Fréttablaðið - 19.04.2008, Síða 39

Fréttablaðið - 19.04.2008, Síða 39
LAUGARDAGUR 19. apríl 2008 5 Fjallaleiðsögumaðurinn Jökull Bergmann heldur námskeið í fjallaskíðamennsku í Skíðadal á Tröllaskaga, norðan Akureyr- ar, í samstarfi við Ferðafélag Íslands síðustu helgi aprílmán- aðar. Undanfarin átta ár hefur Jökull Bergmann staðið að uppbyggingu og markaðssetningu Tröllaskagans sem heimsklassasvæðis fyrir fjallaskíðamennsku. Hann hefur mikla reynslu af sportinu og hefur leiðbeint ferðafólki víða um heim. „Fjallaskíðamennska hefur verið stunduð áratugum saman í Ölpun- um og Klettafjöllum Norður-Amer- íku á veturna og vorin. Sá hópur er nú að uppgötva töfra Tröllaskag- ans,“ segir Jökull og heldur áfram: „Hvar annars staðar í heiminum er hægt að skíða niður hæstu tinda og alla leið niður í fjöru með svörtum sandi?“ Jökull segir aðstæður á Íslandi til fjallaskíðaiðkunar einstakar. „Nálægðin við hafið er það sem heillar erlenda gesti mest sem koma á Tröllaskagann. Einnig lang- ir dagar, nægur snjór til fjalla, milt veður og auðvelt aðgengi.“ Hann nefnir þætti sem nauðsynlegt er að tileinka sér. „Grunnþættir ferða- mennsku á borð við skyndihjálp og að rata er nauðsynlegt fyrir þá sem hafa hug á fjallaskíðamennsku,“ segir Jökull og viðurkennir að fjallaskíðaleiðsögn sé óneitanlega nokkuð sérstakur starfsvettvang- ur enda snýst starfið um að vera á fjöllum nær alla daga! „Starfið er sannkölluð ástríða. Þetta er krefj- andi íþrótt bæði líkamlega og and- lega og snýst um að sameina göngu- ferðir og skíðamennsku,“ segir hann og gefur örlítið betri mynd af hvernig skíði þetta eru. „Fjalla- skíði eru í raun eins og venjuleg svigskíði. Hins vegar eru binding- arnar þeim kostum búnar að hæl- stykkið er hægt að losa frá skíðun- um eins og á gönguskíðum,“ segir Jökull sem getur gengið upp fjöll og rennt sér niður á sömu skíðun- um. Fram undan er námskeið fyrir byrjendur í samstarfi við Ferðafé- lag Íslands. Námskeiðið fer fram í Skíðadal á Tröllaskaga þar sem þátttakendur fá tækifæri til að prófa sig áfram í undirstöðuþátt- um fjallaskíðamennsku. „Við förum meðal annars í gegnum leiðarval og mat á snjóflóðahættu. Á síðari hluta námskeiðsins er markmiðið að skíða á nokkra af fjölmörgum tindum Tröllaskag- ans,“ segir Jökull sem ber sterkar taugar til Tröllaskagans. „Gistiað- staðan er á bænum Klængshóli sem er síðasta byggða ból í Skíða- dal. Þar er yfirleitt hægt að komast á snjó nánast við bæjardyrnar fram á fyrri part sumars,“ segir Jökull og heldur áfram: „Húsfreyj- an á Klængshóli, Anna Dóra Her- mannsdóttir, hefur sérhæft sig í þjónustu við fjallaskíðahópa. Þar býður hún upp á hlaðborð á hverju kvöldi þá fjóra daga sem námskeið- ið stendur þar sem lífrænn matur og hollusta er í fyrirrúmi.“ Útbúnað er hægt að fá leigðan hjá Fjallakofanum í Hafnarfirði. Námskeiðið, sem fer fram 24.-27. apríl, hentar bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Sjá nánari upp- lýsingar á www.fi.is og www.skida- dalur.is. - vg/rh Fjallaskíðamennska nýtur vaxandi vinsælda Jökull Bergmann vill leyfa erlendum fjallaskíðaiðkend- um að njóta Tröllaskagans í Skíðadal. MYND/GUÐMUNDUR TÓMASSON Hertz Car Rental Flugvallarvegi 101 Reykjavik, Iceland hertz@hertz.is Tel. +354 522 44 00 Fax. +354 522 44 01 www.hertz.is Bókaðu bílinn fyrir 1. maí á www.hertz.is og fáðu 1000 vildarpunkta hjá Vildarklúbbi Icelandair. Tilboðið gildir til 1. maí. Hertz hefur yfi r 7600 afgreiðslustaði í 146 löndum. Nú er rétti tíminn til þess að undirbúa næsta veiðitímabil. Veiðikortið veitir aðgang að rúmlega 30 vatnasvæðum vítt og breitt um landið fyrir aðeins 5000 kr. Frí heimsending þegar verslað er beint á www.veidikortid.is Tryggðu þér Veiðikortið í tíma! Á að veiða í sumar? Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu Eyðimerkur, grænir frumskógar, hrikalegt fjallalandslag Patagóníu í suðri og fjölþjóðleg menning Santiago og Buenos Aires eru meðal þess helsta sem ber fyrir augu í þessari ótrúlegu tveggja vikna hópferð um Chile og Argentínu. Hópurinn þræðir sig jafnt og þétt í gegnum hvern heiminn á fætur öðrum. Frá höfuðborg Chile, Santiago, er haldið til borgarinnar Mendoza sem er við rætur Andes-fjalla. Þar verður m.a. farið í vínsmökkun og Iguazú fossarnir skoðaðir áður en haldið er til höfuðborgar Argentínu, Buenos Aires, evrópskustu borg Suður-Ameríku. Þaðan er svo haldið aftur til Santiago. Að lokum gistir hópurinn fjórar nætur á „Chilesku Rivíerunni“ Viña Del Mar. Ótrúlegt landslag, ótal skoðunarferðir og mikill tími til að drekka í sig fjölbreytta menningu beggja landa. Komdu með okkur í ævintýri á suðurenda Suður-Ameríku! Verð frá: kr. 527.900,- á mann í tvíbýli Fararstjóri: Elísabet Brand 14. - 30. október Innifalið: Sjá nánar á www.uu.is Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis er bókunargjald 2.500 kr. fyrir hvern farþega. ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000 ~ FAX 585 4065 ~ INFO@UU.IS Argentína og Chile Ævintýri á enda veraldar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.