Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.04.2008, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 19.04.2008, Qupperneq 34
34 19. apríl 2008 LAUGARDAGUR Mótmælt hraðar, hærra, sterkar Ólympíuleikar nútímans hafa verið haldnir í 114 ár. Von Pierre de Coubertin, aðalhvatamanns endurreisnar leikanna, var að þeir myndu sameina ólíkar þjóðir í heilbrigðri keppni og vonandi útrýma deilum og átökum. Eins og Kolbeinn Óttarsson Proppé komst að, hafa leikarnir oft og tíðum vakið deilur frekar en hitt. Mótmæli þeim tengd mega teljast aldargömul í ár. Meira að segja Ástríkur hefur unnið verðlaun á Ólympíuleikunum, eða Ólyktarleikunum eins og sveitungar hans nefndu þá. Íslendingar hafa aldrei sniðgengið Ólympíu- leikana í mótmælaskyni. Hæst varð krafan um það fyrir leikana í Moskvu árið 1980. Fulltrúi Bandaríkjastjórnar kom á fund íslensku Ólymp- íunefndarinnar og fór þess á leit að Ísland sniðgengi leikana. Gísli Halldórsson, þáverandi formaður nefndarinnar, hefur lýst þessu í bók- inni Íslendingar á Ólympíuleikunum. Hann segir að á fundi með bandaríska sendi- boðanum hafi því verið lýst að nefndin bland- aði ekki saman stjórnmálum og íþróttum, þá væri of skammur tími til stefnu til að hætta við. Að auki bentu nefndarmenn á að þeir hefðu „alltaf tekið þátt í Ólympíuleikunum meðan Bandaríkin háðu sitt innrásarstríð í Víetnam nokkru áður“. Þessi afstaða olli nokkrum deilum og erfiðar gekk með fjármögnun en ella. Gísli skrifaði blaðagrein í Morgunblaðið og má segja að inntak hennar endurspegli orðræðu nefndarinnar nú. „Yfirgangur og kúgun mega ekki eiga sér stað. Það er ekki í anda okkar Íslendinga né íþróttamanna. Þess vegna verðum við að berjast gegn slíku. Það gerum við best með því að þjóðir heims auki kynni sín í milli og ræði vandamálin hispurslaust. Íþróttamenn og konur um heim allan vilja stuðla að því af einurð og festu að varanlegur friður verði hlutskipti allra þjóða. Af þessum ástæðum tel ég að Ísland eigi að senda þátttak- endur á Ólympíuleikana í Moskvu sem hefjast í júlí 1980.“ ÍSLAND ALLTAF MEÐ T ugþúsundir íþrótta- manna og enn fleiri áhangendur munu fylkja liði til Peking í sumar. Þá verða Ólympíuleikarnir haldnir í 29. sinn síðan þeir voru endurreistir í Aþenu árið 1896. Mikil mótmælaalda hefur skekið heimsbyggðina að undanförnu. Alls staðar þar sem kyndillinn hefur farið hefur fjöldi fólks safn- ast saman, fyrst og fremst til að mótmæla mannréttindabrotum Kínverja í Tíbet, en einnig stuðn- ingi þeirra við stjórnvöld í Súdan. Þau mótmæli hófust fyrst og fremst þegar kyndillinn fór af stað; þegar tilkynnt var um að leikarnir yrðu haldnir í Peking urðu minni mótmæli en margur bjóst við. Lítill ágreiningur Fyrir Alþjóða ólympíunefndinni lá að taka afstöðu til fimm borga, þegar hún kom saman 1. febrúar 2001. Þetta voru Peking, Toronto, París, Istanbúl og Osaka. Fjöl- margar aðrar borgir höfðu lýst yfir áhuga sínum, en ekki komist í gegnum niðurskurð. Mikil pólitík var á bak við tjöldin, sumir full- yrtu að París eða Toronto ættu að verða fyrir valinu vegna tækni- legra yfirburða þar. Juan Antonio Samaranch, forseti nefndarinnar, var mjög áfram um að Peking yrði fyrir valinu og margir voru sam- mála því. Mönnum fannst tími til kominn að leikarnir yrðu haldnir í Asíu og Kína hafði sérstakan sess sem fjölmennasta ríki heims. Í þessari fyrstu