÓTTIR: ÆVIÁGRIP
Lilja Sigurlína Pálmadóttir hrossabóndi er fædd 10. desember 1967, dóttir hjónanna Pálma Jónssonar, kaupmanns í
Hagkaup, og Jónínu Gísladóttur húsmóður. Lilja er alin upp í hópi fjögurra systkina og er yngst.
Lilja lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands og fór svo í myndlistarnám í New York og síðar í framhaldsnám í
Barcelona.
Lilja stundar í dag hrossarækt á Hofi og nám í hrossarækt og reiðmennsku á Hólum í Hjaltadal og hefur losað sig úr
stjórn félaga.
Hún er gift Baltasar Kormáki kvikmyndaleikstjóra og hafa þau búið á Hofi í tvö ár en eiga líka heimili í Reykjavík. Lilja
og Baltasar eiga og reka framleiðslufyrirtækið Sögn ehf. Lilja á Stellu Rín, 15 ára, og svo eiga þau Pálma Kormák, átta
ára, og Storm Jón Kormák, sex ára. Stjúpbörn Lilju eru Ingibjörg Sóllilja, 12 ára, og Baltasar Breki, 19 ára.
Römm er sú taug
FYRSTA SKÓFLUSTUNGAN TEKIN Lilja Pálmadóttir og Steinunn Jónsdóttir (fyrir miðri mynd) tóku í vikunni fyrstu skóflu-
stunguna að sundlaug sem þeir færa íbúum Hofsóss að gjöf. Forsetahjónin veittu verkefninu blessun sína. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA