Fréttablaðið - 19.04.2008, Side 37

Fréttablaðið - 19.04.2008, Side 37
LAUGARDAGUR 19. apríl 2008 Hjólhýsi verða æ vinsælli og er árið í ár engin undantekning. Margir hafa fjárfest í hjólhýsum með það í huga að geta notið sín til fulls í útilegunni. Hjólhýsin verja ferðalanga fyrir bleytu og slagviðri af allri sort. Nú þegar útilegurnar eru handan við hornið ættu þeir sem vilja hafa það reglulega gott í þeim að snúa sér til seljenda hjólhýsa og skella sér á eintak. mikael@frettabladid.is Með annað heimili aftan í bílnum Í góðu hjólhýsi getur fjölskyldan eytt dágóðum hluta sumarsins. Tab L400 TD minnir helst á dropa og vekur athygli hvert sem það fer. Hjólhýsið er þúsund kíló og það þykir ekki mikið. Hjóna- rúmið er 135 sinnum 198 sentímetrar. Ísskáp og gaseldavél með þremur hellum má finna í hjólhýsinu ásamt heitu og köldu vatni. Tab L400 TD fæst hjá Seglagerðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA AMBASSADOR 650 RMD framfylgir öllum íslenskum öryggis- og frágangsreglu- gerðum um útbúnað á hjólhýsum. Svefnpláss er fyrir fimm til sex og stærð hjóna rúmsins er 197 sinnum 156 sentimetrar. Í eldhúsinu er ísskápur, gaseldavél og vifta yfir henni. Heitt og kalt vatn er í eldhúsi og baðherbergi. Lofthæð hjólhýsins er 195 sentímetrar sem telst gott. Burðargetan er 2200 kíló, og eigin þyngd er 1730 kíló. Hjólhýsið er frá LMC í Þýskalandi og fæst í Víkurverk. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Favorit 710 kemur með vandaðri eldhúsinnréttingu. Svefnpláss er fyrir sex til sjö manns, hjónarúmið er 200x140 cm og fylgir rúmteppi með. Í eldhúsinu er ísskápur, gaseldavél og vifta fyrir ofan eldavélina. Heitt og kalt vatn er í eldhúsinu og baðherberginu. Lofthæðin er 195 sentimetrar og þykir afbragð. Burðargetan er 2200 kíló og eigin þyngd er 1614 kíló. Hjólhýsið er frá LMC í Þýskalandi og fæst í Víkurverk. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.