atkvæðagreiðslu fékk Peking 44 atkvæði, Toronto 20, Istanbúl 17, París 15 og Osaka sex. Rúmum fjórum mánuðum síðar, 20. júní 2000, var önnur atkvæðagreiðslan haldin og fékk Peking þá hreinan meirihluta, eða 56 atkvæði, en Toronto kom næst með 22 atkvæði. Nýja Peking Gríðarlegur fögnuður braust út í Kína þegar tilkynnt var um valið. Aðrir voru þó ekki eins ánægðir og ýmsir mannréttindahópar lýstu andstöðu sinni yfir. Kínverjar til- kynntu slagorð sitt – Glæný Pek- ing, góðir leikar – en margir lýstu yfir efasemdum sínum að mann- réttindi væru hærra skrifuð í hinni nýju Peking en þeirri gömlu. Alþjóða ólympíunefndin varð fyrir nokkurri gagnrýni, en bar hana af sér. Þar á bæ fullyrtu menn að valið mundi einmitt stuðla að því að mannréttindamál í Kína kæm- ust í umræðuna. Atburðir síðustu mánaða virðast hafa rennt nokkr- um stoðum undir þá fullyrðingu. Menn geta skemmt sér við að velta því fyrir sér hvort þau mál væru jafn mikið til umræðu og nú er, ef leikarnir hefðu ekki komið til. Leikar sniðgengnir Eins og sést hér á síðunni er þetta alls ekki í fyrsta skipti sem mót- mæli setja mark sitt á Ólympíu- leika. Árið 1908, á fimmtu leikun- um í London, sniðgengu Írar leikana, vegna tregðu Breta við að veita þeim sjálfstæði. Síðan þá hefur það gerst nokkrum sinnum að ríki sniðganga leikana í mót- mælaskyni. Árið 1956 ollu Súes- deilan og innrás Sovétmanna í Ungverjaland því að nokkur ríki mættu ekki og 1976 sniðgengu 26 Afríkuríki leikana þar sem Nýja- Sjáland var ekki útilokað frá keppni, en landslið þess í rúgbí hafði nýverið keppt í Suður-Afr- íku. Hæst ber þó leikana 1980 í Moskvu og 1984 í Los Angeles þegar kemur að því að sniðganga keppnina. Um 60 ríki, undir for- ystu Bandaríkjanna, mættu ekki til leiks í Moskvu og fjórum árum síðar endurguldu Sovétmenn, og 16 bandalagsþjóðir þeirra, greið- ann í Los Angeles. Margir telja að úrslit þessara tveggja leika verði að skoða í því samhengi, sérstak- lega í Los Angeles þar sem austan- tjaldsþjóðir voru æ í hópi þeirra vinningshæstu, sex af tíu vinn- ingshæstu ríkjunum frá 1976 snið- gengu leikana í Los Angeles. Hörð mótmæli Líkt og áður segir urðu mótmæli við valinu á Peking ekki eins mikil og ætla mætti. Einhverjir mótmæltu þó og margar ályktanir voru samdar. För Ólympíukyndilsins vakti hins vegar ríkar tilfinn- ingar í brjóstum margra. Það var eins og sú stað- reynd að leikarnir yrðu í Peking líkamnaðist í íþróttamönnum berandi kyndilinn. Víða um heim urðu mótmæli, fólk þusti út á götur og óeirðir bru- tust út þegar lögreglu laust saman við mótmælendur þegar hún reyndi að vernda kyndilinn. Breyta hefur þurft leiðinni og hópur mót- mælenda sem safnast hafði saman í miðborg San Fransisco fór fýlu- för, enginn kom kyndillinn. Mótmælin nú eru að því leyti sérstök að þetta er í fyrsta skipti sem þau beinast beint að kyndl- inum. Segja má að nú séu mótmælin af hálfu almennings, en áður hafi þau verið á vettvangi stjórnvalda. Ekki hafa heyrst hávær- ar kröfur um að ríki sniðgangi leikana, helst hefur verið rætt um að snið- ganga opnunarat- höfnina. Þess í stað hefur almenningur sýnt óánægju sína heima fyrir. Friðarhátíð? Frakkinn Pierre de Coubertin var aðalhvatamaður þess að leikarnir voru endurreistir. Hans von var að heilbrigð íþróttakeppni drægi úr alþjóðlegum deilum. Tvær heims- styrjaldir og fjöldi smærri átaka sýna að