Fréttablaðið - 19.04.2008, Side 46

Fréttablaðið - 19.04.2008, Side 46
Vörur - þjónusta - upplýsingar Tangarhöfða 4, sími 515 7200 Mikið úrval af peru og díóðuljósum M bl 9 14 09 7 Ármúla 42 · Sími 895 8966 mánudaga - föstudaga 10-18 laugardag 10-17 sunnudag 13-17Opið OPIÐ Laugardag og sun nudag Vortilboð á inni- og úti blómapottum úr postulíni Sprengihelgi Atlantskaup ehf. Bæjarflöt 6,112 Reykjavík S: 533 3700 Upplýsingar á www.atlantskaup.is STIGAR OG HANDRIÐ ÚR GLERI OG STÁLI ÚTI SEM INNI Arkitektúr Jacques Herzog og Pierre de Meuron sameinar listfengi arkitektúrs í gegnum aldirnar og ferskleika nýrra tíma, sem einkennast af möguleik- um tækninnar. Þeir fæddust báðir í Basil í Sviss árið 1950 með tæpu mánaðar millibili, en Herzog er fæddur 19. apríl og de Meuron 8. maí. Árið 1975 útskrifuð- ust þeir frá Eidgenössische-tækniháskólanum með gráðu í arkitektúr og þá hófst samstarf þeirra fyrir alvöru. Þremur árum seinna opnuðu þeir saman arkitektúrstofu í Basil. Hugmyndaflugi félagana virðast engin takmörk sett en þekktastir eru þeir fyrir að hafa breytt stóru orkuveri við árbakka Thames í London í nýlistar- safnið Tate Modern. Fyrir það hlutu þeir mikið lof eins og fyrir öll þeirra verk. Fáir standast þeim snúning þegar kemur að hug- myndum og lausnum og nota þeir efniviðinn á ein- stakan máta, sérstaklega í klæðningum bygginga. Meðal þekktari verka þeirra eru Forum-bygging- in í Barcelona, verslun Prada í Tókýó, og nú síðast ól- ympíuleikvangurinn í Peking. Þess má geta að tæpum tíu árum eftir að Herz- og og de Meuron opnuðu saman arkitektúrstofuna hlutu þeir sín fyrstu arkitetkúrverðlaun, og árið 2001 hlutu þeir Pritzker-verðlaunin fyrir arkitektúr sem eru virtustu arkitektúrverðlaunin sem veitt eru í heiminum. -keþ Samherjar með ein- stakt ímyndunarafl ● Svissnesku arkitektarnir Jacques Herzog og Pierre de Meuron leita sífellt nýrra leiða í sköpun sinni. Þeir hafa meðal annars notað veggjakrot til að forma nýjar byggingar og breytt orkuveri í listasafn. Herzog og de Meuron sameina listfengi arkitektúrs í gegnum aldirnar og ferskleika nýrra tíma sem einkennast af möguleik- um tækninnar. Caixaforum-menningarmiðstöðin í Madrid sem Herzog og de Meruon hönnuðu var opnuð í síðasta mánuði. Herzog og de Meuron teiknuðu nýtt tónlistarhús fyrir Fílharm- óníuna í Hamborg, framkvæmdir á húsinu hófust í fyrra. Fyrirhuguð viðbót við Tate Modern í London. Áætlað er að verkefninu ljúki árið 2012 um leið og Ólympíuleikarnir verða haldnir í London. Tónlistarhús Fílharmóníunnar í Hamborg sem nú er í byggingu. MICHAEL URBAN/NORDICPHOTOS/GETTY 19. APRÍL 2008 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.