Fréttablaðið - 19.04.2008, Side 48

Fréttablaðið - 19.04.2008, Side 48
● heimili&hönnun „Við fórum út til að læra og höfum ekki ennþá komið okkur heim,“ segir Halla Harðardóttir, sem er nú að klára nám í listfræði í Bar- celona, eftir að hafa lagt þar stund á ljósmyndun. Sambýlismaður- inn Arnar lærði forvörslu og hús- gagnasmíði og hefur unnið við það síðan hann kláraði námið. Skötu- hjúin eiga tvö börn, Uglu, 3ja ára, og Eldar, 3ja mánaða, og kann fjöl- skyldan vel við sig í Barcelona. Halla segir þau þó sakna þess að vaða snjó og hangi pollagallar barnanna ónotaðir inni í skáp. „Eftir að hafa alist upp á Íslandi verður frekar leiðigjarnt til lengd- ar að sjá bara bláan himin, en það skemmtilegasta við að búa í Bar- celona er mannlífið. Hér rekst maður á ótrúlegustu karaktera og gotneska hverfið þar sem við búum hefur upp á mestan fjöl- breytileika að bjóða,“ segir Halla og heldur áfram: „Á torginu við hliðina á okkur býr félagi okkar, norskur útigangsmaður, sem seldi systur minni stóran og fallegan antíkspegil um daginn. Hann fann hann úti á götu, og þar sem hann á engan stað til að hengja hann upp á seldi hann Guðrúnu systur minni spegilinn á 10 evrur. Hann hangir nú uppi á vegg hjá okkur þangað til systir mín sendir eftir honum.“ Íbúðin sem fjölskyldan býr í er skemmtilega innréttuð og er forláta leðurstóll sem Arnar gaf Höllu í þrítugsafmælisgjöf í miklu uppáhaldi hjá henni. Sjálfur held- ur Arnar mest upp á smíðabekk, sem nýtist nú sem hilla í svefn- herberginu. Halla segir þau hafa fundið flest húsgögnin á kompu- dögum í hverfinu og síðast nældu þau sér í Thonet-ruggustól. Aðspurð eru þau sammála um að eldhúsið sé hjarta heimilisins og eyða mestum tíma þar. „Hér er mjög gestkvæmt, okkur finnst gaman að elda og við höldum mörg matarboð. Hér er eldaður góður matur af mikilli ást og þó nokk- ur eldhúspartíin hafa endað með því að dansað hefur verið fram undir morgun,“ segir Halla hress að lokum. - rat Eldað af ást og dansað fram undir morgun ● Halla Harðardóttir og Arnar Orri Bjarnason hafa búið í Barcelona undanfarin sjö ár og hafa komið sér vel fyrir í gotneska hverfinu nálægt höfninni. Eldhúsið er hjarta heimilisins að mati Höllu og Arnars og hér hefur verið dansað fram undir morgun í matarboðum. Í horni stofunnar má sjá uppáhalds stól Höllu sem hún fékk að gjöf frá Arnari. Hátt er til lofts og fallegar gifsskreytingar í loftunum. Ugla óængð með athyglina. Þvottur hangir á snúrum nágrannanna í þröngum bakgarðinum. Ugla dóttir Höllu og Arnars leikur sér í fallegu heimasmíðuðu eldhúsi. Póstkort af íslensku kindinni leynist innan um myndirnar á útidyrahurðinni til að minna á heimahagana. Gotneska hverfið hefur upp á mestan fjölbreytileika að bjóða að mati Höllu. MYND/HALLA HARÐARDÓTTIR Halla, Ugla, Eldar og Arnar heima hjá sér í rólegheitum. Fjölskyldan ætlar að flytja tímabundið út fyrir borgina og verður íbúðin þá til leigu. Halla bendir áhugasömum á að hafa samband með því að senda póst á hallaha@gmail.com. 19. APRÍL 2008 LAUGARDAGUR6

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.