hugsjón Coubertin hefur ekki náð fram að ganga. Eða hvað? Hver veit hvort stríðin hefðu orðið fleiri ef íþróttamenn ólíkra þjóða hefðu ekki fengið að kljást á vell- inum? Í kalda stríðinu má heita að einu samskipti austur- og vestur- blokka hafi verið íþróttakeppnir og Ólympíuleikarnir sérstak- lega. Því þrátt fyrir þá göfugu hugsjón sem býr í frægasta sla- gorði de Coubertin; „mikilvæg- ast er ekki að vinna, heldur að vera með“, hefur reyndin orðið sú að mikill metnað- ur einkennir Ólympíu- leikana og samvisku- samlega er haldið utan um hvaða þjóð vinnur flest verð- laun. En heilbrigð sál í hraustum líkama hlýtur að þrífast á heil- brigðri sam- keppni. NÝ BIRTINGARMYND HINS SANNA ÍÞRÓTTA- ANDA? Lögregla tekst á við mótmælanda í París. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP © GRAPHIC NEWS Hin alþjóðlegu mótmæli sem verið hafa við för ólympíukyndilsins eru sérstök, þó saga pólit- ískra mótmæla í tengslum við leikana sé löng. Í fyrsta sinn beinast þau gegn kyndlinum, síðan för hans frá Ólympíu til leikvangsins varð fyrst að veruleika í Þýskalandi nasismans árið 1936. MÓTMÆLI Í HEILA ÖLD■ London 1908: Bretland neitar að veita Írlandi sjálfstæði og írskir íþróttamenn snið- ganga leikana. ■ Berlín 1936: Þrátt fyrir kröfur víða um heim um að leikarnir verði sniðgengnir vegna öfgafullrar kynþáttstefnu Hitlers, taka 49 ríki þátt í leikunum. Þeir verða áróðurslegur sigur Hitlers. ■ Los Angeles 1932: Ítalinn Luigi Beccali, ólympíumeist- ari í 1500 metra hlaupi, mótmælir með því að heilsa með fasistakveðju á verðlaunapallinum. Frammistaða níu verðlaunahafa af gyð- ingaættum og hins þeldökka Jesse Owens, sem vann fjögur gullverðlaun er arískri kynþáttahyggju til háðungar. ■ Melbourne, 1956: Sex ríki, Egyptaland, Írak Líbanon, Holland, Spánn og Sviss, snið- ganga leikana ýmist til að mótmæla árás Bretlands, Frakklands og Ísrael á Egyptaland – Súesdeilunni – og hins vegar sovéskri innrás í Ungverjaland. ■ Mexíkó 1968: Stjórnvöld óttast mótmæli stúdenta í tengslum við leikana og myrða 200-300 mótmælendur í Tlatelolco. Banda- rísku spretthlaupararnir Tommie Smith og John Carlos heilsa á verðlaunapalli að sið Svörtu hlé- barðanna, uppréttri hendi með krepptan hnefa. ■ Munchen 1972: Hryðjuverkamenn gera í fyrsta sinn árás á leikana. Félagar í palestínsku samtökunum Svartur september ryðjast inn í ólympíuþorpið og taka níu ísraelska íþróttamenn sem gísla og myrða tvo. Hryðjuverkamennirnir myrða hina níu í misheppnaðri björgunaraðgerð. ■ Montreal 1976: Tuttugu og sex Afríkuríki sniðganga leikana. Þau höfðu krafist að Nýja-Sjálandi væri meinuð þátttaka, eftir að rúgbílandsliðið hafði farið í keppnisferð til Suður-Afríku aðskilnaðarstefnunnar, en því var hafnað. ■ Moskva 1980: Um 60 ríki sniðganga leikana að kröfu Jimmys Carter Bandaríkjafor- seta til að mótmæla innrás Sovétmanna í Afganistan. Fjöldi vestrænna ríkja mætti þó á leikana; Bretland, Frakk- land, Ítalía, Svíþjóð og Ísland svo nokkur séu nefnd. ■ Los Angeles 1984: Sovétríkin og 16 ríki Austurblokkarinnar sniðganga leikana vegna sniðgöngu Bandaríkjanna árið 1980. ■ 2008 Peking: Mótmælendur safnast saman á leið ólympíu- logans til að mótmæla mannréttindabrotum Kínverja í Tíbet. Stuðn- ingi Kínverja við Súdan einnig mótmælt, vegna þjóðarmorðsins í Darfúr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.