Fréttablaðið - 19.04.2008, Side 32
32 19. apríl 2008 LAUGARDAGUR
Þ
að hefði verið meir en lítið und-
arlegt ef leið Grétars hefði
ekki legið um brautir lista.
Systkini hans eru tíu talsins og
Örvarsbörnin ellefu hafa meira
eða minna öll lagt fyrir sig list-
ir. Fjölskyldugenin eru því verðugt verkefni
fyrir Decode-Kára. Grétar segist ekki viss
um hvort hægt sé að rannsaka þetta og fá
niðurstöðu en listamannagenið sé þarna
vissulega og verulega stabílt. „Jú, jú, þetta
er eflaust rannsóknarefni. Einn bróðir minn,
Hákon Már, er einn fremsti matreiðslumað-
ur heims – og hreppti þriðja sætið í Bocuse
D‘or, virtust einstaklingskeppni matreiðslu-
manna í heimi. Bróðir minn, hann Atli Örv-
ars, er sífellt að eflast í kvikmyndatónlist
sinni og er nú að gera tónlist við nýjustu
kvikmynd Antonio Banderas. Sirrý systir
mín er með textílverkstæði og önnur, Harpa,
er listmálari, Karl bróðir minn er grafískur
hönnuður og tónlistarmaður og svo á ég
annan bróður sem einnig heitir Karl, staðar-
haldari á Reykjum, sem er mikið í að semja
tónlist. Svo mætti áfram telja. Maður situr
uppi með þetta.“
Urðum að syngja á íslensku
Grétar hefur drepið niður fæti á ýmsum
stöðum í tónlistinni og er jafnan hlaðinn
verkefnum. Við ætlum hins vegar að sveima
um slóðir Eurovision en þegar Stjórnin tók
fjórða sætið voru aðstæður talsvert ólíkar
því sem er í dag. „Á þeim tíma höfðum við
ekki aðra völ en að syngja á íslensku og
tækifærin fyrir okkur til að kynna okkur
voru ekki mikil. Af hverju heppnaðist þetta
svona vel? Ja, ætli það hafi ekki einfaldlega
verið blanda af góðu lagi og svo flutningur
okkar. Augnablikið var okkar og við náðum
að hrífa fólk með okkur. Tilfinningin var
sannarlega yndisleg og maður var mjög
stoltur af því að ná þessum árangri, okkur
Íslendingum hafði ekki gengið svo vel fram
að því.“ Keppnin greiddi Stjórninni enn
frekar leið sem tónlistarmönnum og flytj-
endum á Íslandi þótt á þeim tíma hafi orðið
„útrás“ ekki verið í spilum sveitarinnar. Upp
úr þessu fór sveitin hins vegar í fjölmargar
rútuferðir um allar trissur og náði að hala
inn þúsund manna á dansleiki á Broadway
og í Leikhúskjallaranum, helgi eftir helgi, ár
eftir ár. 3.000 manns á einu kvöldi á Broad-
way þætti í dag saga til næsta bæjar.
Góðir flytjendur skipta mestu
Stjórnin varð hljómsveit þjóðarinnar og
virtist ná til ótrúlega breiðs hóps og aldurs.
Saknar Grétar aldrei þessa tíma? „Ég get nú
kannski ekki beint sagt að ég sakni hans en
ég hugsa alltaf til samstarfsins með ákaf-
lega góðri tilfinningu. Allt hefur hins vegar
sinn líftíma. Stjórnin átti ótrúlega góðan
tíma og í nokkur ár var það þannig að við
komum ekki með lag án þess að það yrði að
slagara.“ Grétar segir að að sjálfsögðu séu
mörg lög frá þessum tíma honum hjartfólg-
in og þar er Allt eða ekkert ofarlega á blaði.
En hvað finnst honum um Eurovision-lögin
sem Íslendingar hafa teflt fram árin eftir að
hann steig þar niður fæti síðast? „Mörg hver
hafa mér fundist mjög fín. Eins og allir hef
ég auðvitað mína skoðun á þessu og ég sá nú
svo sem hvert stefndi með Silvíu Nótt. Og
þótt mér hafi fundist Eiríkur Hauksson í
fyrra alveg frábær hafði ég samt ekki sterka
tilfinningu fyrir því að það lag kæmist
áfram. Hvað það er sem veldur hverju sinni
að okkur gengur upp og niður er oft erfitt að
sjá. Nú erum við hins vegar að mínu mati
með eina bestu söngvara Íslands í dag:
Regínu og Friðrik. Góðir flytjendur virðast
að miklu leyti vera lykillinn að velgengni í
keppninni, ekki síður en lagið – að sjálf-
sögðu.“
Söng með Stjórninni þrettán ára
Eurobandið stofnuðu þau Regína Ósk og
Friðrik Ómar vorið 2006 eftir að þau höfðu
bæði tekið þátt í forkeppninni hér heima og
lent í öðru og þriðja sæti. „Hljómsveitin var
í kjölfarið stofnuð í gríni og alvöru. Eurov-
ision-lögin sem til eru eftir fimmtíu ára sögu
keppninnar eru ótrúlega mörg og góð og þau
sáu að það væri upplagt að stofna hljóm-
sveit sem spilaði eingöngu Eurovision-lög.“
Grétar Örvarsson steig svo inn í þá hug-
mynd árið 2007 þegar hann fékk Friðrik
Ómar til að flytja lag sitt Eld í forkeppninni.
