Fréttablaðið - 19.04.2008, Page 50

Fréttablaðið - 19.04.2008, Page 50
Matarstellið „Up side down“ eftir Monique Goossens. Kaffið er drukkið úr bollanum öfugum. Gleði og leikur einkenna hönnun Monique Goossens en hún stundar nám í vöruhönnun í Hollandi. Hún leitast við í hönnun sinni að taka hluti úr samhengi og setja þá fram þar sem þeirra er síst von. Blanda saman hugmyndum úr ólíku um- hverfi og hafa endaskipti á hlut- um og hlutverkum. Hún vill að vörurnar hennar komi á óvart og fái fólk til að staldra við. Í matarstelli Goossens, sem kallast „Upside down“, hefur hún snúið bollum og diskum á hvolf. Kaffið á þá að drekka úr bollanum öfugum og morgunkornið fer ofan í botninn á skálinni. Í öðru verk- efni frá Monique sem ber heitið „Mini toys“ er lítill postulínskálf- ur að hoppa inn í skál og situr þar fastur. Afturhlutinn á honum getur þá virkað eins og hanki. Monique segist vilja hanna hluti sem erf- itt er að búa til og hennar hönn- un henti ekki til fjöldaframleiðslu. Nánari upplýsingar um Monique Goossens má finna á síðunni www. moniquegoossens.com - rat Öfugir bollar og diskar „Mini toys“. Lítill kálfur hoppar inn í postulínsskál. TÍMARITATRÉ Tímarit og blöð geta í sumum tilfellum verið stofustáss, þótt þau sé auðvitað best að endurvinna. Þetta tímaritatré er eftir tyrknesku hönnuðina Unal og Boler og kemur skemmtilega út á borði. Málmkrókar mynda munstur líkt og blóm eða tré og á milli þeirra má svo stinga blöðunum. Einnig hönnuðu þeir kaffiborð úr stáli með hreyf- anlegum slám undir borðplötunni sem tímaritin hanga á innan seil- ingar. Vefsíða hönnuðanna er www. ub-studio.com. hönnun Járnsmiðja Óðins Persónuleg þjónusta og fagleg ráðgjöfjsó 19. APRÍL 2008 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.