Fréttablaðið - 19.04.2008, Page 35

Fréttablaðið - 19.04.2008, Page 35
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Sigríður Theodóra Sigbjörnsdóttir, nemi á fjórða ári við Menntaskólann á Akureyri, ekur um á bíl sem á sér ef til vill meiri sögu en bílar margra skólafélaga hennar. „Bíllinn heitir Silfurvagninn og var leigubíll í Reykja- vík áður en hann kom í mína fjölskyldu og hafði upp- haflega verið fluttur inn notaður frá Þýskalandi,“ segir Sigríður. „Þetta er Opel Omega og einn af fáum svona hér á landi. Lengi vel var Sigurður bróðir minn á honum, en hann er núna í skóla í Ástralíu og ég sé því um bílinn á meðan. Á köldum dögum má vel sjá glitta í gamlar leigu- bílamerkingar í rúðum Silfurvagnsins, meðal annars símanúmer Hreyfils og fleira slíkt. „Þetta er góður bíll en hann hefur samt frekar sjálfstæðan vilja. Til dæmis veit maður aldrei hvaða hurð opnast eða hvað hurð læsist þegar maður ætlar að læsa honum, því samlæsingin er orðin frekar lúin.“ Sigríður segir að þau systkinin hafi farið með Silf- urvagninn nánast um allt land. „Það er smá hluti af Austurlandi sem hann á eftir að rúnta um og það verður vonandi bætt úr því fyrr en síðar.“ hnefill@frettabladid.is Silfurvagn sem er með sjálfstæðan vilja Silfurvagninn hefur farið víða og á sér mikla sögu. FRÉTTABLAÐIÐ/ÖRLYGUR HNEFILL HAUSTTÍSKA Í MEXÍKÓ Svartir og gráir tónar virðast allsráðandi á tískuvikunni í Mexíkó sem nú stendur yfir. TÍSKA 7 Á FERÐ UM LANDIÐ Hjólhýsi eru góður kostur fyrir þá sem vilja ferðast frjálsir um landið án þess að sleppa ákveðnum þægindum. FERÐIR 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.