„Ég heyrði Friðrik Ómar fyrst syngja þegar
hann var smápolli, um fermingaraldur, en
þá tróð hann upp með okkur í Stjórninni á
einhverri Vopnafjarðarhátíð. Friðrik var
nefnilega bróðir trommuleikarans okkar,
Halla Gulla eins og við kölluðum hann, og
Friðrik Ómar var reyndar sjálfur og er
flinkur trommuleikari. Ég hafði fylgst með
honum lengi og á þessum tíma var Euro-
bandið bara í örfáum verkefnum og spilaði
ekki oft. Ég vissi hins vegar að þau langaði
til að gera meira úr þessu og úr varð að þau
báðu mig að koma inn í þetta – bæði með
mína Eurovision-reynslu, sem hljómborð-
sleikara og síðast en ekki síst sem umboðs-
mann sveitarinnar. Þannig fór þetta að vinda
upp á sig.“
Margt að gerast
Framhald þessarar sögu er sú að utan um
Eurobandið var stofnað fyrirtækið Rigg,
sem sér í dag meðal annars um það helsta
sem er að gerast í kringum Eurovision utan
vébanda RÚV. Rigg skipuleggur einnig
ýmiss konar aðra tónlistartengda viðburði
og af því nýjasta má nefna fallega og lág-
stemmda minningartónleika sem haldnir
voru um Vilhjálm Vilhjálmssonar í Salnum í
Kópavogi. Fyrstu tónleikarnir voru á dánar-
dægri Vilhjálms en þeir urðu alls sex. „Nú
um næstu helgi er Eurobandið svo að fara til
Kaupmannahafnar og spilar á sumardaginn
fyrsta á dansleik eftir stórtónleikana með
Björgvini Halldórs. Daginn eftir halda þau
Regína og Friðrik Ómar svo til London þar
sem þau skemmta í gríðarlegu Eurovision-
partíi byggðu á formúlu Eurovision-gleði
Páls Óskars hér heima en partíið er á vegum
ESC today. Við ákváðum að prófa þetta í
London og virðist það ætla að heppnast vel
þar sem það er að verða uppselt í þetta partí.
Þessa helgi er Rigg svo að halda utan um
ferð Selmu Björnsdóttur til Stokkhólms en
hún mun syngja þar fyrir einkafyrirtæki
ásamt öðrum þekktum Eurovision-förum.
Það eru mörg járn í eldinum, til að mynda
fyrsti geisladiskur Eurobandsins sem kemur
út 5.maí en hann inniheldur This Is My Life
í tveimur útgáfum og önnur þekkt
Eurovision-lög í nýjum og skemmtilegum
útfærslum.“
Sívinsæl keppni
En hvernig líst Grétari á að fara nú út sem
umboðsmaður og bakrödd og af hverju í
ósköpunum stendur þessi keppni, sem oftar
hefur fært okkur vonbrigði en ekki, svona
nærri þjóðinni? „Mér líst bara ósköp vel á
það. Þegar sigrinum var landað hér heima,
með yfirburðakosningu, var ljóst að ég færi
út með þeim sem umboðsmaður en að öðru
leyti var það ekki komið á hreint hvort ég
yrði á sviði. Svo varð það sameiginleg
ákvörðun höfunda og þeirra sem að keppn-
inni koma, þar á meðal RÚV, að styrkur
þeirra Regínu og Friðriks yrði meiri ef
minna yrði gert úr dansatriðinu. Og með
fullri virðingu fyrir þeim góðu dönsurum þá
verður þetta auðvitað fyrst og fremst að
snúast um hvað kemur best út fyrir flytj-
endurna og að ekkert skyggi á þá. Við ákváð-
um því að hafa fjóra góða bakraddara í stað-
inn og þar á meðal er ég. En af hverju
keppnin er svona vinsæl? Er það ekki bara
verðugt rannsóknarefni fyrir Kára líka?
Þjóðin virðist að minnsta kosti vera með
Eurovision-genið og flestallir setjast niður
til að horfa. Og það er líka um að gera að
njóta þess og hafa gaman.“
Erum með Eurovision-gen
Fyrir átján árum öðlaðist þjóðin um skeið trú á það að við Íslendingar gætum hugsanlega náð einhverju meira en 16. sætinu í
Eurovision þegar Grétar Örvarsson og Stjórnin tóku það fjórða með trompi. Skipst hafa á skin og skúrir síðan þá en nú er komið
að Grétari að halda aftur út, nú sem umboðsmaður Eurobandsins og bakrödd. Grétar sagði Júlíu Margréti Alexandersdóttur frá
gömlum tímum og því sem fram undan er.
AFTUR Í EUROVISION Grétar Örvarsson heldur út með Eurobandinu sem umboðsmaður þess og bakrödd en síðast þegar hann hélt utan náði hann einum besta
árangri Íslands: fjórða sætinu. MYND/GASSI
BESTU SÖNGVARAR ÍSLANDS Grétar Örvarsson telur Friðrik Ómar og Regínu Ósk vera meðal bestu söngv-
ara sem Ísland á og hefur tröllatrú á að þau muni brillera í Serbíu.
Stjórnin átti ótrúlega góðan tíma og í nokkur
ár var það þannig að við komum ekki með
lag án þess að það yrði að slagara.